Sportið í dag: „Brjálaður ef þjálfari talaði svona um liðið mitt“ Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 14:00 Kristinn Björgúlfsson tók við karlaliði ÍR síðasta vor. VÍSIR/VILHELM Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, fór mikinn í viðtali við Vísi eftir tapið gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í handbolta í gær. Skot hans á leikmenn Stjörnunnar voru honum ekki til sóma að mati strákanna í Sportinu í dag. „Mér finnst Stjarnan ekki vera með betra lið en við á pappír, í liði Stjörnunnar eru fullt af leikmönnum sem eru löngu runnir út á dagsetningu,“ sagði Kristinn meðal annars eftir 27-24 tap ÍR. Þeir Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G ræddu meðal annars ummæli Kristins í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. „Þetta kemur frá þjálfara sem seldi sæti í liðinu sínu fyrir tímabilið,“ sagði Kjartan Atli og vísaði í söfnun ÍR-inga í vor eftir að í ljós kom að handknattleiksdeild ÍR rambaði á barmi gjaldþrots. „Auðvitað er þetta bara vindhögg,“ sagði Henry Birgir. „Þarna var dauðafæri fyrir ÍR að sækja sitt fyrsta stig á tímabilinu, liðið kemst í 9-3 og það er allt jafnt þegar það eru örfáar mínútur eftir. Hann var ógeðslega sár eftir þetta. Stjarnan gat náttúrulega ekki neitt – þetta á að vera formsatriði fyrir lið eins og Stjörnuna en Stjarnan þurfti að fara í 7 á móti 6 gegn ÍR. Pínu neyðarlegt fyrir lið sem tekur sig hátíðlegar en þetta og hefur fjárfest það vel. Kiddi þarf samt auðvitað að halda haus,“ sagði Henry. Patrekur lét sig hverfa Þeir félagar voru sammála um að Kristin hefði skort klassa í gær. „Ég væri brjálaður ef að þjálfari talaði svona um liðið mitt,“ sagði Kjartan Atli og Henry tók við boltanum: „Talandi um skort á klassa. Eins mikla virðingu og ég ber fyrir Patta [Patreki Jóhannessyni, þjálfara Stjörnunnar] þá vantaði aðeins upp á hjá honum eftir leikinn í gær. Hann lét sig bara hverfa. Mætti ekki í viðtal. Ég held að hann hafi bara skammast sín svona fyrir frammistöðuna að hann reykspólaði burt úr Breiðholtinu og heim.“ ÍR-ingar eru eftir sem áður án stiga í Olís-deildinni og óvíst að það breytist nokkuð á leiktíðinni: „Kiddi er samt að gera frábæra hluti að reyna að halda þessu gangandi. Hann fékk erfið spil á hendi – gjaldþrota lið – og er að gera mjög vel. Og mögulega var hann mjög pirraður, en það er ekki næg afsökun,“ sagði Kjartan Atli. Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um ummæli Kristins hefst eftir 10 mínútur af þættinum. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Sportið í dag ÍR Stjarnan Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira
„Mér finnst Stjarnan ekki vera með betra lið en við á pappír, í liði Stjörnunnar eru fullt af leikmönnum sem eru löngu runnir út á dagsetningu,“ sagði Kristinn meðal annars eftir 27-24 tap ÍR. Þeir Kjartan Atli, Henry Birgir og Rikki G ræddu meðal annars ummæli Kristins í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag sem hlusta má á hér að neðan. „Þetta kemur frá þjálfara sem seldi sæti í liðinu sínu fyrir tímabilið,“ sagði Kjartan Atli og vísaði í söfnun ÍR-inga í vor eftir að í ljós kom að handknattleiksdeild ÍR rambaði á barmi gjaldþrots. „Auðvitað er þetta bara vindhögg,“ sagði Henry Birgir. „Þarna var dauðafæri fyrir ÍR að sækja sitt fyrsta stig á tímabilinu, liðið kemst í 9-3 og það er allt jafnt þegar það eru örfáar mínútur eftir. Hann var ógeðslega sár eftir þetta. Stjarnan gat náttúrulega ekki neitt – þetta á að vera formsatriði fyrir lið eins og Stjörnuna en Stjarnan þurfti að fara í 7 á móti 6 gegn ÍR. Pínu neyðarlegt fyrir lið sem tekur sig hátíðlegar en þetta og hefur fjárfest það vel. Kiddi þarf samt auðvitað að halda haus,“ sagði Henry. Patrekur lét sig hverfa Þeir félagar voru sammála um að Kristin hefði skort klassa í gær. „Ég væri brjálaður ef að þjálfari talaði svona um liðið mitt,“ sagði Kjartan Atli og Henry tók við boltanum: „Talandi um skort á klassa. Eins mikla virðingu og ég ber fyrir Patta [Patreki Jóhannessyni, þjálfara Stjörnunnar] þá vantaði aðeins upp á hjá honum eftir leikinn í gær. Hann lét sig bara hverfa. Mætti ekki í viðtal. Ég held að hann hafi bara skammast sín svona fyrir frammistöðuna að hann reykspólaði burt úr Breiðholtinu og heim.“ ÍR-ingar eru eftir sem áður án stiga í Olís-deildinni og óvíst að það breytist nokkuð á leiktíðinni: „Kiddi er samt að gera frábæra hluti að reyna að halda þessu gangandi. Hann fékk erfið spil á hendi – gjaldþrota lið – og er að gera mjög vel. Og mögulega var hann mjög pirraður, en það er ekki næg afsökun,“ sagði Kjartan Atli. Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um ummæli Kristins hefst eftir 10 mínútur af þættinum. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Sportið í dag ÍR Stjarnan Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira