Átta með svartar húfur en 23 appelsínugular Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2021 11:54 Kraftur afhendir fulltrúa Heilbrigðisráðherra undirskriftir vegna breytinga á skimun vegna brjóstakrabbameins Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson 31 kona afhentu aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra rúmlega 37 þúsund undirskriftir fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í Skógarhlíð í morgun. Um táknræna tölu er að ræða varðandi krabbamein en um er að ræða mótmæli við breytingum vegna brjóstaskimana hér á landi. Er þess krafist að ákvæðum um breyttan aldur í brjóstaskimun og breytingu á hve mörg ár líði á milli leghálsskimana verði endurskoðaðar. Dagurinn í dag var valinn því 4. febrúar er alþjóðadagur gegn krabbameinum. Konurnar voru 31 sem tóku sér stöðu en um táknræna tölu er að ræða. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, með undirskriftabunkann.Vísir/Vilhelm „Áætla má með að þriðjungur þeirra meina greinist í skimun,“ segir í tilkynningu frá Krafti. „Ef að aldurinn yrði hækkaður upp í 50 ár myndi það þýða að þriðjungur kvenna greindist seinna.“ Til að sýna þetta myndrænt tók 31 kona sem greinst hefur með brjóstakrabbamein sér stöðu fyrir utan heilbrigðisráðuneytið við afhendingu listans. Þriðjungur kvennanna bar þá svarta húfu en restin appelsínugula. „Þannig birtist táknmynd kvenna sem greinast með krabbamein fyrir fimmtugt og þeirra sem myndu jafnvel ekki greinast fyrr en það yrði of seint.“ Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar afhentu undirskriftarlistann, fyrir hönd hópsins.Vísir/Vilhelm Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar afhentu undirskriftarlistann, fyrir hönd hópsins. Breytingarnar áttu að taka gildi um áramótin þar sem konur yfir fimmtugu yrðu boðaðar í skimun fyrir brjóstakrabbameini en áður var miðað við fjörutíu ára aldur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur síðan ákveðið að fresta gildistöku breytinganna og telur að skýra þurfi nánar tilganginn. Afhending undirskriftanna.vísir/Vilhelm „Eftir að hafa misst móður mína og ömmu báðar úr krabbameini ásamt því að konur mér nærri hafi greinst með krabbamein fyrir fertugt gat ég ekki hugsað mér að sitja hjá og horfa á þessar breytingar á skimunum kvenna. Mér fannst ég verða að gera eitthvað og þá datt mér í hug að setja af stað undirskriftalista til að mótmæla breytingunum,“ segir Jónína Edda. „Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá konum. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Áætla má með að þriðjungur þeirra meina greinist í skimun. Ef að aldurinn yrði hækkaður upp í 50 ár myndi það þýða að þriðjungur kvenna greindist seinna. Það gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þær konur og nokkuð ljóst að í einhverjum tilfellum munu þær ekki lifa það af,“ segir Elín. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Er þess krafist að ákvæðum um breyttan aldur í brjóstaskimun og breytingu á hve mörg ár líði á milli leghálsskimana verði endurskoðaðar. Dagurinn í dag var valinn því 4. febrúar er alþjóðadagur gegn krabbameinum. Konurnar voru 31 sem tóku sér stöðu en um táknræna tölu er að ræða. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, með undirskriftabunkann.Vísir/Vilhelm „Áætla má með að þriðjungur þeirra meina greinist í skimun,“ segir í tilkynningu frá Krafti. „Ef að aldurinn yrði hækkaður upp í 50 ár myndi það þýða að þriðjungur kvenna greindist seinna.“ Til að sýna þetta myndrænt tók 31 kona sem greinst hefur með brjóstakrabbamein sér stöðu fyrir utan heilbrigðisráðuneytið við afhendingu listans. Þriðjungur kvennanna bar þá svarta húfu en restin appelsínugula. „Þannig birtist táknmynd kvenna sem greinast með krabbamein fyrir fimmtugt og þeirra sem myndu jafnvel ekki greinast fyrr en það yrði of seint.“ Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar afhentu undirskriftarlistann, fyrir hönd hópsins.Vísir/Vilhelm Elín Sandra Skúladóttir, formaður Krafts, og Jónína Edda Sævarsdóttir, forsprakki undirskriftarsöfnunarinnar afhentu undirskriftarlistann, fyrir hönd hópsins. Breytingarnar áttu að taka gildi um áramótin þar sem konur yfir fimmtugu yrðu boðaðar í skimun fyrir brjóstakrabbameini en áður var miðað við fjörutíu ára aldur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur síðan ákveðið að fresta gildistöku breytinganna og telur að skýra þurfi nánar tilganginn. Afhending undirskriftanna.vísir/Vilhelm „Eftir að hafa misst móður mína og ömmu báðar úr krabbameini ásamt því að konur mér nærri hafi greinst með krabbamein fyrir fertugt gat ég ekki hugsað mér að sitja hjá og horfa á þessar breytingar á skimunum kvenna. Mér fannst ég verða að gera eitthvað og þá datt mér í hug að setja af stað undirskriftalista til að mótmæla breytingunum,“ segir Jónína Edda. „Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá konum. Á tímabilinu 2015-2019 greindust árlega að meðaltali 31 kona á aldrinum 40-49 ára með brjóstakrabbamein. Áætla má með að þriðjungur þeirra meina greinist í skimun. Ef að aldurinn yrði hækkaður upp í 50 ár myndi það þýða að þriðjungur kvenna greindist seinna. Það gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þær konur og nokkuð ljóst að í einhverjum tilfellum munu þær ekki lifa það af,“ segir Elín.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira