Leggja aftur til að heimabruggun verði leyfð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 12:05 Í frumvarpinu segir að á liðnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar hér á landi þrátt fyrir bannið. vísir/Getty Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur að nýju lagt fram frumvarp um afnám banns við heimabruggun áfengis til einkaneyslu. Frumvarpið styðja einnig flokksfélagar Helga Hrafns í Pírötum og einnig þingmenn úr röðum Viðreisnar, Samfylkingar og Vinstri Grænna. Frumvarpið hefur nokkrum sinnum áður verið lagt fram á þingi en ekki hlotið afgreiðslu. Samkvæmt núgildandi áfengislögum er bannað að framleiða áfengi til einkaneyslu. Í greinargerð með frumvarpinu segir að slíkt hafi lengi tíðkast þrátt fyrir bannið. Á liðnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar. Bruggarar geri jafnan enga tilraun til að fela hana og lítil vitund virðist um að athæfið sé yfirleitt bannað. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þætti verknaðurinn hneykslanlegur eða brjóta í bága við almannahagsmuni mætti ætla að slík viðhorf kæmu fram í almennri umræðu um áfengismál, en svo er ekki. Áfengismál eru réttilega mjög umdeild og því verður að taka þá staðreynd að hvorki virðist áhugi meðal yfirvalda né almennings á því að framfylgja banninu sem vísbendingu um að hið fortakslausa bann við framleiðslu áfengis til einkaneyslu eigi ekki lengur erindi í íslensku samfélagi,“ segir í greinargerð. Fjöldi umsagna hefur borist um málið í gegnum tíðina. Landlæknisembættið lagðist gegn því áið 2018 og í umsögn sagði að allar breytingar á áfengislögum sem væru til þess fallnar að auka aðgengi að áfengi eða færa til viðhorf til áfengis muni leiða til aukinnar áfengisnotkunar og skaðlegra áhrifa. Fágun, félags áhugafólks um gerjun, skilaði umsögn um málið í fyrra þar sem frumvarpinu var fagnað. Þar segir að í nágrannalöndum og almennt í vestrænum ríkjum ríki sú regla að gerjun drykkja heima við til einkanota sé leyfileg. Þessi iðja hafi auk þess almennt verið látin óáreitt af yfirvöldum hérlendis, sé hún stunduð til einkanota. Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Frumvarpið styðja einnig flokksfélagar Helga Hrafns í Pírötum og einnig þingmenn úr röðum Viðreisnar, Samfylkingar og Vinstri Grænna. Frumvarpið hefur nokkrum sinnum áður verið lagt fram á þingi en ekki hlotið afgreiðslu. Samkvæmt núgildandi áfengislögum er bannað að framleiða áfengi til einkaneyslu. Í greinargerð með frumvarpinu segir að slíkt hafi lengi tíðkast þrátt fyrir bannið. Á liðnum árum hafi orðið til rík menning heimabruggunar. Bruggarar geri jafnan enga tilraun til að fela hana og lítil vitund virðist um að athæfið sé yfirleitt bannað. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Þætti verknaðurinn hneykslanlegur eða brjóta í bága við almannahagsmuni mætti ætla að slík viðhorf kæmu fram í almennri umræðu um áfengismál, en svo er ekki. Áfengismál eru réttilega mjög umdeild og því verður að taka þá staðreynd að hvorki virðist áhugi meðal yfirvalda né almennings á því að framfylgja banninu sem vísbendingu um að hið fortakslausa bann við framleiðslu áfengis til einkaneyslu eigi ekki lengur erindi í íslensku samfélagi,“ segir í greinargerð. Fjöldi umsagna hefur borist um málið í gegnum tíðina. Landlæknisembættið lagðist gegn því áið 2018 og í umsögn sagði að allar breytingar á áfengislögum sem væru til þess fallnar að auka aðgengi að áfengi eða færa til viðhorf til áfengis muni leiða til aukinnar áfengisnotkunar og skaðlegra áhrifa. Fágun, félags áhugafólks um gerjun, skilaði umsögn um málið í fyrra þar sem frumvarpinu var fagnað. Þar segir að í nágrannalöndum og almennt í vestrænum ríkjum ríki sú regla að gerjun drykkja heima við til einkanota sé leyfileg. Þessi iðja hafi auk þess almennt verið látin óáreitt af yfirvöldum hérlendis, sé hún stunduð til einkanota.
Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira