Eva Bergþóra er með BA í ensku og stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið MA gráðu í alþjóðasamningagerð og MPA gráðu í stjórnsýslufræðum frá Middlebury Institute of International Studies. Eva Bergþóra hefur víðtæka reynslu af samskipta- og upplýsingamálum og hefur starfað sem aðstoðarfréttastjóri á Stöð 2 og Bylgjunni, og áður sem fréttamaður bæði á Stöð 2 og RÚV.
Eva Bergþóra hefur síðastliðinn áratug starfað hjá samskiptasviði Middlebury háskólans í Kaliforníu, nú síðast sem deildarstjóri þar sem hennar starf snýr að upplýsingamiðlun, gerð markaðsefnis fyrir vef og samskiptamiðla, stefnumótun ásamt innri og ytri samskiptum. Eva Bergþóra er jafnframt aðjúnkt við skólann.