Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 17:19 Helga Guðrún fer gegn Ragnari Þór. Samsett Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. Helga Guðrún er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur að mennt og á að baki 30 ára starfsferil sem ráðgjafi, upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri í markaðs- og kynningarmálum. Þá var hún varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kringum aldamótin. Helga kveðst hafa fengið áhuga á kjarabaráttu þegar hún starfaði sem ráðgjafi vegna innleiðingar á markaðslaunakerfi félagsins upp úr síðustu aldamótum. Þá hafi hún mikla reynslu af félagsmálum, m.a. sem formaður Kvenréttindafélags Íslands. Helga Guðrún segist leggja áherslu á að helsti styrkur VR felist í stærð félagsins sem fjölmennasta stéttarfélag landsins. Síðustu misseri hafi félagsmönnum þó farið hlutfallslega fækkandi. Snúa verði þessari þróun við, með því að þjóna hagsmunum allra félagsmanna jafnt. „Nálgast verði umræðuna um kjör þeirra lægst launuðu á nýjum grunni og huga að því millitekjufólki sem glímir við versnandi kjör. Þá verði að styrkja undirstöður markaðslaunakerfisins, sem hefur margsannað sig sem öflugusta kjarabaráttutæki mikils meirihluta félagsmanna,“ segir Helga Guðrún í tilkynningu. Ætlar að beita sér gegn kynbundnum launamun Helga Guðrún vill að aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman og tileinki sér þau vinnubrögð í kjarasamningum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Þá vill hún að formaður VR „starfi í þágu félagsmanna VR.“ Þá hyggist hún beita sér af afli gegn kynbundnum launamun innan VR. Helga Guðrún vill jafnframt að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fái að starfa óáreittur með hag iðgjaldagreiðenda að leiðarljósi. „Lífeyrissjóðurinn er félagsmönnum VR afar mikilvægur bakhjarl og formaður VR má ekki nota vald sitt til að veikja undirstöður sjóðsins,“ segir Helga Guðrún. Fram kemur í tilkynningu á vef VR að þau Helga Guðrún og Ragnar séu ein í framboði til formanns. Kjörstjórn VR mun auglýsa tilhögun kosninga nánar þegar nær dregur. Kjaramál Félagasamtök Formannskjör í VR Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Helga Guðrún er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur að mennt og á að baki 30 ára starfsferil sem ráðgjafi, upplýsingafulltrúi og samskiptastjóri í markaðs- og kynningarmálum. Þá var hún varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í kringum aldamótin. Helga kveðst hafa fengið áhuga á kjarabaráttu þegar hún starfaði sem ráðgjafi vegna innleiðingar á markaðslaunakerfi félagsins upp úr síðustu aldamótum. Þá hafi hún mikla reynslu af félagsmálum, m.a. sem formaður Kvenréttindafélags Íslands. Helga Guðrún segist leggja áherslu á að helsti styrkur VR felist í stærð félagsins sem fjölmennasta stéttarfélag landsins. Síðustu misseri hafi félagsmönnum þó farið hlutfallslega fækkandi. Snúa verði þessari þróun við, með því að þjóna hagsmunum allra félagsmanna jafnt. „Nálgast verði umræðuna um kjör þeirra lægst launuðu á nýjum grunni og huga að því millitekjufólki sem glímir við versnandi kjör. Þá verði að styrkja undirstöður markaðslaunakerfisins, sem hefur margsannað sig sem öflugusta kjarabaráttutæki mikils meirihluta félagsmanna,“ segir Helga Guðrún í tilkynningu. Ætlar að beita sér gegn kynbundnum launamun Helga Guðrún vill að aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman og tileinki sér þau vinnubrögð í kjarasamningum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Þá vill hún að formaður VR „starfi í þágu félagsmanna VR.“ Þá hyggist hún beita sér af afli gegn kynbundnum launamun innan VR. Helga Guðrún vill jafnframt að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fái að starfa óáreittur með hag iðgjaldagreiðenda að leiðarljósi. „Lífeyrissjóðurinn er félagsmönnum VR afar mikilvægur bakhjarl og formaður VR má ekki nota vald sitt til að veikja undirstöður sjóðsins,“ segir Helga Guðrún. Fram kemur í tilkynningu á vef VR að þau Helga Guðrún og Ragnar séu ein í framboði til formanns. Kjörstjórn VR mun auglýsa tilhögun kosninga nánar þegar nær dregur.
Kjaramál Félagasamtök Formannskjör í VR Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira