Varaformaðurinn sagður nú sækjast eftir sæti á lista Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2021 07:56 Heiða Björg Hilmisdóttir tók sæti í borgarstjórn Reykjavíkur árið 2015 og var kjörin varaformaður Samfylkingarinnar árið 2017. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfrulltrúi og varaformaður Samfylkingar, er sögð hafa látið þau boð berast til uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Reykjavík að hún sé reiðubúin taka sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Þetta segir í frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem haft er eftir Heiðu Björgu að hún hafi fengið mikið af áskorunum um framboð og að hún útiloki nú ekkert í þeim efnum. Áður hafði Heiða Björg beðist undan að taka þátt í skoðanakönnun meðal flokksmanna um frambjóðendur í komandi kosningum. Hrannar B. Arnarson, eiginmaður Heiðu Bjargar, átti sæti í uppstillingarnefndinni en vék úr henni fljótlega eftir að hún hóf störf. Mikið hefur verið fjallað um skoðanakönnunina meðal flokksmanna þar sem fjórar konur – Helga Vala Helgadóttir þingkona, Kristrún Frostadóttir hagfræðingur, Ragna Sigurðardóttir, formaður UJ og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingkona – og einn karlmaður, Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Stundinni, skipuðu fimm efstu sætin. Rósa Björk hefur nú tilkynnt að hún sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Athygli vakti að þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson hlaut ekki brautargengi í téðri skoðanakönnunun, og tilkynnti að endingu að hann myndi afþakka sæti á lista. Ágúst Ólafur bauðst til að taka annað sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, en sagðist afþakka sæti þegar uppstillingarnefnd bauð honum þriðja sæti. Heiða Björg tók sæti í borgarstjórn árið 2015 og var kjörin varaformaður Samfylkingarinnar árið 2017. Hún hafði betur gegn þingkonunni Helgu Völu Helgadóttur í varaformannskjöri á landsfundi flokksins í nóvember síðastliðinn. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Borgarstjórn Tengdar fréttir Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01 Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32 Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Þetta segir í frétt Fréttablaðsins í morgun þar sem haft er eftir Heiðu Björgu að hún hafi fengið mikið af áskorunum um framboð og að hún útiloki nú ekkert í þeim efnum. Áður hafði Heiða Björg beðist undan að taka þátt í skoðanakönnun meðal flokksmanna um frambjóðendur í komandi kosningum. Hrannar B. Arnarson, eiginmaður Heiðu Bjargar, átti sæti í uppstillingarnefndinni en vék úr henni fljótlega eftir að hún hóf störf. Mikið hefur verið fjallað um skoðanakönnunina meðal flokksmanna þar sem fjórar konur – Helga Vala Helgadóttir þingkona, Kristrún Frostadóttir hagfræðingur, Ragna Sigurðardóttir, formaður UJ og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingkona – og einn karlmaður, Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður hjá Stundinni, skipuðu fimm efstu sætin. Rósa Björk hefur nú tilkynnt að hún sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Athygli vakti að þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson hlaut ekki brautargengi í téðri skoðanakönnunun, og tilkynnti að endingu að hann myndi afþakka sæti á lista. Ágúst Ólafur bauðst til að taka annað sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, en sagðist afþakka sæti þegar uppstillingarnefnd bauð honum þriðja sæti. Heiða Björg tók sæti í borgarstjórn árið 2015 og var kjörin varaformaður Samfylkingarinnar árið 2017. Hún hafði betur gegn þingkonunni Helgu Völu Helgadóttur í varaformannskjöri á landsfundi flokksins í nóvember síðastliðinn.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Borgarstjórn Tengdar fréttir Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01 Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32 Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Steinunn Ýr segir kvenfyrirlitningu grassera innan Samfylkingarinnar Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar lista. Logi Einarsson formaður hefur sigið inn í heitar umræður og reynt að lægja öldur. 24. janúar 2021 09:01
Sáttatillögu hafnað og Ágúst Ólafur ekki á lista Samfylkingar Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, mun ekki taka sæti á lista flokksins í næstu alþingiskosningum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. 20. janúar 2021 13:32
Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. 18. janúar 2021 10:48