Lyfti 528 tonnum á einum sólarhring: „Líður ótrúlega vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2021 12:00 Einar lyfti þessari stöng rúmlega níu þúsund sinnum um helgina. Einar Hansberg Árnason lyfti samtals 528 tonnum í fyrradag. Hann sló þar með heimsmetið fyrir samanlagða þyngd í réttstöðulyftu á einum sólarhring. Einar lyfti sextíu og 45 kílóa stöng samtals 9.287 sinnum. Hann tileinkaði metið baráttunni fyrir velferð barna. Hann ræddi um afrekið í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er hvergi skráð í augnablikinu en við þurfum að skila doðranti af gögnum og upptöku og svoleiðis til að fá þetta skráð. Það tekur tólf vikur eða svo,“ sagði Einar. Gamla staðfesta heimsmetið var tæplega 501 tonn en Einar segir að breskur maður hafi lyft 520 tonnum síðasta haust. Markmiðið var því að fara yfir það. Einar hóf að lyfta um hádegið á laugardaginn og lyfti í heilan sólarhring. Hann sagði að gærmorguninn hafi verið ansi erfiður. „Við vorum á góðu róli og góðu plani til níu í gærmorgunn þegar við strönduðum. Þá gat ég næstum því ekki lyft stönginni upp meira. En við vorum búnir að vinna okkur þannig í haginn að við gátum farið niður í 45 kg og héldum sama plani,“ sagði Einar. Klippa: Bítið - Lyfti 528 tonnum Honum eru málefni barna hugleikin. „Stundum þurfum við að hlusta betur á þau. Þau hafa rödd og ekki draga þau í gegnum lífið á okkar forsendum. Flestir eru að gera allt rétt en bara út frá mér, maður er stundum að ströggla og gera mistök. Þannig fór ég að hugsa út í þetta.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Einar vekur athygli á góðum málefnum með einhvers konar þrekraunum. Fyrir nokkrum árum réri hann til dæmis í 55 klukkutíma. „Eins og staðan var klukkan níu í gærmorgun hefði ég gert hitt allan daginn aftur frekar en að lyfta. En þetta var styttri tími,“ sagði Einar sem segist líða vel þrátt fyrir allar lyfturnar um helgina. „Mér líður ótrúlega vel en er alveg stífur og svoleiðis. Ég fór heim og lagði mig aðeins. Ég var reyndar ekki búinn að hitta börnin í rúman sólarhring þannig að maður gaf þeim tíma. Svo pantaði maður pizzu og hafði það gott“ sagði Einar. Kraftlyftingar Bítið Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira
Einar lyfti sextíu og 45 kílóa stöng samtals 9.287 sinnum. Hann tileinkaði metið baráttunni fyrir velferð barna. Hann ræddi um afrekið í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er hvergi skráð í augnablikinu en við þurfum að skila doðranti af gögnum og upptöku og svoleiðis til að fá þetta skráð. Það tekur tólf vikur eða svo,“ sagði Einar. Gamla staðfesta heimsmetið var tæplega 501 tonn en Einar segir að breskur maður hafi lyft 520 tonnum síðasta haust. Markmiðið var því að fara yfir það. Einar hóf að lyfta um hádegið á laugardaginn og lyfti í heilan sólarhring. Hann sagði að gærmorguninn hafi verið ansi erfiður. „Við vorum á góðu róli og góðu plani til níu í gærmorgunn þegar við strönduðum. Þá gat ég næstum því ekki lyft stönginni upp meira. En við vorum búnir að vinna okkur þannig í haginn að við gátum farið niður í 45 kg og héldum sama plani,“ sagði Einar. Klippa: Bítið - Lyfti 528 tonnum Honum eru málefni barna hugleikin. „Stundum þurfum við að hlusta betur á þau. Þau hafa rödd og ekki draga þau í gegnum lífið á okkar forsendum. Flestir eru að gera allt rétt en bara út frá mér, maður er stundum að ströggla og gera mistök. Þannig fór ég að hugsa út í þetta.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Einar vekur athygli á góðum málefnum með einhvers konar þrekraunum. Fyrir nokkrum árum réri hann til dæmis í 55 klukkutíma. „Eins og staðan var klukkan níu í gærmorgun hefði ég gert hitt allan daginn aftur frekar en að lyfta. En þetta var styttri tími,“ sagði Einar sem segist líða vel þrátt fyrir allar lyfturnar um helgina. „Mér líður ótrúlega vel en er alveg stífur og svoleiðis. Ég fór heim og lagði mig aðeins. Ég var reyndar ekki búinn að hitta börnin í rúman sólarhring þannig að maður gaf þeim tíma. Svo pantaði maður pizzu og hafði það gott“ sagði Einar.
Kraftlyftingar Bítið Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Sjá meira