Bæjarar fengu vítaspyrnu strax á tólftu mínútu. Markahrókurinn Robert Lewandowski fór á punktinn en honum brást bogalistinn.
Einungis níu mínútum síðar skoraði Kingsley Coman fyrsta og eina mark leiksins eftir stoðsendingu frá Thomas Muller. Lokatölur 1-0.
Bayern er með 48 stig á toppi deildarinnar. Leipzig er í öðru sætinu með 38 stig en á þó leik til góða um helgina.
Hertha Berlín er í fimmtánda sætinu með sautján stig, jafn mikið og Arminia Bielefeld sem er í umsspilssæti um fall.
Three points. Clean sheet 👌
— FC Bayern English (@FCBayernEN) February 5, 2021
Next up: #FinalMissi6n 🏆
🔴⚪ #BSCFCB 0-1 pic.twitter.com/2p11YJETWP