Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2021 19:05 Hinum 22 ára Uhunoma Osayomore verður vísað úr landi að óbreyttu. AÐSEND Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. Uhunoma Osayomore er 22 ára og kemur frá Nígeríu. Hann flúði heimaríki sitt árið 2016 þá sautján ára gamall. Meginástæða flótta var alvarlegt ofbeldi og ofsóknir af hálfu föðurs. Óttast föður sinn Árið 2015 varð hann vitni að því að faðir hans myrti móður hans. Uhunoma segir föður sinn tengdan glæpastarfsemi í heimaríki sínu og var honum ráðlagt að leggja á flótta. Uhunoma hefur heimildir fyrir því að faðir hans muni drepa sig, snúi hann aftur til Nígeríu. Hann sótti um alþjóðlega vernd árið 2019 en var synjað í janúar á síðasta ári. Í júlí 2020 kærði hann ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að synja honum um alþjóðlega vernd á Íslandi og synjun um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Segir lögregluna spillta Magnús Norðdahl, lögmaður Uhunoma, segir kærunefnd Útlendingamála meta málið sem svo að aðstæður í Nígeríu séu öruggar. Var það mat nefndarinnar að kærandi geti, líkt og aðrir ríkisborgarar sem telja á réttindum sínum brotið, leitað aðstoðar og verndar yfirvalda þar í landi. „Það að hann geti leitað til lögreglu í Nígeríu er fjarstæðukennt. Það er sinnuleysi í garð þessa hóps,“ segir Magnús sem telur lögregluna í Nígeríu spillta. „Ekki eru bornar brigður á frásögn aðilans um kynferðisofbeldi og að hann sé fórnarlamb mansals. Stjórnvöld meta það samt svo að ástandið í Nígeríu sé öruggt fyrir þennan hóp,“ segir Magnús. Magnús Norðdahl er lögmaður Uhunoma Osayomore.Vísir Eins og ef einn geðlæknir í hálfu starfi þjónustaði alla Íslendinga Uhunoma óttast ofsóknir í heimaríki sínu föður síns. Hann kveðst ekkert bakland hafa í heimaríkinu og að heimildir bendi til þess að andlega veikir einstaklingar mæti fordómum og misbeitingu í Nígeríska heilbrigðiskerfinu. Þá telur hann að möguleikar hans á vernd lögreglu í Nígeríu séu ranglega metnir. „Hann er andlega veikur og talið er að hann, bæði sem fórnarlamb kynferðisofbeldis og vegna andlegra veikinda sinna, geti fengið þá aðstoð sem hann þarf í Nígeríu. Á sama tíma liggur það fyrir að fjöldi geðlækna þar í landi er innan við 300 í 200 milljón manna þjóð,“ sagði Magnús. „Þetta er sambærilegt við það að við Íslendingar allir værum með einn geðlækni í hálfu starfi. Það að segja að þessi aðili sé öruggur og fái þjónustu í Nígeríu er rangt. Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat.“ Mál Uhunoma verður sent til Héraðsdóms Reykjavíkur á næstu dögum og endurupptökubeiðni mun einnig berast kærunefnd útlendingamála. Enn og aftur þarf að vekja athygli almennings á ótilhlýðilegri málsmeðferð stjórnvalda í málum hælisleitenda, nú í...Posted by Magnús Davíð Norðdahl on Thursday, February 4, 2021 Nígería Hælisleitendur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Uhunoma Osayomore er 22 ára og kemur frá Nígeríu. Hann flúði heimaríki sitt árið 2016 þá sautján ára gamall. Meginástæða flótta var alvarlegt ofbeldi og ofsóknir af hálfu föðurs. Óttast föður sinn Árið 2015 varð hann vitni að því að faðir hans myrti móður hans. Uhunoma segir föður sinn tengdan glæpastarfsemi í heimaríki sínu og var honum ráðlagt að leggja á flótta. Uhunoma hefur heimildir fyrir því að faðir hans muni drepa sig, snúi hann aftur til Nígeríu. Hann sótti um alþjóðlega vernd árið 2019 en var synjað í janúar á síðasta ári. Í júlí 2020 kærði hann ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að synja honum um alþjóðlega vernd á Íslandi og synjun um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Segir lögregluna spillta Magnús Norðdahl, lögmaður Uhunoma, segir kærunefnd Útlendingamála meta málið sem svo að aðstæður í Nígeríu séu öruggar. Var það mat nefndarinnar að kærandi geti, líkt og aðrir ríkisborgarar sem telja á réttindum sínum brotið, leitað aðstoðar og verndar yfirvalda þar í landi. „Það að hann geti leitað til lögreglu í Nígeríu er fjarstæðukennt. Það er sinnuleysi í garð þessa hóps,“ segir Magnús sem telur lögregluna í Nígeríu spillta. „Ekki eru bornar brigður á frásögn aðilans um kynferðisofbeldi og að hann sé fórnarlamb mansals. Stjórnvöld meta það samt svo að ástandið í Nígeríu sé öruggt fyrir þennan hóp,“ segir Magnús. Magnús Norðdahl er lögmaður Uhunoma Osayomore.Vísir Eins og ef einn geðlæknir í hálfu starfi þjónustaði alla Íslendinga Uhunoma óttast ofsóknir í heimaríki sínu föður síns. Hann kveðst ekkert bakland hafa í heimaríkinu og að heimildir bendi til þess að andlega veikir einstaklingar mæti fordómum og misbeitingu í Nígeríska heilbrigðiskerfinu. Þá telur hann að möguleikar hans á vernd lögreglu í Nígeríu séu ranglega metnir. „Hann er andlega veikur og talið er að hann, bæði sem fórnarlamb kynferðisofbeldis og vegna andlegra veikinda sinna, geti fengið þá aðstoð sem hann þarf í Nígeríu. Á sama tíma liggur það fyrir að fjöldi geðlækna þar í landi er innan við 300 í 200 milljón manna þjóð,“ sagði Magnús. „Þetta er sambærilegt við það að við Íslendingar allir værum með einn geðlækni í hálfu starfi. Það að segja að þessi aðili sé öruggur og fái þjónustu í Nígeríu er rangt. Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat.“ Mál Uhunoma verður sent til Héraðsdóms Reykjavíkur á næstu dögum og endurupptökubeiðni mun einnig berast kærunefnd útlendingamála. Enn og aftur þarf að vekja athygli almennings á ótilhlýðilegri málsmeðferð stjórnvalda í málum hælisleitenda, nú í...Posted by Magnús Davíð Norðdahl on Thursday, February 4, 2021
Nígería Hælisleitendur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu