Þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 14:50 Íslendingarnir þrír störfuðu allir fyrir Samherja í Namibíu. Vísir/Egill Þrír Íslendingar eru á meðal 26 sem hafa verið ákærðir í Samherjamálinu svokallaða sem er til meðferðar hjá yfirvöldum í Namibíu. Um er að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálstjóra Samherja á Kýpur og í Afríku, Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia, og Aðalstein Helgason fyrrverandi starfsmann Samherja. Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum en Samherji hefur þegar brugðist við tíðindunum á vef sínum og segir ekkert óvænt við tíðindin. Í fyrirtöku í morgun hafi verið greint frá því að saksóknari hefði í hyggju að bæta við ákæru á hendur þremur namibískum félögum sem tengist Samherja og stjórnendum þeirra. „Samkvæmt namibískum lögum leiðir ákæra á hendur þessum fyrirtækjum sjálfkrafa til þess að stjórnendur þeirra sæta ákæru vegna stöðu sinnar,“ segir á vef Samherja. Eru fyrrnefndir Samherjamenn og aðrir ákærðu meðal annars sakaðir um mútuþægni og peningaþvætti. Samherji tekur fram að fyrirhuguð ákæra komi ekki á óvart í ljósi þeirra ásakana sem saksóknarar í Namibíu hafi áður sett fram og byggi meira og minna allar á staðhæfingum Jóhannesar Stefánssonar sem stýrði útgerðinni í Namibíu en var sagt upp störfum sumarið 2016. Jóhannes var heimildarmaður Kveiks í umfjöllun um Samherjaskjölin á sínum tíma. JUST IN: The prosecutor general has decided that the Fishrot fishing quotas corruption case should be transferred to the Windhoek High Court. The accused will include Icelandic fishing companies and executives, and they will be facing 14 charges. Video: Werner Menges pic.twitter.com/PxXJSsP52A— The Namibian (@TheNamibian) February 5, 2021 „Útgerð namibískra félaga sem tengjast Samherja var lögð niður í lok árs 2019 og unnið er að því að slíta félögunum endanlega. Ásakanir á hendur umræddum fyrirtækjum og einstaklingum á þeirra vegum eiga ekki við rök að styðjast nú frekar en fyrr. Framhald þessa máls verður á næstu mánuðum. Ef ákæra verður gefin út á hendur áðurnefndum fyrirtækjum gefst Samherja þá fyrst kostur á að koma fram vörnum sínum en slíkri ákæru verður varist af fullum krafti.“ Réttarhöld í málinu eru fyrirhuguð fyrir Hæstarétti í borginni Windhoek í Namibíu þann 22. apríl. Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Auk þeirra sitja Pius Mwatelulo og Mike Nghipunya einnig á sakamannabekk til viðbótar við forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja og Íslendinganna þriggja. Samherjaskjölin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fréttastofa hefur ákæruna undir höndum en Samherji hefur þegar brugðist við tíðindunum á vef sínum og segir ekkert óvænt við tíðindin. Í fyrirtöku í morgun hafi verið greint frá því að saksóknari hefði í hyggju að bæta við ákæru á hendur þremur namibískum félögum sem tengist Samherja og stjórnendum þeirra. „Samkvæmt namibískum lögum leiðir ákæra á hendur þessum fyrirtækjum sjálfkrafa til þess að stjórnendur þeirra sæta ákæru vegna stöðu sinnar,“ segir á vef Samherja. Eru fyrrnefndir Samherjamenn og aðrir ákærðu meðal annars sakaðir um mútuþægni og peningaþvætti. Samherji tekur fram að fyrirhuguð ákæra komi ekki á óvart í ljósi þeirra ásakana sem saksóknarar í Namibíu hafi áður sett fram og byggi meira og minna allar á staðhæfingum Jóhannesar Stefánssonar sem stýrði útgerðinni í Namibíu en var sagt upp störfum sumarið 2016. Jóhannes var heimildarmaður Kveiks í umfjöllun um Samherjaskjölin á sínum tíma. JUST IN: The prosecutor general has decided that the Fishrot fishing quotas corruption case should be transferred to the Windhoek High Court. The accused will include Icelandic fishing companies and executives, and they will be facing 14 charges. Video: Werner Menges pic.twitter.com/PxXJSsP52A— The Namibian (@TheNamibian) February 5, 2021 „Útgerð namibískra félaga sem tengjast Samherja var lögð niður í lok árs 2019 og unnið er að því að slíta félögunum endanlega. Ásakanir á hendur umræddum fyrirtækjum og einstaklingum á þeirra vegum eiga ekki við rök að styðjast nú frekar en fyrr. Framhald þessa máls verður á næstu mánuðum. Ef ákæra verður gefin út á hendur áðurnefndum fyrirtækjum gefst Samherja þá fyrst kostur á að koma fram vörnum sínum en slíkri ákæru verður varist af fullum krafti.“ Réttarhöld í málinu eru fyrirhuguð fyrir Hæstarétti í borginni Windhoek í Namibíu þann 22. apríl. Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda áðurnefnds James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Auk þeirra sitja Pius Mwatelulo og Mike Nghipunya einnig á sakamannabekk til viðbótar við forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja og Íslendinganna þriggja.
Samherjaskjölin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira