Neymar, hefur samkvæmt heimildum ytra, framlengt samning sinn við PSG en hann hefur verið mikið orðaður við endurkomu til Barcelona. Félagið hefur þó ekki staðfest nýjan samning PSG en Mbappe er ánægður.
„Þetta eru frábærar fréttir. Allir vita hversu mikilvægur hann er. Hann verður vonandi hér í mörg ár til þess að skrifa söguna með okkur,“ sagi Mbappe í samtali við Canal+.
PSG vann góðan sigur á Marseille í gærkvöldi og sigurinn var mikilvægur í toppbaráttunni í Frakklandi sem er ansi þétt.
„Við byrjuðum vel og við skoruðum snemma í leiknum og lokuðum leiknum. Við stýrðum leiknum. Þetta var mikilvægur leikur og við höldum okkur þarna uppi,“ bætti Mbappe við.
PSG er í þriðja sæti Ligue 1, þremur stigum á eftir Lille á toppi deildarinnar.
New Neymar contract will see him ‘write the history’ of PSG, says Mbappe https://t.co/K8EqsjkXH3
— The Independent (@Independent) February 8, 2021