Um klukkan tvö í nótt barst lögreglu tilkynning um eignaspjöll í anddyri hótels í miðbænum en nokkrum klukkustundum fyrr eða klukkan 21:30 hafði verið tilkynnt um rúðubrot í skóla í hverfi 108.
Klukkan sex í gærkvöldi var síðan tilkynnt um þjófnað í fjölbýlishúsi í Árbæ. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum og þá var tilkynnt um tvö umferðaróhöpp, annað í Hafnarfirði og hitt í Grafarvogi.
Í Hafnarfirði urðu engin meiðsli á fólki og lítið tjón og Grafarvogi voru minniháttar meiðsli en ekki vitað um tjón.