„Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 08:19 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi á dögunum. Í bakgrunni sést Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga að samningur við Pfizer sé í höfn og að því sé von á mörg hundruð þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins svo hægt verði að framkvæma rannsóknina. „Ég hef bara gaman af þessum sögum öllum. Þetta sýnir að Íslendingar eru góð söguþjóð og sagnaþjóð,“ sagði Þórólfur léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ekkert nýtt að frétta af mögulegum samningi við Pfizer. Aðspurður hvort fyrirtækið væri að draga lappirnar þar sem Þórólfur hefði sagt í þarsíðustu viku og þeirri síðustu að hann vænti frétta um hvort af rannsókninni yrði sagði hann: „Jú, ég hef sagt þetta ansi langt að ég hefði búist við því fyrr en það er bara eins og það er. Maður getur ekki meira gert í því, ég bíð bara og sé til hvað kemur út úr því. En á meðan er ekkert nýtt að frétta í sjálfu sér. Það er ekkert í hendi, enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar.“ Hann sagði að ákveðið hefði verið í byrjun síðustu viku að funda með Pfizer í þessari viku og enn væri stefnt á það. Þá væri heldur ekkert nýtt að frétta varðandi fleiri skammta af bóluefnum annarra framleiðenda. Sama plan væri á borðinu og verið hefur og sagði Þórólfur liggja fyrir hversu marga skammta við fáum þar til í lok mars. Fram kom á upplýsingafundi í liðinni viku að alls kæmu 74 þúsund skammtar af bóluefni til landsins fyrir mánaðamótin mars/apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í Bítinu í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en það hefst á mínútu 11:12. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Bítið Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga að samningur við Pfizer sé í höfn og að því sé von á mörg hundruð þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins svo hægt verði að framkvæma rannsóknina. „Ég hef bara gaman af þessum sögum öllum. Þetta sýnir að Íslendingar eru góð söguþjóð og sagnaþjóð,“ sagði Þórólfur léttur í bragði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ekkert nýtt að frétta af mögulegum samningi við Pfizer. Aðspurður hvort fyrirtækið væri að draga lappirnar þar sem Þórólfur hefði sagt í þarsíðustu viku og þeirri síðustu að hann vænti frétta um hvort af rannsókninni yrði sagði hann: „Jú, ég hef sagt þetta ansi langt að ég hefði búist við því fyrr en það er bara eins og það er. Maður getur ekki meira gert í því, ég bíð bara og sé til hvað kemur út úr því. En á meðan er ekkert nýtt að frétta í sjálfu sér. Það er ekkert í hendi, enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar.“ Hann sagði að ákveðið hefði verið í byrjun síðustu viku að funda með Pfizer í þessari viku og enn væri stefnt á það. Þá væri heldur ekkert nýtt að frétta varðandi fleiri skammta af bóluefnum annarra framleiðenda. Sama plan væri á borðinu og verið hefur og sagði Þórólfur liggja fyrir hversu marga skammta við fáum þar til í lok mars. Fram kom á upplýsingafundi í liðinni viku að alls kæmu 74 þúsund skammtar af bóluefni til landsins fyrir mánaðamótin mars/apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í Bítinu í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en það hefst á mínútu 11:12.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Bítið Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira