Vefverslun með áfengi ekki leyfð samkvæmt nýju frumvarpi dómsmálaráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 07:16 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á áfengislögum, var lagt fram á Alþingi í gær. Þar er kveðið á um að smærri brugghúsum hér á landi verði leyft að selja öl á framleiðslustað en hins vegar er ekki að finna heimild til innlendrar netverslunar með vín í smásölu, líkt og gert var ráðið fyrir í drögum frumvarpsins. Morgunblaðið fjallar um málið í dag en samkvæmt heimildum blaðsins má rekja þessa breytingu til andstöðu samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Andstaðan er bæði innan ríkisstjórnarinnar og þingflokkanna að því er segir í Morgunblaðinu. Í Morgunblaðinu segir að málið hafi velkst um í ríkisstjórn mánuðum saman og farið svo mjög hægt í gegnum þingflokka Framsóknar og VG. Innan þeirra raða lagðist meirihlutinn gegn innlendri vefverslun með áfengi. Markmið þeirrar breytingar var að jafna stöðu innlendrar og erlendrar netverslunar þar sem íslenskir neytendur geta keypt sér áfengi á netinu í gegnum erlendar sölusíður og fengið sent heim. Víðtækari stuðningur var hins vegar að gera undanþágu frá einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis hjá handverksbrugghúsum en sú breyting er séð sem styrktaraðgerð gagnvart ferðaþjónustunni og landsbyggðinni. Fyrr í vikunni lögðu þingmenn Framsóknarflokksins raunar fram sitt eigið frumvarp varðandi smásölu hjá smærri brugghúsum en efni þess og orðalag svipar mjög til frumvarps dómsmálaráðherra. Sá munur er þó á að í frumvarpi ráðherra eru ekki að finna nein hámörk varðandi það hversu mikið af áfengi brugghúsin mega selja viðskiptavinum sínum beint, líkt og finna má í frumvarpi Framsóknarflokksins. Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þar er kveðið á um að smærri brugghúsum hér á landi verði leyft að selja öl á framleiðslustað en hins vegar er ekki að finna heimild til innlendrar netverslunar með vín í smásölu, líkt og gert var ráðið fyrir í drögum frumvarpsins. Morgunblaðið fjallar um málið í dag en samkvæmt heimildum blaðsins má rekja þessa breytingu til andstöðu samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Andstaðan er bæði innan ríkisstjórnarinnar og þingflokkanna að því er segir í Morgunblaðinu. Í Morgunblaðinu segir að málið hafi velkst um í ríkisstjórn mánuðum saman og farið svo mjög hægt í gegnum þingflokka Framsóknar og VG. Innan þeirra raða lagðist meirihlutinn gegn innlendri vefverslun með áfengi. Markmið þeirrar breytingar var að jafna stöðu innlendrar og erlendrar netverslunar þar sem íslenskir neytendur geta keypt sér áfengi á netinu í gegnum erlendar sölusíður og fengið sent heim. Víðtækari stuðningur var hins vegar að gera undanþágu frá einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis hjá handverksbrugghúsum en sú breyting er séð sem styrktaraðgerð gagnvart ferðaþjónustunni og landsbyggðinni. Fyrr í vikunni lögðu þingmenn Framsóknarflokksins raunar fram sitt eigið frumvarp varðandi smásölu hjá smærri brugghúsum en efni þess og orðalag svipar mjög til frumvarps dómsmálaráðherra. Sá munur er þó á að í frumvarpi ráðherra eru ekki að finna nein hámörk varðandi það hversu mikið af áfengi brugghúsin mega selja viðskiptavinum sínum beint, líkt og finna má í frumvarpi Framsóknarflokksins.
Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira