Vill að Barcelona reki þann sem lak upplýsingum um samning Messi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2021 13:30 Ronald Koeman stendur þétt við bakið á Lionel Messi. getty/David Ramos Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, vill að félagið reki þann eða þá sem láku upplýsingum um samning Lionels Messi til fjölmiðla. Í gær birti spænska dagblaðið El Mundo nákvæmar upplýsingar um samning Messis sem hann skrifaði undir 2017. Þar segir að samningurinn sé sá stærsti sem nokkur íþróttamaður hafi nokkurn tímann fengið og eigi stóran þátt í fjárhagsvandræðum Barcelona. Lekinn truflaði Messi lítið í gær en hann skoraði fyrra mark Barcelona í 2-1 sigri á Athletic Bilbao með skoti beint úr aukaspyrnu. Þetta var 650. mark Argentínumannsins fyrir Barcelona. Koeman var hins vegar mjög pirraður eftir leik og tók til varna fyrir Messi. „Hann hefur sannað gildi sitt fyrir félagið ár eftir ár og hjálpað því að vinna marga mikilvæga titla. Sá sem birti þessar upplýsingar hafði illt í hyggju og vildi skaða Barcelona. Við verðum að standa saman og vera einbeittir og gleyma þessu,“ sagði Koeman. „Ef þetta var einhver frá félaginu getur sá hinn sami ekki lengur unnið þar.“ Barcelona hafnaði því að upplýsingarnar um samning Messis hefðu komið frá félaginu sjálfu og hótuðu að fara í mál við El Mundo. Messi óskaði eftir því að verða seldur frá Barcelona í sumar en ekkert varð af því. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt frá því. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Tengdar fréttir Aukaspyrnusnilli Messi og Griezmann tryggðu Barca sigur Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, eftir 2-1 sigur á Athletic Bilbao í kvöld. 31. janúar 2021 21:52 Neita því að hafa lekið samningi Messis Barcelona neitar því að hafa eitthvað með það að gera að hafa lekið samningi Lionel Messi en hann var á forsíðu Mundo Deportivo í dag þar sem greint var frá tölunum i samningi Messi. 31. janúar 2021 14:30 Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Í gær birti spænska dagblaðið El Mundo nákvæmar upplýsingar um samning Messis sem hann skrifaði undir 2017. Þar segir að samningurinn sé sá stærsti sem nokkur íþróttamaður hafi nokkurn tímann fengið og eigi stóran þátt í fjárhagsvandræðum Barcelona. Lekinn truflaði Messi lítið í gær en hann skoraði fyrra mark Barcelona í 2-1 sigri á Athletic Bilbao með skoti beint úr aukaspyrnu. Þetta var 650. mark Argentínumannsins fyrir Barcelona. Koeman var hins vegar mjög pirraður eftir leik og tók til varna fyrir Messi. „Hann hefur sannað gildi sitt fyrir félagið ár eftir ár og hjálpað því að vinna marga mikilvæga titla. Sá sem birti þessar upplýsingar hafði illt í hyggju og vildi skaða Barcelona. Við verðum að standa saman og vera einbeittir og gleyma þessu,“ sagði Koeman. „Ef þetta var einhver frá félaginu getur sá hinn sami ekki lengur unnið þar.“ Barcelona hafnaði því að upplýsingarnar um samning Messis hefðu komið frá félaginu sjálfu og hótuðu að fara í mál við El Mundo. Messi óskaði eftir því að verða seldur frá Barcelona í sumar en ekkert varð af því. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt frá því. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Aukaspyrnusnilli Messi og Griezmann tryggðu Barca sigur Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, eftir 2-1 sigur á Athletic Bilbao í kvöld. 31. janúar 2021 21:52 Neita því að hafa lekið samningi Messis Barcelona neitar því að hafa eitthvað með það að gera að hafa lekið samningi Lionel Messi en hann var á forsíðu Mundo Deportivo í dag þar sem greint var frá tölunum i samningi Messi. 31. janúar 2021 14:30 Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Aukaspyrnusnilli Messi og Griezmann tryggðu Barca sigur Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, eftir 2-1 sigur á Athletic Bilbao í kvöld. 31. janúar 2021 21:52
Neita því að hafa lekið samningi Messis Barcelona neitar því að hafa eitthvað með það að gera að hafa lekið samningi Lionel Messi en hann var á forsíðu Mundo Deportivo í dag þar sem greint var frá tölunum i samningi Messi. 31. janúar 2021 14:30