Þekkti ekki dómaframkvæmd Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 9. febrúar 2021 08:38 Í máli Benedikts Bogasonar gegn mér vitnaði lögmaður minn til dóms Hæstaréttar 25. september 2014, þar sem Þorvaldur Gylfason hafði verið sýknaður af kröfu minni um ómerkingu tiltekinna ummæla um mig. Þar stóð svo á að sex dómarar í Hæstarétti höfðu ógilt kosningar til svonefnds stjórnlagaþings, sem á árinu 2010 hafði verið kjörið til að fjalla um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hafði Þorvaldur dylgjað um það í fræðigrein, sem hann birti í ritgerð við háskólann í Munchen, að ég hefði á laun samið eina af kærunum vegna þessara kosninga og síðan stjórnað þeirri afgreiðslu Hæstaréttar að ógilda kosningarnar vegna annmarka á framkvæmd hennar. Þetta voru býsna alvarlegar ásakanir sem beindust auk mín að hinum dómurunum sem ég átti að hafa stjórnað til verksins. Þetta voru auðvitað ósannar dylgjur. Ég taldi mér skylt að höfða mál á hendur Þorvaldi til að fá þær ómerktar. Hann var sýknaður af kröfu minni. Þó að forsendur fyrir dómsniðurstöðunni í Hæstarétti hefðu að hluta verið undarlegar, var dómurinn fordæmi fyrir því að ekki yrðu lagðar miklar hömlur á tjáningarfrelsi þeirra sem vildu gagnrýna dóma og ákvarðanir Hæstaréttar. Þessi ummæli Þorvaldar um mig voru miklu grófaari en ummæli mín um dóminn í máli Baldurs Guðlaugssonar, sem Benedikt Bogason stefndi mér fyrir. Sá munur var þar á að Þorvaldur sakaði mig um beinar ólögmætar athafnir en grein mín um mál Baldurs fól í sér rökstudda gagnrýni á efnislegar forsendur dóms réttarins. Um slíkt hlýtur að gilda miklu rýmra tjáningarfrelsi en þegar um ræðir ásakanir um að dómari hafi með beinum athöfnum brotið gegn lögum. Þess vegna hefði Benedikt átt að vita að ekki yrði vænlegt fyrir hann að stefna mér til ómerkingar ummæla minna um dóminn í máli Baldurs. En hann virtist ekki hafa þekkt lagaframkvæmdina á þessu sviði og óð bara áfram hugsunarlaust eins og bolakálfur. Upprifjun Þorvaldar Gylfasonar á þessu máli nú styður því ekki málstað Benedikts Bogasonar í málsýfingunum gegn mér, eins og hann virðist telja. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Dómsmál Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Sjá meira
Í máli Benedikts Bogasonar gegn mér vitnaði lögmaður minn til dóms Hæstaréttar 25. september 2014, þar sem Þorvaldur Gylfason hafði verið sýknaður af kröfu minni um ómerkingu tiltekinna ummæla um mig. Þar stóð svo á að sex dómarar í Hæstarétti höfðu ógilt kosningar til svonefnds stjórnlagaþings, sem á árinu 2010 hafði verið kjörið til að fjalla um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hafði Þorvaldur dylgjað um það í fræðigrein, sem hann birti í ritgerð við háskólann í Munchen, að ég hefði á laun samið eina af kærunum vegna þessara kosninga og síðan stjórnað þeirri afgreiðslu Hæstaréttar að ógilda kosningarnar vegna annmarka á framkvæmd hennar. Þetta voru býsna alvarlegar ásakanir sem beindust auk mín að hinum dómurunum sem ég átti að hafa stjórnað til verksins. Þetta voru auðvitað ósannar dylgjur. Ég taldi mér skylt að höfða mál á hendur Þorvaldi til að fá þær ómerktar. Hann var sýknaður af kröfu minni. Þó að forsendur fyrir dómsniðurstöðunni í Hæstarétti hefðu að hluta verið undarlegar, var dómurinn fordæmi fyrir því að ekki yrðu lagðar miklar hömlur á tjáningarfrelsi þeirra sem vildu gagnrýna dóma og ákvarðanir Hæstaréttar. Þessi ummæli Þorvaldar um mig voru miklu grófaari en ummæli mín um dóminn í máli Baldurs Guðlaugssonar, sem Benedikt Bogason stefndi mér fyrir. Sá munur var þar á að Þorvaldur sakaði mig um beinar ólögmætar athafnir en grein mín um mál Baldurs fól í sér rökstudda gagnrýni á efnislegar forsendur dóms réttarins. Um slíkt hlýtur að gilda miklu rýmra tjáningarfrelsi en þegar um ræðir ásakanir um að dómari hafi með beinum athöfnum brotið gegn lögum. Þess vegna hefði Benedikt átt að vita að ekki yrði vænlegt fyrir hann að stefna mér til ómerkingar ummæla minna um dóminn í máli Baldurs. En hann virtist ekki hafa þekkt lagaframkvæmdina á þessu sviði og óð bara áfram hugsunarlaust eins og bolakálfur. Upprifjun Þorvaldar Gylfasonar á þessu máli nú styður því ekki málstað Benedikts Bogasonar í málsýfingunum gegn mér, eins og hann virðist telja. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar