Áhrifavaldar og áhugafjárfestar Baldur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2021 07:31 Margir fagfjárfestar súpa hveljur yfir atburðarás síðustu vikna, þar sem hlutabréf einstakra fyrirtækja, sem vogunarsjóðir höfðu að sögn tekið miklar skortstöður í, voru keypt af áhugafjárfestum í svo miklum mæli að verð þeirra hækkaði jafnvel um þúsundir prósenta. Söguskýringin er nokkuð einföld: Bjánar á internetinu kaupa hlutabréf til þess eins að klekkja á vondum vogunarsjóðum. Þegar betur er að gáð er málið flóknara – og áhugaverðara – en svo. Óhefluð framkoma áhugafjárfestanna, hvort sem það er á spjallsíðum eða í viðtölum, hefur dregið athygli fólks frá þeirri staðreynd að í grunninn til byggja þessi viðskipti á nokkuð ítarlegum greiningum netverja, hvað sem fólki kann að finnast um viðskiptahættina eða áhrifin sem þetta hefur haft. Aðrir hafa sagt sína skoðun á þessum málum og viðeigandi yfirvöld munu væntanlega fara ofan í saumana á atburðarrásinni. Ég ætla því að láta það vera. Það sem mér finnst sjálfum spennandi í þessu eru öflin sem búa þarna að baki og möguleikarnir sem felast í samtakamætti fjöldans, ef honum er beitt með réttum hætti. Áhugafjárfestar hafa til þessa verið tiltölulega áhrifalausir. Fagfjárfestar hafa leitt og hinir hafa elt. Jafnvel í hópfjármögnun hlutabréfa (e. equity crowdfunding), sem gengur í grunninn til út á sniðganga hefðbundnar fjármögnunarleiðir og ná til áhugafjárfesta, hefur yfirleitt verið talin þörf á fagfjárfestum til að leiða fjármögnunina og trekkja að fjöldann. Aðgerðir síðustu vikna eru því algjör nýjung. Þegar þetta er skrifað hafa hækkanir á hlutabréfaverði flestra áðurnefndra fyrirtækja gengið að töluverðu leyti til baka.“. Einhverjir áhugafjárfestar hafa setið eftir með sárt ennið á meðan aðrir hafa malað gull. Sömu sögu má segja á fagfjárfestahliðinni. Fólk hrasar oft við að feta ótroðnar slóðir, en af flestum mistökum má draga lærdóm. Við ættum ekki vanmeta þá þekkingu og greiningargetu sem leynist í fjöldanum. Margir sjá þessa atburði sem enn aðra birtingarmynd þess að óyfirstíganleg gjá hefur myndast milli elítunnar og almúgans, Wall Street og Main Street, 1% og 99%. Ég sé þetta sem tækifæri til að brúa þetta bil og efla fjármálamarkaðina til góðs. Við sem störfum á markaðnum þurfum fyrst og fremst að reyna að skilja þessa hreyfingu, í stað þess að líta niður á hana og fordæma. Munum við sjá fjöldahreyfingar eins og þær sem leiddu áðurnefnda atburðarrás vera í leiðandi hlutverki í fjármögnun spennandi fyrirtækja í framtíðinni? Eða beita sér fyrir auknum áherslum fyrirtækja á umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS, eða ESG á ensku)? Það verður í öllu falli áhugavert að fylgjast með því hvernig þessi hreyfing mun þróast. Ef við ætlum að beisla krafta fjöldans til góðs þurfum við aukið samtal og meiri fræðslu. Við erum meira en til í það. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Markaðir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Margir fagfjárfestar súpa hveljur yfir atburðarás síðustu vikna, þar sem hlutabréf einstakra fyrirtækja, sem vogunarsjóðir höfðu að sögn tekið miklar skortstöður í, voru keypt af áhugafjárfestum í svo miklum mæli að verð þeirra hækkaði jafnvel um þúsundir prósenta. Söguskýringin er nokkuð einföld: Bjánar á internetinu kaupa hlutabréf til þess eins að klekkja á vondum vogunarsjóðum. Þegar betur er að gáð er málið flóknara – og áhugaverðara – en svo. Óhefluð framkoma áhugafjárfestanna, hvort sem það er á spjallsíðum eða í viðtölum, hefur dregið athygli fólks frá þeirri staðreynd að í grunninn til byggja þessi viðskipti á nokkuð ítarlegum greiningum netverja, hvað sem fólki kann að finnast um viðskiptahættina eða áhrifin sem þetta hefur haft. Aðrir hafa sagt sína skoðun á þessum málum og viðeigandi yfirvöld munu væntanlega fara ofan í saumana á atburðarrásinni. Ég ætla því að láta það vera. Það sem mér finnst sjálfum spennandi í þessu eru öflin sem búa þarna að baki og möguleikarnir sem felast í samtakamætti fjöldans, ef honum er beitt með réttum hætti. Áhugafjárfestar hafa til þessa verið tiltölulega áhrifalausir. Fagfjárfestar hafa leitt og hinir hafa elt. Jafnvel í hópfjármögnun hlutabréfa (e. equity crowdfunding), sem gengur í grunninn til út á sniðganga hefðbundnar fjármögnunarleiðir og ná til áhugafjárfesta, hefur yfirleitt verið talin þörf á fagfjárfestum til að leiða fjármögnunina og trekkja að fjöldann. Aðgerðir síðustu vikna eru því algjör nýjung. Þegar þetta er skrifað hafa hækkanir á hlutabréfaverði flestra áðurnefndra fyrirtækja gengið að töluverðu leyti til baka.“. Einhverjir áhugafjárfestar hafa setið eftir með sárt ennið á meðan aðrir hafa malað gull. Sömu sögu má segja á fagfjárfestahliðinni. Fólk hrasar oft við að feta ótroðnar slóðir, en af flestum mistökum má draga lærdóm. Við ættum ekki vanmeta þá þekkingu og greiningargetu sem leynist í fjöldanum. Margir sjá þessa atburði sem enn aðra birtingarmynd þess að óyfirstíganleg gjá hefur myndast milli elítunnar og almúgans, Wall Street og Main Street, 1% og 99%. Ég sé þetta sem tækifæri til að brúa þetta bil og efla fjármálamarkaðina til góðs. Við sem störfum á markaðnum þurfum fyrst og fremst að reyna að skilja þessa hreyfingu, í stað þess að líta niður á hana og fordæma. Munum við sjá fjöldahreyfingar eins og þær sem leiddu áðurnefnda atburðarrás vera í leiðandi hlutverki í fjármögnun spennandi fyrirtækja í framtíðinni? Eða beita sér fyrir auknum áherslum fyrirtækja á umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS, eða ESG á ensku)? Það verður í öllu falli áhugavert að fylgjast með því hvernig þessi hreyfing mun þróast. Ef við ætlum að beisla krafta fjöldans til góðs þurfum við aukið samtal og meiri fræðslu. Við erum meira en til í það. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar