Barcelona heimsótti Ungverjaland og mætti þar Veszprém í uppgjöri toppliða B-riðils Meistaradeildarinnar. Börsungar voru með fullt hús stiga fyrir leik og ekki breyttist það í kvöld.
Aron og félagar voru alltaf skrefi á undan gestunum í kvöld og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, staðan þá 19-15 Börsungum í vil.
Gáfu þeir forystuna ekki svo glatt af hendi í síðari hálfleik og unnu eins og áður sagði nokkuð öruggan þriggja marka sigur, lokatölur 37-34 og Barcelona með fullt hús stiga að loknum níu leikjum.
Aron fór mikinn í leiknum og skoraði alls fimm mörk.