Býst við að skila tillögum að tilslökunum í vikunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 12:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í dag en þau Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, voru einnig á fundinum. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, gerir ráð fyrir því að skila heilbrigðisráðherra tillögum að tilslökunum á samkomutakmörkunum síðar í vikunni. Hann er núna með tillögurnar í skoðun en var á upplýsingafundi í dag ekki tilbúinn til að ræða í hverju þær felast. Þá lagði hann áherslu á að það þyrfti að fara varlega í að létta á takmörkunum. Þórólfur sagði að smittölur undanfarna daga sýndu að gengið hefði vel að halda kórónuveirufaraldrinum niðri. Aðeins tíu hafa greinst með veiruna innanlands síðastliðna viku og hafa þeir allir verið í sóttkví. Einn greindist með veiruna á föstudag en enginn um helgina. „Þetta sýnir að okkur hefur tekist vel að ná utan um þriðju bylgjuna þó ekki sé hægt að fullyrða á þessari stundu að tekist hafi að uppræta veiruna innanlands. Ég held að það sé gott að hafa það í huga. Ég er nú með í skoðun tillögur til ráðherra um frekari tilslakanir innanlands en ég er ekki tilbúinn að ræða í hverju þær munu felast. Það verður tilkynnt þegar þar að kemur. En það er ljóst að við þurfum að fara varlega í allar tilslakanir til að koma í veg fyrir bakslag. Það hefur reynslan sýnt okkur,“ sagði Þórólfur. Þá áréttaði Þórólfur og biðlaði til atvinnurekenda að sjá til þess að fólk sem sé að koma til landsins mæti ekki í vinnu fyrr en seinni skimun sé lokið. Greint var frá því í gær að níu skipverjar væru í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með Covid-19. Skipverjinn hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var svo nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Enn er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar hjá skipverjanum, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar, sem sker þá úr um hvort um sé að ræða gamalt smit eða nýtt. Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur það geta skipt sköpum að halda sóttkví þar til endanleg niðurstaða úr landamæraskimun liggur fyrir. „Við sáum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði hjá fólki sem var greint á landamærum en fór sennilega ekki eftir reglum. Þannig að það þarf mjög lítið til til þess að hleypa faraldrinum af stað aftur og sérstaklega þegar við höfum í huga að við erum að eiga við þetta breska afbrigði sem er meira smitandi en önnur afbrigði,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Hann er núna með tillögurnar í skoðun en var á upplýsingafundi í dag ekki tilbúinn til að ræða í hverju þær felast. Þá lagði hann áherslu á að það þyrfti að fara varlega í að létta á takmörkunum. Þórólfur sagði að smittölur undanfarna daga sýndu að gengið hefði vel að halda kórónuveirufaraldrinum niðri. Aðeins tíu hafa greinst með veiruna innanlands síðastliðna viku og hafa þeir allir verið í sóttkví. Einn greindist með veiruna á föstudag en enginn um helgina. „Þetta sýnir að okkur hefur tekist vel að ná utan um þriðju bylgjuna þó ekki sé hægt að fullyrða á þessari stundu að tekist hafi að uppræta veiruna innanlands. Ég held að það sé gott að hafa það í huga. Ég er nú með í skoðun tillögur til ráðherra um frekari tilslakanir innanlands en ég er ekki tilbúinn að ræða í hverju þær munu felast. Það verður tilkynnt þegar þar að kemur. En það er ljóst að við þurfum að fara varlega í allar tilslakanir til að koma í veg fyrir bakslag. Það hefur reynslan sýnt okkur,“ sagði Þórólfur. Þá áréttaði Þórólfur og biðlaði til atvinnurekenda að sjá til þess að fólk sem sé að koma til landsins mæti ekki í vinnu fyrr en seinni skimun sé lokið. Greint var frá því í gær að níu skipverjar væru í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með Covid-19. Skipverjinn hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var svo nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Enn er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar hjá skipverjanum, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar, sem sker þá úr um hvort um sé að ræða gamalt smit eða nýtt. Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur það geta skipt sköpum að halda sóttkví þar til endanleg niðurstaða úr landamæraskimun liggur fyrir. „Við sáum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði hjá fólki sem var greint á landamærum en fór sennilega ekki eftir reglum. Þannig að það þarf mjög lítið til til þess að hleypa faraldrinum af stað aftur og sérstaklega þegar við höfum í huga að við erum að eiga við þetta breska afbrigði sem er meira smitandi en önnur afbrigði,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira