Tyrkir ósáttir við gagnrýni vegna mótmæla stúdenta, sem Erdogan kallar hryðjuverkamenn Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2021 14:20 Frá mótmælum í Tyrklandi í vikunni. EPA-EFE/SEDAT SUNA Utanríkisráðuneyti Tyrklands gefur lítið fyrir alþjóðlega gagnrýni á það hvernig tekið hefur verið á ungum mótmælendum þar í landi á undanförnum mánuði. Stúdentar, kennarar og annað ungt fólk hafa haldið mótmæli vegna skipunar nýs rektors eins stærsta háskóla landsins. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem gefin var út í dag og vitnað er í í frétt Reuters, eru önnur ríki vöruð við því að styðja eða ýta undir „ólöglegar aðgerðir“ eða hafa afskipti af innanríkismálum Tyrklands. Engin ríki eru nefnd í tilkynningunni en ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust í gær hafa áhyggjur af handtökum mótmælenda og því hvað viðbrögð yfirvalda Tyrklands einkenndust af fordómum gegn LGBT fólki. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur slegið á sömu strengi og hafa fordæmt ummæli ráðamanna í Tyrklandi. #Turkey: We call for prompt release of students & protestors arrested for participating in peaceful demonstrations, and urge the police to stop using excessive force. We condemn homophobic & transphobic comments by officials, inciting hatred & discrimination against LGBT people. pic.twitter.com/EXF9RvMiyQ— UN Human Rights (@UNHumanRights) February 3, 2021 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað mótmælendur „hryðjuverkamenn“ og „LGBT ungmenni“ samhliða því að segja að það sé ekki til neitt sem heiti LGBT. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur kallaði mótmælendur „LGBT-afbrigðilega“, gróflega þýtt. Mótmælin hófust snemma í janúar og hafa minnst 250 verið handteknir í Istanbúl. Turkey has seen student protests across major campuses following Erdogan's appointment of a party loyalist as the head of a prestigious Istanbul universitypic.twitter.com/NURLnOj2V6— Alfons López Tena (@alfonslopeztena) February 4, 2021 Deilurnar má rekja til þess að Erdogan skipaði Melih Bulu, bandamann sinn í flokknum AKP, sem rektor Bogazici, eins stærsta háskóla landsins. Var það í fyrsta sinn sem rektor er ekki valinn af háskólasamfélaginu sjálfur frá því her Tyrklands tók þar völd árið 1980 og kom á lýðræðisumbótum. Samkvæmt Guardian var skipun hans talin vera ólýðræðisleg tilraun ríkisstjórnarinnar til að hafa afskipti af stofnun sem hefur verið talin halla til vinstri og er ein af þeim síðustu slíku í Tyrklandi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks eru mjög hátt í Tyrklandi. Samkvæmt Guardian mælist það um 29 prósent. Þá sýna rannsóknir að tæp 40 prósent stúdenta eru atvinnulausir við útskrift. Það auk efnahagsvandræða hefur leitt til þess að ungt fólk í Tyrklandi eru verulega ósáttir við stjórn Erdogans og þekkja margir ekkert annað. Hér má sjónvarpsfrétt Al Jazeera um mótmælin í Tyrklandi. Tyrkland Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem gefin var út í dag og vitnað er í í frétt Reuters, eru önnur ríki vöruð við því að styðja eða ýta undir „ólöglegar aðgerðir“ eða hafa afskipti af innanríkismálum Tyrklands. Engin ríki eru nefnd í tilkynningunni en ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust í gær hafa áhyggjur af handtökum mótmælenda og því hvað viðbrögð yfirvalda Tyrklands einkenndust af fordómum gegn LGBT fólki. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur slegið á sömu strengi og hafa fordæmt ummæli ráðamanna í Tyrklandi. #Turkey: We call for prompt release of students & protestors arrested for participating in peaceful demonstrations, and urge the police to stop using excessive force. We condemn homophobic & transphobic comments by officials, inciting hatred & discrimination against LGBT people. pic.twitter.com/EXF9RvMiyQ— UN Human Rights (@UNHumanRights) February 3, 2021 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað mótmælendur „hryðjuverkamenn“ og „LGBT ungmenni“ samhliða því að segja að það sé ekki til neitt sem heiti LGBT. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, hefur kallaði mótmælendur „LGBT-afbrigðilega“, gróflega þýtt. Mótmælin hófust snemma í janúar og hafa minnst 250 verið handteknir í Istanbúl. Turkey has seen student protests across major campuses following Erdogan's appointment of a party loyalist as the head of a prestigious Istanbul universitypic.twitter.com/NURLnOj2V6— Alfons López Tena (@alfonslopeztena) February 4, 2021 Deilurnar má rekja til þess að Erdogan skipaði Melih Bulu, bandamann sinn í flokknum AKP, sem rektor Bogazici, eins stærsta háskóla landsins. Var það í fyrsta sinn sem rektor er ekki valinn af háskólasamfélaginu sjálfur frá því her Tyrklands tók þar völd árið 1980 og kom á lýðræðisumbótum. Samkvæmt Guardian var skipun hans talin vera ólýðræðisleg tilraun ríkisstjórnarinnar til að hafa afskipti af stofnun sem hefur verið talin halla til vinstri og er ein af þeim síðustu slíku í Tyrklandi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks eru mjög hátt í Tyrklandi. Samkvæmt Guardian mælist það um 29 prósent. Þá sýna rannsóknir að tæp 40 prósent stúdenta eru atvinnulausir við útskrift. Það auk efnahagsvandræða hefur leitt til þess að ungt fólk í Tyrklandi eru verulega ósáttir við stjórn Erdogans og þekkja margir ekkert annað. Hér má sjónvarpsfrétt Al Jazeera um mótmælin í Tyrklandi.
Tyrkland Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira