Alexander gekk í raðir Flensburg nýverið er HM í handbolta í Egyptalandi lauk. Fyrsti leikur íslenska landsliðsmannsins fyrir nýja vinnuveitundur fór fram í Hvíta-Rússlandi þar sem Flensburg heimsótti Meshkov Brest í A-riðli Meistaradeildar Evrópu.
Flensburg hafði á endanum betur eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik, 15-14. Gestirnir stigu upp í síðari hálfleik og fór það svo að Alexander og félagar unnu leikinn með tveggja marka mun, 28-26. Hinn fertugi Alexander skoraði eitt mark í leiknum.
Flensburg er nú með 13 stig í öðru sæti riðilsins eftir átta leiki. Meshkov Brest er í þriðja sæti með níu stig.