Fylgdu burðardýri og næsta í keðjunni eftir en náðu ekki höfuðpaurum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2021 07:00 Frá Keflavíkurflugvelli þar sem eldri maðurinn var gripinn með tvö kíló af kókaíni. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn á sextugsaldri bíða nú dóms í máli héraðssaksóknara á hendur sér fyrir innflutning á rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins með farþegaflugi frá Barcelona. Mennirnir hafa áður hlotið dóm fyrir innflutning á kókaíni en þó eru liðin þrettán ár síðan. Aðalmeðferð í málinu lauk við Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni. Í ákæru á hendur mönnunum, annar er 51 árs og hinn 57 ára, segir að þeir hafi árið 2017 staðið saman að innflutningi á kókaíninu en efnið hafði 87-88 prósenta styrkleika sem samsvari 97-99 prósent kókaínklóríði sem ætlað hafi verið til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru fleiri sem höfðu stöðu grunaðs í málinu. Lögregla ætlaði þannig að hafa hendur í hári fleiri aðila, hærra uppi í keðjunni ef svo má segja, sem leiddi til nokkuð umfangsmikillar rannsóknar sem skýrir að einhverju leyti tafir sem orðið hafa á málinu. Ákæra var svo gefin út í febrúar 2020 en aðeins fyrrnefndir tveir ákærðir. Mennirnir tveir hlutu árið 2008 í sex og níu mánaða fangelsi fyrir aðild að innflutningi á 700 grömmum af kókaíni. Aðrir hlutu þyngri dóma í málinu. Efni falin í gervibotni Sá yngri á að hafa fengið þann eldri til að ferðast til Barcelona á Spáni, taka við efnunum frá óþekktum aðila og flytja til Íslands með farþegaflugi. Fékk hann reiðufé fyrir ferðakostnaði og kaupum á farsíma sem notaður var til samskipta við afhendingaraðila fíkniefnanna í Barcelona samkvæmt fyrirmælum þess yngri. Sá eldri flutti efnin til lands að morgni laugardagsins 19. ágúst 2017 með flugi WOW air þar sem hann var handtekinn á flugvellinum. Fíkniefnin voru falin í botni ferðatösku. Lögregla lagði hald á fíkniefnin og kom gerviefni fyrir í ferðatöskunni. Fyrst í Grafarvog og svo í Hafnarfjörð Sá eldri tók þátt í aðgerð lögreglunnar sem fylgdist með framgangi mála. Sá yngri sótti þann eldri, sem hafði ferðatöskuna með gerviefnunum meðferðis, á Umferðarmiðstöðina BSÍ að morgni sunnudags 20. ágúst og ók honum að fjölbýlishúsi í Borgahverfið í Grafarvogi. Eftir hádegi sama dag sótti sá yngri ferðatöskuna, sem hann taldi að innihéldi fíkniefnin, til þess eldri á umrætt heimilisfang. Ók hann með ferðatöskuna í Hvaleyrahverfið í Hafnarfirði á heimili nafngreinds aðila, eins og segir í ákærunni, þar sem sá yngri var skömmu síðar handtekinn. Óútskýrðar milljónir á bankareikningi Sá yngri er sömuleiðis ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu 1. september 2016 til 23. ágúst tekið við, nýtt, umbreytt og/eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum allt að fjárhæð tæplega 7,5 milljóna króna. Fram kemur að við rannsókn lögreglu á fjármálum mannsins voru rekjanlegar tekjur á bankareikning hans hjá Íslandsbanka rúmlega tíu milljónir. Skýrðar tekjur voru rúmlega þrjár milljónir en tæplega sjö milljónir óútskýrðar. Við bættist rekjanleg notkun á óútskýrðu reiðufé að upphæð rúmlega hálf milljón króna. Báðir aðilar neituðu sök í málinu við þingfestingu en játuðu að mestu aðild sína að fíkniefnainnflutningnum við aðalmeðferð málsins. Yngri maðurinn á sextugsaldri neitar þó sök fyrir peningaþvætti. Reikna má með uppkvaðningu dóms eftir fjórar til átta vikur. Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu lauk við Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni. Í ákæru á hendur mönnunum, annar er 51 árs og hinn 57 ára, segir að þeir hafi árið 2017 staðið saman að innflutningi á kókaíninu en efnið hafði 87-88 prósenta styrkleika sem samsvari 97-99 prósent kókaínklóríði sem ætlað hafi verið til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru fleiri sem höfðu stöðu grunaðs í málinu. Lögregla ætlaði þannig að hafa hendur í hári fleiri aðila, hærra uppi í keðjunni ef svo má segja, sem leiddi til nokkuð umfangsmikillar rannsóknar sem skýrir að einhverju leyti tafir sem orðið hafa á málinu. Ákæra var svo gefin út í febrúar 2020 en aðeins fyrrnefndir tveir ákærðir. Mennirnir tveir hlutu árið 2008 í sex og níu mánaða fangelsi fyrir aðild að innflutningi á 700 grömmum af kókaíni. Aðrir hlutu þyngri dóma í málinu. Efni falin í gervibotni Sá yngri á að hafa fengið þann eldri til að ferðast til Barcelona á Spáni, taka við efnunum frá óþekktum aðila og flytja til Íslands með farþegaflugi. Fékk hann reiðufé fyrir ferðakostnaði og kaupum á farsíma sem notaður var til samskipta við afhendingaraðila fíkniefnanna í Barcelona samkvæmt fyrirmælum þess yngri. Sá eldri flutti efnin til lands að morgni laugardagsins 19. ágúst 2017 með flugi WOW air þar sem hann var handtekinn á flugvellinum. Fíkniefnin voru falin í botni ferðatösku. Lögregla lagði hald á fíkniefnin og kom gerviefni fyrir í ferðatöskunni. Fyrst í Grafarvog og svo í Hafnarfjörð Sá eldri tók þátt í aðgerð lögreglunnar sem fylgdist með framgangi mála. Sá yngri sótti þann eldri, sem hafði ferðatöskuna með gerviefnunum meðferðis, á Umferðarmiðstöðina BSÍ að morgni sunnudags 20. ágúst og ók honum að fjölbýlishúsi í Borgahverfið í Grafarvogi. Eftir hádegi sama dag sótti sá yngri ferðatöskuna, sem hann taldi að innihéldi fíkniefnin, til þess eldri á umrætt heimilisfang. Ók hann með ferðatöskuna í Hvaleyrahverfið í Hafnarfirði á heimili nafngreinds aðila, eins og segir í ákærunni, þar sem sá yngri var skömmu síðar handtekinn. Óútskýrðar milljónir á bankareikningi Sá yngri er sömuleiðis ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu 1. september 2016 til 23. ágúst tekið við, nýtt, umbreytt og/eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum allt að fjárhæð tæplega 7,5 milljóna króna. Fram kemur að við rannsókn lögreglu á fjármálum mannsins voru rekjanlegar tekjur á bankareikning hans hjá Íslandsbanka rúmlega tíu milljónir. Skýrðar tekjur voru rúmlega þrjár milljónir en tæplega sjö milljónir óútskýrðar. Við bættist rekjanleg notkun á óútskýrðu reiðufé að upphæð rúmlega hálf milljón króna. Báðir aðilar neituðu sök í málinu við þingfestingu en játuðu að mestu aðild sína að fíkniefnainnflutningnum við aðalmeðferð málsins. Yngri maðurinn á sextugsaldri neitar þó sök fyrir peningaþvætti. Reikna má með uppkvaðningu dóms eftir fjórar til átta vikur.
Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda