Contagion hjálpaði Bretum í baráttunni um bóluefnin Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2021 11:27 Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands. EPA/Dominic Lipisnki Í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar minnti Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, ráðgjafa sína ítrekað á kvikmyndina Contagion. Vísaði hann sérstaklega til þess hvernig myndin sagði frá kapphlaupi þjóða varðandi kaup á bóluefnum og vildi Hancock að Bretar yrðu þar í fremsta hópi. Það virðist hafa heppnast vel og eru Bretar meðal fremstu þjóða þegar kemur að fjölda íbúa sem hafa verið bólusettir. Velgengni Breta hefur þar að auki leitt til deilna við Evrópusambandið. Sjá einnig: ESB hættir við umdeilda ákvörðun um bóluefnisútflutning Sky News sagði nýverið frá því að í mars og í apríl í fyrra, þegar forsvarsmenn Oxford háskólans voru að semja við bandaríska fyrirtækið Merck um framleiðslu bóluefnis þess fyrrnefnda neitaði Hancock að samþykkja samning milli fyrirtækjanna. Það gerði hann þar sem samningurinn innihélt ekkert ákvæði sem skilyrti Merck til að senda bóluefni til Bretlands. Því endaði Oxford á að gera samning við fyrirtækið Astrazeneca. Hancock óttaðist, samkvæmt frétt Sky, að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, myndi reyna að koma í veg fyrir að bandarísk fyrirtæki sendu bóluefni úr landi. Þá segir miðillinn einnig að vísindamenn Oxford hafi haft áhyggjur af því að samningurinn við Merck innihéldi ekki nægilega skuldbindingu varðandi dreifingu bóluefna til fátækari landa. Hancock vildi þó tryggja Bretum bóluefni. Endir Contagion sat í ráðherranum Ráðherrann vísaði ítrekað til Contagion, eftir Steven Soderbergh þar sem þau Matt Damon, Kate Winslet og Jude Law eru í aðalhlutverkum. Í þeirri myndi gengur heimsfaraldur yfir jörðina og milljónir milljónir deyja. Sá faraldur er svo stöðvaður með bóluefni en vegna skorts er ákveðið með happdrætti hverjir fá bóluefnið. Heimildarmenn Sky segja það atriði myndarinnar hafa setið í Hancock. „Frá upphafi var hann meðvitaður um að bóluefnið væri mjög mikilvægt og sömuleiðis það að þegar það kæmi, yrði keppni um að verða fyrstur til að útvega sér bóluefni,“ sagði einn heimildarmaður Sky. Heimildamaður Guardian vildi þó gera fólki ljóst að Hancock hefði ekki verið þeirrar skoðunar að það yrði samkeppni um bóluefni eingöngu vegna kvikmyndarinnar. Heldur hafi hann notað þá sviðsmynd sem dæmi um hvernig ástandið gæti orðið og að Bretar þyrftu að vera viðbúnir. Hancock sjálfur ítrekaði það einnig í viðtali. Viðbrögð ríkisstjórnar Bretlands við faraldri kórónuveirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. Tæplega fjórar milljónir hafa smitast, svo vitað sé, og tæplega 110 þúsund manns hafa dáið vegna veirunnar, samkvæmt Johns Hopkins háskólanum sem heldur utan um opinberar tölur. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vaknaður eftir tíu mánaða dá og hefur ekki hugmynd um heimsfaraldurinn Táningur sem lenti í skelfilegu bílslysi í fyrra hefur legið í dái í tíu mánuði og er þessa dagana að ranka við sér. Aðstandendur drengsins Joseph Flavill segja að hann hafi ekki nokkra einustu hugmynd um að heimsbyggðin hafi meira og minna verið í klóm heimsfaraldurs kórónuveiru í rúmt ár þrátt fyrir að hann hafi sjálfur tvívegis greinst með COVID-19 sjúkdóminn á meðan hann var í dái. 2. febrúar 2021 14:52 Vísindamenn segja breska afbrigðið hafa stökkbreyst að nýju Vísindamenn á Bretlandi segja að erfðaefni hins svokallaða breska afbrigðis veirunnar hafi tekið breytingum að undanförnu sem valdi þeim áhyggjum. 2. febrúar 2021 13:41 Markviss skimun af ótta við útbreiðslu suður-afríska afbrigðisins Markviss skimun eftir suður-afríska afbrigðinu svokallaða er hafin á nokkrum svæðum í Bretlandi eftir að afbrigðið greindist án þess að hægt væri að rekja það. 1. febrúar 2021 14:37 Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19. 31. janúar 2021 19:57 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Það virðist hafa heppnast vel og eru Bretar meðal fremstu þjóða þegar kemur að fjölda íbúa sem hafa verið bólusettir. Velgengni Breta hefur þar að auki leitt til deilna við Evrópusambandið. Sjá einnig: ESB hættir við umdeilda ákvörðun um bóluefnisútflutning Sky News sagði nýverið frá því að í mars og í apríl í fyrra, þegar forsvarsmenn Oxford háskólans voru að semja við bandaríska fyrirtækið Merck um framleiðslu bóluefnis þess fyrrnefnda neitaði Hancock að samþykkja samning milli fyrirtækjanna. Það gerði hann þar sem samningurinn innihélt ekkert ákvæði sem skilyrti Merck til að senda bóluefni til Bretlands. Því endaði Oxford á að gera samning við fyrirtækið Astrazeneca. Hancock óttaðist, samkvæmt frétt Sky, að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, myndi reyna að koma í veg fyrir að bandarísk fyrirtæki sendu bóluefni úr landi. Þá segir miðillinn einnig að vísindamenn Oxford hafi haft áhyggjur af því að samningurinn við Merck innihéldi ekki nægilega skuldbindingu varðandi dreifingu bóluefna til fátækari landa. Hancock vildi þó tryggja Bretum bóluefni. Endir Contagion sat í ráðherranum Ráðherrann vísaði ítrekað til Contagion, eftir Steven Soderbergh þar sem þau Matt Damon, Kate Winslet og Jude Law eru í aðalhlutverkum. Í þeirri myndi gengur heimsfaraldur yfir jörðina og milljónir milljónir deyja. Sá faraldur er svo stöðvaður með bóluefni en vegna skorts er ákveðið með happdrætti hverjir fá bóluefnið. Heimildarmenn Sky segja það atriði myndarinnar hafa setið í Hancock. „Frá upphafi var hann meðvitaður um að bóluefnið væri mjög mikilvægt og sömuleiðis það að þegar það kæmi, yrði keppni um að verða fyrstur til að útvega sér bóluefni,“ sagði einn heimildarmaður Sky. Heimildamaður Guardian vildi þó gera fólki ljóst að Hancock hefði ekki verið þeirrar skoðunar að það yrði samkeppni um bóluefni eingöngu vegna kvikmyndarinnar. Heldur hafi hann notað þá sviðsmynd sem dæmi um hvernig ástandið gæti orðið og að Bretar þyrftu að vera viðbúnir. Hancock sjálfur ítrekaði það einnig í viðtali. Viðbrögð ríkisstjórnar Bretlands við faraldri kórónuveirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. Tæplega fjórar milljónir hafa smitast, svo vitað sé, og tæplega 110 þúsund manns hafa dáið vegna veirunnar, samkvæmt Johns Hopkins háskólanum sem heldur utan um opinberar tölur.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vaknaður eftir tíu mánaða dá og hefur ekki hugmynd um heimsfaraldurinn Táningur sem lenti í skelfilegu bílslysi í fyrra hefur legið í dái í tíu mánuði og er þessa dagana að ranka við sér. Aðstandendur drengsins Joseph Flavill segja að hann hafi ekki nokkra einustu hugmynd um að heimsbyggðin hafi meira og minna verið í klóm heimsfaraldurs kórónuveiru í rúmt ár þrátt fyrir að hann hafi sjálfur tvívegis greinst með COVID-19 sjúkdóminn á meðan hann var í dái. 2. febrúar 2021 14:52 Vísindamenn segja breska afbrigðið hafa stökkbreyst að nýju Vísindamenn á Bretlandi segja að erfðaefni hins svokallaða breska afbrigðis veirunnar hafi tekið breytingum að undanförnu sem valdi þeim áhyggjum. 2. febrúar 2021 13:41 Markviss skimun af ótta við útbreiðslu suður-afríska afbrigðisins Markviss skimun eftir suður-afríska afbrigðinu svokallaða er hafin á nokkrum svæðum í Bretlandi eftir að afbrigðið greindist án þess að hægt væri að rekja það. 1. febrúar 2021 14:37 Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19. 31. janúar 2021 19:57 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Vaknaður eftir tíu mánaða dá og hefur ekki hugmynd um heimsfaraldurinn Táningur sem lenti í skelfilegu bílslysi í fyrra hefur legið í dái í tíu mánuði og er þessa dagana að ranka við sér. Aðstandendur drengsins Joseph Flavill segja að hann hafi ekki nokkra einustu hugmynd um að heimsbyggðin hafi meira og minna verið í klóm heimsfaraldurs kórónuveiru í rúmt ár þrátt fyrir að hann hafi sjálfur tvívegis greinst með COVID-19 sjúkdóminn á meðan hann var í dái. 2. febrúar 2021 14:52
Vísindamenn segja breska afbrigðið hafa stökkbreyst að nýju Vísindamenn á Bretlandi segja að erfðaefni hins svokallaða breska afbrigðis veirunnar hafi tekið breytingum að undanförnu sem valdi þeim áhyggjum. 2. febrúar 2021 13:41
Markviss skimun af ótta við útbreiðslu suður-afríska afbrigðisins Markviss skimun eftir suður-afríska afbrigðinu svokallaða er hafin á nokkrum svæðum í Bretlandi eftir að afbrigðið greindist án þess að hægt væri að rekja það. 1. febrúar 2021 14:37
Níu milljónir skammta til viðbótar frá AstraZeneca Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greinir frá því á Twitter í kvöld að lyfjafyrirtækið AstraZeneca muni sjá Evrópusambandinu fyrir níu milljónum skammta af bóluefni gegn covid-19 á þessum ársfjórðungi, til viðbótar við þær fjörutíu milljónir skammta sem gert var ráð fyrir í síðustu viku. Þá mun dreifing bóluefnisins frá fyrirtækinu hefjast viku fyrr en áætlað var. Áður höfðu Frakkar og Þjóðverjar hótað að höfða mál gegn AstraZeneca vegna skorts á bóluefni gegn covid-19. 31. janúar 2021 19:57