Jóhann Berg tryggði Burnley stig og níu menn Newcastle héldu út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 17:00 Jóhann Berg þandi netmöskvana í dag. Clive Brunskill/Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eina mark Burnley í 1-1 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þá vann Newcastle United 3-2 sigur á Southampton. 458 - Jóhann Gudmundsson's strike for Burnley ended a run of 458 minutes without a goal conceded for Brighton in the Premier League, and was his first Premier League goal since August 2019. Leveller. pic.twitter.com/9muudd63Xc— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2021 Lewis Dunk kom Brighton yfir í fyrri hálfleik eftir sendingu Pascal Gross og staðan því 1-0 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. Skömmu áður en Dunk skoraði þá nældi Jóhann Berg sér í gult spjald. Hann bætti fyrir það í síðari hálfleik með fyrsta marki sínu á tímabilinu þegar hann fylgdi eftir skoti Erik Pieters. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Brighton nú unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum og gert tvö jafntefli. 61' Iceman. 1-1 - https://t.co/R0gUwYlt3N#BURBHA | #UTC pic.twitter.com/mRYd6fyncy— Burnley FC (@BurnleyOfficial) February 6, 2021 Newcastle United vann góðan 3-2 sigur á Southampton í hinum leiknum sem var að klárast rétt í þessu. Joseph Willock – lánsmaður frá Arsenal – kom heimamönnum yfir eftir 16. mínútna leik. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Miguel Almiron forystu heimamanna en Takumi Minamino – lánsmaður frá Liverpool – minnkaði muninn í 2-1 skömmu síðar. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Almiron annað mark sitt og kom Newastle 3-1 yfir. Southampton byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. James Ward-Prowse skoraði úr stórkostlegri aukaspyrnu á 48. mínútu og mínútu síðar fékk Jeff Hendrick sitt annað gula spjald og þar með rautt. 4 - James Ward-Prowse has scored four direct free-kick goals in the Premier League this season - only David Beckham (5 in 2000-01) and Laurent Robert (5 in 2001-02) have ever scored more in a single campaign in the competition. Comeback? #NEWSOU pic.twitter.com/ExDCUu9fEk— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2021 Newcastle léku því það sem eftir lifði leiks með aðeins 10 leikmenn. Raunar enduðu þeir leikinn með níu leikmenn því Fabian Schär fór meiddur af velli þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Heimamenn héldu samt sem áður út og unnu mikilvægan 3-2 sigur. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
458 - Jóhann Gudmundsson's strike for Burnley ended a run of 458 minutes without a goal conceded for Brighton in the Premier League, and was his first Premier League goal since August 2019. Leveller. pic.twitter.com/9muudd63Xc— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2021 Lewis Dunk kom Brighton yfir í fyrri hálfleik eftir sendingu Pascal Gross og staðan því 1-0 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. Skömmu áður en Dunk skoraði þá nældi Jóhann Berg sér í gult spjald. Hann bætti fyrir það í síðari hálfleik með fyrsta marki sínu á tímabilinu þegar hann fylgdi eftir skoti Erik Pieters. Staðan orðin 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Brighton nú unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum og gert tvö jafntefli. 61' Iceman. 1-1 - https://t.co/R0gUwYlt3N#BURBHA | #UTC pic.twitter.com/mRYd6fyncy— Burnley FC (@BurnleyOfficial) February 6, 2021 Newcastle United vann góðan 3-2 sigur á Southampton í hinum leiknum sem var að klárast rétt í þessu. Joseph Willock – lánsmaður frá Arsenal – kom heimamönnum yfir eftir 16. mínútna leik. Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Miguel Almiron forystu heimamanna en Takumi Minamino – lánsmaður frá Liverpool – minnkaði muninn í 2-1 skömmu síðar. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Almiron annað mark sitt og kom Newastle 3-1 yfir. Southampton byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. James Ward-Prowse skoraði úr stórkostlegri aukaspyrnu á 48. mínútu og mínútu síðar fékk Jeff Hendrick sitt annað gula spjald og þar með rautt. 4 - James Ward-Prowse has scored four direct free-kick goals in the Premier League this season - only David Beckham (5 in 2000-01) and Laurent Robert (5 in 2001-02) have ever scored more in a single campaign in the competition. Comeback? #NEWSOU pic.twitter.com/ExDCUu9fEk— OptaJoe (@OptaJoe) February 6, 2021 Newcastle léku því það sem eftir lifði leiks með aðeins 10 leikmenn. Raunar enduðu þeir leikinn með níu leikmenn því Fabian Schär fór meiddur af velli þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Heimamenn héldu samt sem áður út og unnu mikilvægan 3-2 sigur.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira