Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 31-31 | Allt á suðupunkti í Krikanum Benedikt Grétarsson skrifar 3. febrúar 2021 20:57 Leonharð Þorgeir Harðarson reynir skot að marki KA í kvöld. vísir/elín FH og KA skildu jöfn 31-31 þegar liðin mættust í Kaplakrika í sjöundu umferð Olísdeildar karla í handbolta . KA jafnaði metin úr umdeildu vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. Það er best að byrja á lokakaflanum og þeirri dramatík sem honum fylgdi. FH var þremur mörkum yfir þegar skammt var til leiksloka en með mikilli baráttu, unnu gestirnir sig aftur inn í leikinn. FH missti boltann í stöðunni 31-30 þegar um 20 sekúndur voru eftir og Norðanmenn héldu í lokasóknina. FH virtist hafa brotið löglega af sér í vörninni í blálokin en dómarar leiksins, þeir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson tóku sér langan tíma til að ákveða næsta skref. Þeir félagar mátu stöðuna þannig að FH hefði brotið þannig af sér að það kallaði á rautt spjald og vítakast og FH-ingar urðu gjörsamlega æfir. Hinn reyndi Andri Snær Stefánsson skoraði af öryggi úr vítinu og jafntefli niðurstaðan í hörkuleik. Ólafur Gústafsson á sínum gamla heimavelli.vísir/elín Fyrri hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu, grimmum varnarleik og góðri markvörslu. KA byrjaði betur en FH náði undirtökunum þegar leið á leikinn. Það gátu þeir þakkað að miklu leyti frammistöðu Phils Döhler í markinu en Þjóðverjinn var með 41% markvörslu (9 skot) í hálfleiknum. KA seiglaðist aftur inn í leikinn en brottvísanir voru ekki að hjálpa Norðanmönnum í þessu verkefni. FH leiddi 15-13 að loknum fyrri hálfleik og sú staða gaf nokkuð rétta mynd af gangi leiksins. Gestirnir mættu grimmir út í seinni hálfleikinn og komust yfir, 19-20 þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. Ólafur Gústafsson þekkir parketið í Krikanum mæta vel og hann steig svo sannarlega upp sóknarlega í seinni hálfleik. FH er með sterkt handboltalið og heimamenn mjötluðu sig í virkilega þægilega forystu þegar skammt var eftir. Þa´fóru hlutirnir að falla með gestunum en það verður líka að teljast klaufalegt hjá FH að missa niður nánast unnin leik. Lokakaflanum var svo lýst hér að ofan og það er því eitt stig sem fer á hvort lið eftir þennan hörkuleik. KA menn fengu eitt stig með norður.vísir/elín Af hverju varð jafntefli? KA vann sér inn sénsinn að jafna leikinn en þar er óneitanlega svekkjandi fyrir FH að jöfnunarmarkið hafi komið með þessum hætti. Ég er ekki dómara-menntaður en að mínu mati var þetta aldrei rautt spjald og vítakast. Hverjir stóðu upp úr? Einar Birgir Stefánsson var frábær á línunni hjá KA með átta mörk úr jafnmörgum skotum. Ólafur Gústafsson steig upp í seinni hálfleik og markverðirnir voru fínir. Einar Rafn Eiðsson sýndi á köflum frábæra takta fyrir FH og endaði með átta mörk. Phil Döhler byrjaði vel í markinu en missti örlítið dampinn. Hvað gekk illa? FH gekk illa að finna skynsemi á ögurstundu. Liðið er nógu gott til að klára svona stöðu, óháð dómara-ákvörðunum. KA gekk illa á tímabili að halda sér jafnmörgum á vellinum. KA fékk sjö brottvísanir í leiknum. Hvað gerist næst? KA tekur á móti ÍR sunnudaginn en FH fer í stutta bílferð í Mosfellsbæ til að reyna að sækja tvö stig gegn Aftureldingu. Benedikt Elvar sýndi lipra takta í kvöld.vísir/elín Jónatan: Hef ekki hugmynd um hvort að þetta var víti „Við vorum svo sem búnir að koma okkur í þá stöðu að við gátum sótt þetta stig og ég er pottþétt ánægðari með stigið en Steini Arndal, þjálfari FH. Mér fannst bara vera mikill karakter í mínum mönnum. Við vorum klókir og gerðum vel úr því sem var í gangi á lokakaflanum,“ sagði sáttur þjálfari KA, Jónatan Magnússon. En ef Jónatan fjarlægir KA-gleraugun, var þetta réttur dómur undir lokin? „Ég sé svo sem ekki alveg statusinn á því, annað en hann tekur aukakastið og skýtur á markið. FH-ingar voru ekki á réttum stað en ég sá þetta ekki nákvæmlega og hef í raun ekki hugmynd um það.“ „ Við skoruðum a.m.k. úr vítinu og hrós á gamla fyrirliðann okkar (Andra Snæ Stefánsson) að klára vítið sem var alls ekkert auðvelt verkefni. Heilt yfir fannst mér við vinna fyrir stiginu og frammistaðn var betri en í síðasta leik gegn Aftureldingu.“ KA þurfti að breyta um varnarleik í kjölfar tveggja brottvísana Ragnars Snæs Njálssonar og svo meiddist Áki Egilsnes í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það, náðu gestirnir stigi og það gladdi Jónatan. „Við spiluðum nánast á öllum okkar mönnum og það skiluðu allir framlagi í kvöld. Ég er fyrst og fremst ánægður með að fá eitthvað út úr leiknum.“ Ásbjörn Friðriksson skilaði sínum mörkum í kvöld. Það dugði þó ekki til.vísir/elín Sigursteinn: Best að ég tjái mig sem minnst Sigursteinn Arndal er þjálfari FH og hann var augljóslega ekki sáttur eftir leik. „Ég held að það sé best að tjá sig sem minnst. Maður skilur aldrei þessar reglur undir lok leikja, það taka bara við einhver ný lögmál þegar 5-10 sekúndur eru eftir og þetta leit út fyrir mér að vera mjög saklaust. Ég vil samt leggja mikla áherslu á að það er óásættanlegt að FH tapi niður þriggja marka forystu á þetta skömmum tíma. Ég ætla því ekki að hengja mig í einn dóm,“ sagði Steini Arndal. Hvað var eiginlega að gerast hjá FH á lokakaflanum þegar liðið henti frá sér unnum leik? „Við vorum óagaðir og það kallaði á vesen. Við bara hentum þessu frá okkur á ótrúlegan hátt en ég tek ekkert af KA-liðinu sem kom á fullum krafti og gerði sitt vel. Ég óska þeim bara til hamingju með stigið en ég er mjög svekktur,“ sagði Sigursteinn og bætti svo við: „Akkúrat núna sé ég ekki mikið jákvætt en ég finn eflaust eitthvað slíkt á morgun þegar ég er búinn að skoða þetta betur. Við þurfum bara að fókusa á næsta verkefni sem verður mjög erfiður leikur gegn Aftureldingu.“ sagðir Sigursteinn að lokum. Olís-deild karla FH KA
FH og KA skildu jöfn 31-31 þegar liðin mættust í Kaplakrika í sjöundu umferð Olísdeildar karla í handbolta . KA jafnaði metin úr umdeildu vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. Það er best að byrja á lokakaflanum og þeirri dramatík sem honum fylgdi. FH var þremur mörkum yfir þegar skammt var til leiksloka en með mikilli baráttu, unnu gestirnir sig aftur inn í leikinn. FH missti boltann í stöðunni 31-30 þegar um 20 sekúndur voru eftir og Norðanmenn héldu í lokasóknina. FH virtist hafa brotið löglega af sér í vörninni í blálokin en dómarar leiksins, þeir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson tóku sér langan tíma til að ákveða næsta skref. Þeir félagar mátu stöðuna þannig að FH hefði brotið þannig af sér að það kallaði á rautt spjald og vítakast og FH-ingar urðu gjörsamlega æfir. Hinn reyndi Andri Snær Stefánsson skoraði af öryggi úr vítinu og jafntefli niðurstaðan í hörkuleik. Ólafur Gústafsson á sínum gamla heimavelli.vísir/elín Fyrri hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu, grimmum varnarleik og góðri markvörslu. KA byrjaði betur en FH náði undirtökunum þegar leið á leikinn. Það gátu þeir þakkað að miklu leyti frammistöðu Phils Döhler í markinu en Þjóðverjinn var með 41% markvörslu (9 skot) í hálfleiknum. KA seiglaðist aftur inn í leikinn en brottvísanir voru ekki að hjálpa Norðanmönnum í þessu verkefni. FH leiddi 15-13 að loknum fyrri hálfleik og sú staða gaf nokkuð rétta mynd af gangi leiksins. Gestirnir mættu grimmir út í seinni hálfleikinn og komust yfir, 19-20 þegar um 20 mínútur voru til leiksloka. Ólafur Gústafsson þekkir parketið í Krikanum mæta vel og hann steig svo sannarlega upp sóknarlega í seinni hálfleik. FH er með sterkt handboltalið og heimamenn mjötluðu sig í virkilega þægilega forystu þegar skammt var eftir. Þa´fóru hlutirnir að falla með gestunum en það verður líka að teljast klaufalegt hjá FH að missa niður nánast unnin leik. Lokakaflanum var svo lýst hér að ofan og það er því eitt stig sem fer á hvort lið eftir þennan hörkuleik. KA menn fengu eitt stig með norður.vísir/elín Af hverju varð jafntefli? KA vann sér inn sénsinn að jafna leikinn en þar er óneitanlega svekkjandi fyrir FH að jöfnunarmarkið hafi komið með þessum hætti. Ég er ekki dómara-menntaður en að mínu mati var þetta aldrei rautt spjald og vítakast. Hverjir stóðu upp úr? Einar Birgir Stefánsson var frábær á línunni hjá KA með átta mörk úr jafnmörgum skotum. Ólafur Gústafsson steig upp í seinni hálfleik og markverðirnir voru fínir. Einar Rafn Eiðsson sýndi á köflum frábæra takta fyrir FH og endaði með átta mörk. Phil Döhler byrjaði vel í markinu en missti örlítið dampinn. Hvað gekk illa? FH gekk illa að finna skynsemi á ögurstundu. Liðið er nógu gott til að klára svona stöðu, óháð dómara-ákvörðunum. KA gekk illa á tímabili að halda sér jafnmörgum á vellinum. KA fékk sjö brottvísanir í leiknum. Hvað gerist næst? KA tekur á móti ÍR sunnudaginn en FH fer í stutta bílferð í Mosfellsbæ til að reyna að sækja tvö stig gegn Aftureldingu. Benedikt Elvar sýndi lipra takta í kvöld.vísir/elín Jónatan: Hef ekki hugmynd um hvort að þetta var víti „Við vorum svo sem búnir að koma okkur í þá stöðu að við gátum sótt þetta stig og ég er pottþétt ánægðari með stigið en Steini Arndal, þjálfari FH. Mér fannst bara vera mikill karakter í mínum mönnum. Við vorum klókir og gerðum vel úr því sem var í gangi á lokakaflanum,“ sagði sáttur þjálfari KA, Jónatan Magnússon. En ef Jónatan fjarlægir KA-gleraugun, var þetta réttur dómur undir lokin? „Ég sé svo sem ekki alveg statusinn á því, annað en hann tekur aukakastið og skýtur á markið. FH-ingar voru ekki á réttum stað en ég sá þetta ekki nákvæmlega og hef í raun ekki hugmynd um það.“ „ Við skoruðum a.m.k. úr vítinu og hrós á gamla fyrirliðann okkar (Andra Snæ Stefánsson) að klára vítið sem var alls ekkert auðvelt verkefni. Heilt yfir fannst mér við vinna fyrir stiginu og frammistaðn var betri en í síðasta leik gegn Aftureldingu.“ KA þurfti að breyta um varnarleik í kjölfar tveggja brottvísana Ragnars Snæs Njálssonar og svo meiddist Áki Egilsnes í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir það, náðu gestirnir stigi og það gladdi Jónatan. „Við spiluðum nánast á öllum okkar mönnum og það skiluðu allir framlagi í kvöld. Ég er fyrst og fremst ánægður með að fá eitthvað út úr leiknum.“ Ásbjörn Friðriksson skilaði sínum mörkum í kvöld. Það dugði þó ekki til.vísir/elín Sigursteinn: Best að ég tjái mig sem minnst Sigursteinn Arndal er þjálfari FH og hann var augljóslega ekki sáttur eftir leik. „Ég held að það sé best að tjá sig sem minnst. Maður skilur aldrei þessar reglur undir lok leikja, það taka bara við einhver ný lögmál þegar 5-10 sekúndur eru eftir og þetta leit út fyrir mér að vera mjög saklaust. Ég vil samt leggja mikla áherslu á að það er óásættanlegt að FH tapi niður þriggja marka forystu á þetta skömmum tíma. Ég ætla því ekki að hengja mig í einn dóm,“ sagði Steini Arndal. Hvað var eiginlega að gerast hjá FH á lokakaflanum þegar liðið henti frá sér unnum leik? „Við vorum óagaðir og það kallaði á vesen. Við bara hentum þessu frá okkur á ótrúlegan hátt en ég tek ekkert af KA-liðinu sem kom á fullum krafti og gerði sitt vel. Ég óska þeim bara til hamingju með stigið en ég er mjög svekktur,“ sagði Sigursteinn og bætti svo við: „Akkúrat núna sé ég ekki mikið jákvætt en ég finn eflaust eitthvað slíkt á morgun þegar ég er búinn að skoða þetta betur. Við þurfum bara að fókusa á næsta verkefni sem verður mjög erfiður leikur gegn Aftureldingu.“ sagðir Sigursteinn að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti