Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2021 19:05 Hinum 22 ára Uhunoma Osayomore verður vísað úr landi að óbreyttu. AÐSEND Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. Uhunoma Osayomore er 22 ára og kemur frá Nígeríu. Hann flúði heimaríki sitt árið 2016 þá sautján ára gamall. Meginástæða flótta var alvarlegt ofbeldi og ofsóknir af hálfu föðurs. Óttast föður sinn Árið 2015 varð hann vitni að því að faðir hans myrti móður hans. Uhunoma segir föður sinn tengdan glæpastarfsemi í heimaríki sínu og var honum ráðlagt að leggja á flótta. Uhunoma hefur heimildir fyrir því að faðir hans muni drepa sig, snúi hann aftur til Nígeríu. Hann sótti um alþjóðlega vernd árið 2019 en var synjað í janúar á síðasta ári. Í júlí 2020 kærði hann ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að synja honum um alþjóðlega vernd á Íslandi og synjun um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Segir lögregluna spillta Magnús Norðdahl, lögmaður Uhunoma, segir kærunefnd Útlendingamála meta málið sem svo að aðstæður í Nígeríu séu öruggar. Var það mat nefndarinnar að kærandi geti, líkt og aðrir ríkisborgarar sem telja á réttindum sínum brotið, leitað aðstoðar og verndar yfirvalda þar í landi. „Það að hann geti leitað til lögreglu í Nígeríu er fjarstæðukennt. Það er sinnuleysi í garð þessa hóps,“ segir Magnús sem telur lögregluna í Nígeríu spillta. „Ekki eru bornar brigður á frásögn aðilans um kynferðisofbeldi og að hann sé fórnarlamb mansals. Stjórnvöld meta það samt svo að ástandið í Nígeríu sé öruggt fyrir þennan hóp,“ segir Magnús. Magnús Norðdahl er lögmaður Uhunoma Osayomore.Vísir Eins og ef einn geðlæknir í hálfu starfi þjónustaði alla Íslendinga Uhunoma óttast ofsóknir í heimaríki sínu föður síns. Hann kveðst ekkert bakland hafa í heimaríkinu og að heimildir bendi til þess að andlega veikir einstaklingar mæti fordómum og misbeitingu í Nígeríska heilbrigðiskerfinu. Þá telur hann að möguleikar hans á vernd lögreglu í Nígeríu séu ranglega metnir. „Hann er andlega veikur og talið er að hann, bæði sem fórnarlamb kynferðisofbeldis og vegna andlegra veikinda sinna, geti fengið þá aðstoð sem hann þarf í Nígeríu. Á sama tíma liggur það fyrir að fjöldi geðlækna þar í landi er innan við 300 í 200 milljón manna þjóð,“ sagði Magnús. „Þetta er sambærilegt við það að við Íslendingar allir værum með einn geðlækni í hálfu starfi. Það að segja að þessi aðili sé öruggur og fái þjónustu í Nígeríu er rangt. Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat.“ Mál Uhunoma verður sent til Héraðsdóms Reykjavíkur á næstu dögum og endurupptökubeiðni mun einnig berast kærunefnd útlendingamála. Enn og aftur þarf að vekja athygli almennings á ótilhlýðilegri málsmeðferð stjórnvalda í málum hælisleitenda, nú í...Posted by Magnús Davíð Norðdahl on Thursday, February 4, 2021 Nígería Hælisleitendur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Uhunoma Osayomore er 22 ára og kemur frá Nígeríu. Hann flúði heimaríki sitt árið 2016 þá sautján ára gamall. Meginástæða flótta var alvarlegt ofbeldi og ofsóknir af hálfu föðurs. Óttast föður sinn Árið 2015 varð hann vitni að því að faðir hans myrti móður hans. Uhunoma segir föður sinn tengdan glæpastarfsemi í heimaríki sínu og var honum ráðlagt að leggja á flótta. Uhunoma hefur heimildir fyrir því að faðir hans muni drepa sig, snúi hann aftur til Nígeríu. Hann sótti um alþjóðlega vernd árið 2019 en var synjað í janúar á síðasta ári. Í júlí 2020 kærði hann ákvörðun Útlendingastofnunar þess efnis að synja honum um alþjóðlega vernd á Íslandi og synjun um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Segir lögregluna spillta Magnús Norðdahl, lögmaður Uhunoma, segir kærunefnd Útlendingamála meta málið sem svo að aðstæður í Nígeríu séu öruggar. Var það mat nefndarinnar að kærandi geti, líkt og aðrir ríkisborgarar sem telja á réttindum sínum brotið, leitað aðstoðar og verndar yfirvalda þar í landi. „Það að hann geti leitað til lögreglu í Nígeríu er fjarstæðukennt. Það er sinnuleysi í garð þessa hóps,“ segir Magnús sem telur lögregluna í Nígeríu spillta. „Ekki eru bornar brigður á frásögn aðilans um kynferðisofbeldi og að hann sé fórnarlamb mansals. Stjórnvöld meta það samt svo að ástandið í Nígeríu sé öruggt fyrir þennan hóp,“ segir Magnús. Magnús Norðdahl er lögmaður Uhunoma Osayomore.Vísir Eins og ef einn geðlæknir í hálfu starfi þjónustaði alla Íslendinga Uhunoma óttast ofsóknir í heimaríki sínu föður síns. Hann kveðst ekkert bakland hafa í heimaríkinu og að heimildir bendi til þess að andlega veikir einstaklingar mæti fordómum og misbeitingu í Nígeríska heilbrigðiskerfinu. Þá telur hann að möguleikar hans á vernd lögreglu í Nígeríu séu ranglega metnir. „Hann er andlega veikur og talið er að hann, bæði sem fórnarlamb kynferðisofbeldis og vegna andlegra veikinda sinna, geti fengið þá aðstoð sem hann þarf í Nígeríu. Á sama tíma liggur það fyrir að fjöldi geðlækna þar í landi er innan við 300 í 200 milljón manna þjóð,“ sagði Magnús. „Þetta er sambærilegt við það að við Íslendingar allir værum með einn geðlækni í hálfu starfi. Það að segja að þessi aðili sé öruggur og fái þjónustu í Nígeríu er rangt. Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat.“ Mál Uhunoma verður sent til Héraðsdóms Reykjavíkur á næstu dögum og endurupptökubeiðni mun einnig berast kærunefnd útlendingamála. Enn og aftur þarf að vekja athygli almennings á ótilhlýðilegri málsmeðferð stjórnvalda í málum hælisleitenda, nú í...Posted by Magnús Davíð Norðdahl on Thursday, February 4, 2021
Nígería Hælisleitendur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17