Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Gunnar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2021 21:21 Viðar Örn Hafsteinsson segir Hött aldrei hafa verið með betra lið. vísir/ernir Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. „Þetta er eitthvað sem við getum vanist. Höttur hefur ekki áður unnið tvo leiki í röð í úrvalsdeild enda hefur Höttur Egilsstöðum aldrei verið með betra körfuboltalið. Við erum að stíga yfir hóla og brjóta niður ósýnilega veggi. Varnarleikurinn í öðrum og þriðja leikhluta var það sem lagði grunninn að sigrinum. Við vorum góðir undir körfunni, það var mikil orka í liðinu og við stjórnuðum hraðanum á öllu í leiknum á löngum köflum. Ég er ánægður með hvernig við stigum á Þórsliðið, það náði aldrei upp þeirri orku og sjálfstrausti sem það hefur sýnt í síðustu leikjum. Við hikstuðum aðeins eftir Covid-hléið en nú rúllar þetta betur. Við látum hins vegar ekki blekkjast af 1-2 sigurleikjum, við þurfum að halda áfram til að slípa okkur saman. Það komu kaflar í kvöld svo voru langt frá að vera nógu góðir, þar sem hægist á okkur og við gerum mistök.“ Öll lið hugsa um úrslitakeppnina Viðar fór ekki leynt með það fyrir tímabilið að Höttur stefndi á úrslitakeppnina. Sú von dofnaði aðeins í fyrstu leikunum á þessu ári þar sem liðið átti erfitt uppdráttar. Hann kveðst enn hugsa þangað en mikilvægt sé að taka eitt skref í einu. „Er ég að hugsa um úrslitakeppnina núna? Ég byrjaði á því í sumar þegar við settum saman liðið. Við þurfum að hugsa stórt og ætla okkur í úrslitakeppnina. Ég sit hins vegar ekki heima eftir 1-2 sigurleiki, brosi og hugsa um móti hverjum við getum lent en það hugsa öll liðin um úrslitakeppnina. Efstu liðin reyna að staðsetja sig sem best fyrir hana. Við reynum að vinna sem flesta leiki til að komast þangað.“ Mikilvægt að allir séu heilir Viðar hefur látið í það skína að hann hafi hug á að bæta liðið með að fá til sín bakvörð. Ekkert er þó enn fast í hendi þar en frestur er út febrúar til að gera breytingar á hópnum. „Það getur verið að við reynum að þétta raðirnar en þetta hefur litið vel út síðustu tvo leiki eftir að allir urðu heilir. Við fáum mjög gott framlag hér í kvöld frá mönnum eins og Brynjari (Grétarssyni), Hreini Gunnari (Birgissyni) og Sigmari (Hákonarsyni). Fram að þessum leikjum vorum við í vandræðum með breiddina og taktinn. Við þurfum aðeins að lesa í stöðuna, auðvitað getur einhver meiðst en það getur verið hættulegt að hrista upp í hlutunum þegar vel gengur. Það er að minnsta kosti ekkert fast í hendi. Sérfræðingar mega passa sig að gaspra ekki með eitthvað sem knattspyrnudeildin skrifar á Twitter.“ Stefnir á þrjá sigurleiki í röð Eftir leiki kvöldsins eru Haukar einir í botnsætinu, sem Höttur vermdi þar til fyrir viku. Haukarnir koma austur eftir viku í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Viðar Örn kveðst þó ekki vera farinn að hugsa svo langt. „Við spilum gegn Þór Þorlákshöfn á sunnudag. Það er mikilvægur leikur eins og allir. Það er einn glerveggur í viðbót fyrir framan okkur í viðbót og við verðum að sýna samstöðu til að fara í gegnum hann. Þá verða þetta þrír sigurleikir í röð.“ En í bili fer Viðar Örn sparlega með brosið. „Ég get alveg brosað, en ég er með svo skakkar tennur í neðri góm og vil ekki líta út eins og bjáni. Ég brosi fram að miðnætti, svo fer ég að undirbúa næsta leik. Við ætlum að halda áfram í partýinu þar til einhver slekkur ljósin. Vonandi verður það ekki fyrr en seint í maí eða byrjun júní.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem við getum vanist. Höttur hefur ekki áður unnið tvo leiki í röð í úrvalsdeild enda hefur Höttur Egilsstöðum aldrei verið með betra körfuboltalið. Við erum að stíga yfir hóla og brjóta niður ósýnilega veggi. Varnarleikurinn í öðrum og þriðja leikhluta var það sem lagði grunninn að sigrinum. Við vorum góðir undir körfunni, það var mikil orka í liðinu og við stjórnuðum hraðanum á öllu í leiknum á löngum köflum. Ég er ánægður með hvernig við stigum á Þórsliðið, það náði aldrei upp þeirri orku og sjálfstrausti sem það hefur sýnt í síðustu leikjum. Við hikstuðum aðeins eftir Covid-hléið en nú rúllar þetta betur. Við látum hins vegar ekki blekkjast af 1-2 sigurleikjum, við þurfum að halda áfram til að slípa okkur saman. Það komu kaflar í kvöld svo voru langt frá að vera nógu góðir, þar sem hægist á okkur og við gerum mistök.“ Öll lið hugsa um úrslitakeppnina Viðar fór ekki leynt með það fyrir tímabilið að Höttur stefndi á úrslitakeppnina. Sú von dofnaði aðeins í fyrstu leikunum á þessu ári þar sem liðið átti erfitt uppdráttar. Hann kveðst enn hugsa þangað en mikilvægt sé að taka eitt skref í einu. „Er ég að hugsa um úrslitakeppnina núna? Ég byrjaði á því í sumar þegar við settum saman liðið. Við þurfum að hugsa stórt og ætla okkur í úrslitakeppnina. Ég sit hins vegar ekki heima eftir 1-2 sigurleiki, brosi og hugsa um móti hverjum við getum lent en það hugsa öll liðin um úrslitakeppnina. Efstu liðin reyna að staðsetja sig sem best fyrir hana. Við reynum að vinna sem flesta leiki til að komast þangað.“ Mikilvægt að allir séu heilir Viðar hefur látið í það skína að hann hafi hug á að bæta liðið með að fá til sín bakvörð. Ekkert er þó enn fast í hendi þar en frestur er út febrúar til að gera breytingar á hópnum. „Það getur verið að við reynum að þétta raðirnar en þetta hefur litið vel út síðustu tvo leiki eftir að allir urðu heilir. Við fáum mjög gott framlag hér í kvöld frá mönnum eins og Brynjari (Grétarssyni), Hreini Gunnari (Birgissyni) og Sigmari (Hákonarsyni). Fram að þessum leikjum vorum við í vandræðum með breiddina og taktinn. Við þurfum aðeins að lesa í stöðuna, auðvitað getur einhver meiðst en það getur verið hættulegt að hrista upp í hlutunum þegar vel gengur. Það er að minnsta kosti ekkert fast í hendi. Sérfræðingar mega passa sig að gaspra ekki með eitthvað sem knattspyrnudeildin skrifar á Twitter.“ Stefnir á þrjá sigurleiki í röð Eftir leiki kvöldsins eru Haukar einir í botnsætinu, sem Höttur vermdi þar til fyrir viku. Haukarnir koma austur eftir viku í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Viðar Örn kveðst þó ekki vera farinn að hugsa svo langt. „Við spilum gegn Þór Þorlákshöfn á sunnudag. Það er mikilvægur leikur eins og allir. Það er einn glerveggur í viðbót fyrir framan okkur í viðbót og við verðum að sýna samstöðu til að fara í gegnum hann. Þá verða þetta þrír sigurleikir í röð.“ En í bili fer Viðar Örn sparlega með brosið. „Ég get alveg brosað, en ég er með svo skakkar tennur í neðri góm og vil ekki líta út eins og bjáni. Ég brosi fram að miðnætti, svo fer ég að undirbúa næsta leik. Við ætlum að halda áfram í partýinu þar til einhver slekkur ljósin. Vonandi verður það ekki fyrr en seint í maí eða byrjun júní.“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti