Í gær var miðjumaðurinn knái í viðtali við Fjónarblaðið og þar á meðal var hinn 21 árs gamli spurður út í samband sitt við þjálfara OB sem Íslendingarnir Sveinn Aron Guðjohnsen og Aron Elís Þrándarson leika einnig með.
„Það er líklega takmarkað hvað eg ætti að segja. Jakob hefur gert þetta ágætlega. Nú eru engin vandræði milli okkar en það hafa verið atriði sem ég óska þess ekki að fara nánar út í,“ sagði Mads og hélt áfram.
Frøkjær er spændt på den nye træners menneskelige kvaliteter https://t.co/7sRkPsi1Ii #obdk #odenseboldklub #sldk
— Alt om OB (@AltomOB) February 2, 2021
„Ég neita því ekki að ég hlakka til að sjá hvað gerist í sumar og sérstaklega hvers kyns manneskja kemur inn sem þjálfari,“ bætti Mads við en gefur hefur verið út að Jakob hætti sem þjálfari liðsins í lok leiktíðinnar.
Mads var fljótur á Twitter til þess að biðjast afsökunar á ummælunum og segist sjálfur vera lifa og læra; að það sem maður hugsi komi ekki alltaf eins út á blaði.
„Ég er ungur og verð að læra að hlutir hljóma öðruvísi í höfðinu á einhverjum en á blaði. Ég ætlaði aldrei að setja spurningarmerki við mannlega eiginleika Jakobs. Alls ekki. Ég biðst afsökunar og læri af þessu,“ bætti Mads við.
OB spilaði á miðvikudag sinn fyrsta leik eftir jólahléið í Danmörku. Þar var Mads á bekknum er liðið tapaði fyrir Lyngby. Hann kom inn á sem varamaður á 76. mínútu.
Jeg er ung og skal lære at ting lyder anderledes i hovedet på en selv, kontra på skrift. På ingen måde min mening at stille spørgsmålstegn ved Jakobs menneskelige egenskaber. Overhovedet. Jeg undskylder mange gange og tager ved lære af det. https://t.co/xj22KLm5Mw
— Mads (@Mads_froe) February 2, 2021