Býst við að skila tillögum að tilslökunum í vikunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 12:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í dag en þau Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, voru einnig á fundinum. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, gerir ráð fyrir því að skila heilbrigðisráðherra tillögum að tilslökunum á samkomutakmörkunum síðar í vikunni. Hann er núna með tillögurnar í skoðun en var á upplýsingafundi í dag ekki tilbúinn til að ræða í hverju þær felast. Þá lagði hann áherslu á að það þyrfti að fara varlega í að létta á takmörkunum. Þórólfur sagði að smittölur undanfarna daga sýndu að gengið hefði vel að halda kórónuveirufaraldrinum niðri. Aðeins tíu hafa greinst með veiruna innanlands síðastliðna viku og hafa þeir allir verið í sóttkví. Einn greindist með veiruna á föstudag en enginn um helgina. „Þetta sýnir að okkur hefur tekist vel að ná utan um þriðju bylgjuna þó ekki sé hægt að fullyrða á þessari stundu að tekist hafi að uppræta veiruna innanlands. Ég held að það sé gott að hafa það í huga. Ég er nú með í skoðun tillögur til ráðherra um frekari tilslakanir innanlands en ég er ekki tilbúinn að ræða í hverju þær munu felast. Það verður tilkynnt þegar þar að kemur. En það er ljóst að við þurfum að fara varlega í allar tilslakanir til að koma í veg fyrir bakslag. Það hefur reynslan sýnt okkur,“ sagði Þórólfur. Þá áréttaði Þórólfur og biðlaði til atvinnurekenda að sjá til þess að fólk sem sé að koma til landsins mæti ekki í vinnu fyrr en seinni skimun sé lokið. Greint var frá því í gær að níu skipverjar væru í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með Covid-19. Skipverjinn hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var svo nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Enn er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar hjá skipverjanum, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar, sem sker þá úr um hvort um sé að ræða gamalt smit eða nýtt. Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur það geta skipt sköpum að halda sóttkví þar til endanleg niðurstaða úr landamæraskimun liggur fyrir. „Við sáum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði hjá fólki sem var greint á landamærum en fór sennilega ekki eftir reglum. Þannig að það þarf mjög lítið til til þess að hleypa faraldrinum af stað aftur og sérstaklega þegar við höfum í huga að við erum að eiga við þetta breska afbrigði sem er meira smitandi en önnur afbrigði,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Hann er núna með tillögurnar í skoðun en var á upplýsingafundi í dag ekki tilbúinn til að ræða í hverju þær felast. Þá lagði hann áherslu á að það þyrfti að fara varlega í að létta á takmörkunum. Þórólfur sagði að smittölur undanfarna daga sýndu að gengið hefði vel að halda kórónuveirufaraldrinum niðri. Aðeins tíu hafa greinst með veiruna innanlands síðastliðna viku og hafa þeir allir verið í sóttkví. Einn greindist með veiruna á föstudag en enginn um helgina. „Þetta sýnir að okkur hefur tekist vel að ná utan um þriðju bylgjuna þó ekki sé hægt að fullyrða á þessari stundu að tekist hafi að uppræta veiruna innanlands. Ég held að það sé gott að hafa það í huga. Ég er nú með í skoðun tillögur til ráðherra um frekari tilslakanir innanlands en ég er ekki tilbúinn að ræða í hverju þær munu felast. Það verður tilkynnt þegar þar að kemur. En það er ljóst að við þurfum að fara varlega í allar tilslakanir til að koma í veg fyrir bakslag. Það hefur reynslan sýnt okkur,“ sagði Þórólfur. Þá áréttaði Þórólfur og biðlaði til atvinnurekenda að sjá til þess að fólk sem sé að koma til landsins mæti ekki í vinnu fyrr en seinni skimun sé lokið. Greint var frá því í gær að níu skipverjar væru í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með Covid-19. Skipverjinn hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var svo nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Enn er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar hjá skipverjanum, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar, sem sker þá úr um hvort um sé að ræða gamalt smit eða nýtt. Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur það geta skipt sköpum að halda sóttkví þar til endanleg niðurstaða úr landamæraskimun liggur fyrir. „Við sáum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði hjá fólki sem var greint á landamærum en fór sennilega ekki eftir reglum. Þannig að það þarf mjög lítið til til þess að hleypa faraldrinum af stað aftur og sérstaklega þegar við höfum í huga að við erum að eiga við þetta breska afbrigði sem er meira smitandi en önnur afbrigði,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira