Frammistaða Tottenham var ekki upp á marga fiska í kvöld og það er ljóst að Mourinho treystir ekki öllum leikmönnum sínum þar sem hann gerði aðeins tvær skiptingar í tapi kvöldsins.
Jose Mourinho has lost back-to-back home league matches for the first time in his managerial career https://t.co/dHMORO1cFm
— WhoScored.com (@WhoScored) February 4, 2021
Lucas Moura og Erik Lamela komu inn af bekknum en Gareth Bale sat allan leikinn á bekknum og Dele Alli var ekki í leikmannahópi Tottenham að þessu sinni.
Þann 28. janúar kom Liverpool í heimsókn á Tottenham-völlinn og vann 3-1 útisigur. Í kvöld var komið að Chelsea og þar af leiðandi hefur Tottenham nú tapað tveimur heimaleikjum í röð. Er það í fyrsta sinn sem Mourinho tapar tveimur leikjum í röð á heimavelli.
Mourinho hefur áður þjálfað Porto, Chelsea, Inter Milan, Real Madrid og Manchester United. Þó það hafi ekki alltaf gengið eins og í sögu þá tapaði hann aldrei tveimur deildarleikjum í röð. Fyrr en nú.
1 - In what was his 327th home league match, Spurs boss José Mourinho has suffered back-to-back league defeats on home soil for the very first time in his managerial career. Questions. pic.twitter.com/LB6fAhV1uU
— OptaJoe (@OptaJoe) February 4, 2021
Tottenham hefur alls tapað þremur deildarleikjum í röð og raunar aðeins unnið tvo af síðustu tíu leikjum. Liðið hefur tapað fimm og gert þrjú jafntefli. Stóra spurningin er hvort Mourinho fái tíma til að reyna snúa gengi Tottenham við eða hvort Daniel Levy – stjórnarformaður félagsins – missi þolinmæðina.