90 ára og eldri boðið í bólusetningu í dag Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2021 11:33 Fólki er boðið í bólusetningu með SMS skilaboðum en þeim sem hefur ekki borist slík skilaboð geta samt sem áður mætt í bólusetningu í dag. vísir/vilhelm Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður í dag öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru 90 ára og eldri í bólusetningu við Covid-19. Nær boðið til allra sem eru fæddir árið 1931 eða fyrr og fer bólusetningin fram á Suðurlandsbraut 34. Boð um bólusetninguna eru send með SMS skilaboðum en það fólk sem er á þessum aldri og hefur ekki fengið skilaboð getur komið á Suðurlandsbraut milli klukkan 9 og 15 í dag og fengið bólusetningu. Bólusetningin fer fram í húsakynnum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut.Vísir/vilhelm Á vef heilsugæslunnar eru allir beðnir um að mæta með skilríki og fólk minnt á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Til að mynda er mælt með því að vera í stuttermabol innst klæða. Nokkrir biðu þolinmóðir eftir því að komast að hjá hjúkrunarfræðingum. Vísir/vilhelm Hafi fólk bráðaofnæmi er ekki ráðlegt að bólusetja það. Eru þeir sem ekki þiggja bólusetningu beðnir um að hafa samband við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og láta vita. Vonast til að búið verði að bólusetja 70 ára og eldri fyrir lok mars Í gær höfðu alls 4.820 einstaklingar lokið bólusetningu á Íslandi samkvæmt tölum á upplýsingavefnum covid.is og 5.882 til viðbótar fengið annan skammt af tveimur. Vísir/Vilhelm Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær að svo gæti farið að búið væri að bjóða öllum 70 ára og eldri í bólusetningu í lok mars. 70 ára og eldri telja um 34 þúsund manns. Hann bætti við að heilbrigðisyfirvöld eigi nú von á því að fá heldur meira af bóluefni á næstunni en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Við gerum ráð fyrir að vera búin að fá bóluefni fyrir 30 þúsund og svo bætast þessir auka skammtar við,“ sagði Þórólfur. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Boð um bólusetninguna eru send með SMS skilaboðum en það fólk sem er á þessum aldri og hefur ekki fengið skilaboð getur komið á Suðurlandsbraut milli klukkan 9 og 15 í dag og fengið bólusetningu. Bólusetningin fer fram í húsakynnum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut.Vísir/vilhelm Á vef heilsugæslunnar eru allir beðnir um að mæta með skilríki og fólk minnt á grímuskyldu. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Því er fólk beðið um að koma klætt þannig að auðvelt sé að ná í stungustaðinn. Til að mynda er mælt með því að vera í stuttermabol innst klæða. Nokkrir biðu þolinmóðir eftir því að komast að hjá hjúkrunarfræðingum. Vísir/vilhelm Hafi fólk bráðaofnæmi er ekki ráðlegt að bólusetja það. Eru þeir sem ekki þiggja bólusetningu beðnir um að hafa samband við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og láta vita. Vonast til að búið verði að bólusetja 70 ára og eldri fyrir lok mars Í gær höfðu alls 4.820 einstaklingar lokið bólusetningu á Íslandi samkvæmt tölum á upplýsingavefnum covid.is og 5.882 til viðbótar fengið annan skammt af tveimur. Vísir/Vilhelm Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í gær að svo gæti farið að búið væri að bjóða öllum 70 ára og eldri í bólusetningu í lok mars. 70 ára og eldri telja um 34 þúsund manns. Hann bætti við að heilbrigðisyfirvöld eigi nú von á því að fá heldur meira af bóluefni á næstunni en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. „Við gerum ráð fyrir að vera búin að fá bóluefni fyrir 30 þúsund og svo bætast þessir auka skammtar við,“ sagði Þórólfur. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira