Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2021 11:43 Jacob Chansley, sem gengur einnig undir nafninu Jake Angeli og er kallaður Qanon seiðmaðurinn, á öngum þinhúss Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar. Chansley, gengur einnig undir nafninu Jake Angeli, var einn þeirra sem braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar og þótti hann einkar áberandi. Sérstaklega vegna klæðaburðar hans og framkomu og var hann meðal þeirra fyrstu sem voru handteknir vegna árásarinnar. Sjá einnig: Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Skömmu eftir að hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa krafðist Chansley þess að hann fengi lífrænt ræktaðan mat sem innihéldi ekki ónáttúrleg efni. Því var hafnað. Lögmaður hans fór svo fram á það fyrir dómstólum og sagði að vegna trúar hans sem seiðmaður myndi það að borða mat sem er ekki lífrænt ræktaður og innihéldi áðurnefnd efni, valda honum líkamlegum skaða. Lögmaðurinn sagði einnig að Chansley hefði lést mjög í haldi og heilsa hans versnað, samkvæmt frétt Politico. Hann sagði sömuleiðis að Chansley hefði ekkert borðað frá 25. janúar. „Ég er tilbúinn til að biðja í gegnum sársaukann og gera mitt besta til að kvarta ekki,“ skrifaði Chansley sjálfur í kröfuna. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa neytt matar annars en andlegrar fæðu sinnar og það hafi kostað hann. Sem andlegur maður væri hann til búinn til að þjást fyrir trú sína og sannfæringu. Lögmaður fangelisyfirvalda í Washington DC sagði alfarið rangt að Chansley hefði ekkert borðað síðan 25. janúar. Chansley vill vera sleppt úr fangelsi og segja lögmenn hans að hann hafi ekki verið virkur þátttakandi í nokkurs konar uppreisn, eins og talið er mögulegt að þátttakendur í árásinni gætu verið ákærðir fyrir. Þá saka lögmenn hans Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að bera ábyrgð á árásinni með því að hvetja stuðningsmenn sína áfram á fjöldafundi við Hvíta húsið skömmu áður. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Chansley, gengur einnig undir nafninu Jake Angeli, var einn þeirra sem braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar og þótti hann einkar áberandi. Sérstaklega vegna klæðaburðar hans og framkomu og var hann meðal þeirra fyrstu sem voru handteknir vegna árásarinnar. Sjá einnig: Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Skömmu eftir að hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa krafðist Chansley þess að hann fengi lífrænt ræktaðan mat sem innihéldi ekki ónáttúrleg efni. Því var hafnað. Lögmaður hans fór svo fram á það fyrir dómstólum og sagði að vegna trúar hans sem seiðmaður myndi það að borða mat sem er ekki lífrænt ræktaður og innihéldi áðurnefnd efni, valda honum líkamlegum skaða. Lögmaðurinn sagði einnig að Chansley hefði lést mjög í haldi og heilsa hans versnað, samkvæmt frétt Politico. Hann sagði sömuleiðis að Chansley hefði ekkert borðað frá 25. janúar. „Ég er tilbúinn til að biðja í gegnum sársaukann og gera mitt besta til að kvarta ekki,“ skrifaði Chansley sjálfur í kröfuna. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa neytt matar annars en andlegrar fæðu sinnar og það hafi kostað hann. Sem andlegur maður væri hann til búinn til að þjást fyrir trú sína og sannfæringu. Lögmaður fangelisyfirvalda í Washington DC sagði alfarið rangt að Chansley hefði ekkert borðað síðan 25. janúar. Chansley vill vera sleppt úr fangelsi og segja lögmenn hans að hann hafi ekki verið virkur þátttakandi í nokkurs konar uppreisn, eins og talið er mögulegt að þátttakendur í árásinni gætu verið ákærðir fyrir. Þá saka lögmenn hans Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að bera ábyrgð á árásinni með því að hvetja stuðningsmenn sína áfram á fjöldafundi við Hvíta húsið skömmu áður.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira