Portúgalski markahrókurinn Cristiano Ronaldo opnaði markareikninginn í leiknum þegar hann skoraði eftir sendingu frá Alvaro Morata á 13.mínútu.
Ronaldo var svo í þann mund að fara að skora sitt annað mark á 70.mínútu þegar Roger Ibanez, varnarmaður Roma, renndi sér í boltann til þess eins að setja boltann í eigið net.
Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur 2-0 sigur Juventus staðreynd. Meistararnir í 3.sæti deildarinnar og eru aðeins fimm stigum á eftir toppliði Inter og eiga leik til góða á toppliðið.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.