Aðferðir til að bregðast við eða fyrirbyggja ofbeldi á neti Þóra Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 10:01 Eftirfarandi fyrirsagnir hafa birst í fjölmiðlum á undanförnum vikum og mánuðum: „Barnaníð á netinu vaxandi vandamál í Covid“, „Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda“ og „Rannsakar peningagreiðslur netníðinga til barna“. Það er því miður ekki nýr sannleikur að börn séu áreitt eða verði fyrir ofbeldi á netinu. Börn sem lenda í slíku upplifa varnarleysi og foreldrar þeirra örvæntingu og ótta við skelfilegar afleiðingar þess, sem er skiljanlegt og ekki að ástæðulausu. En hvað er til ráða? Helst af öllu vilja Barnaheill og væntanlega allir, að komið sé í veg fyrir að börn verði fyrir því að nektarmynd af þeim fari á netið og sé dreift eða að þau verði fyrir annars konar áreiti eða ofbeldi á netinu. Vitanlega er engin töfralausn í boði frekar en við úrlausn annarra flókinna viðfangsefna. En það sem hægt er að gera þegar og ef myndefni sem sýnir ofbeldi gegn börnum fer á netið, svo sem ef nektarmynd af barni hefur farið í dreifingu, er að tilkynna það til Ábendingalínu Barnaheilla. Inni á vefsíðu Barnaheilla, er strokleður efst í hægra horninu. Með því að ýta á það opnast tilkynningarsíða sem er aldursskipt og hentar bæði börnum og fullorðnum. Tilkynningar er hægt að senda nafnlaust ef viðkomandi treystir sér ekki til að koma fram undir nafni. Það er þó alltaf betra að veita meiri upplýsingar en minni um það sem tilkynnt er um. Þannig aukast líkur á að hægt sé að finna ofbeldisefnið, hvort sem er í myndmáli eða texta, og mögulega láta fjarlægja af netinu. Til að draga úr líkum á því að barn verði fyrir ofbeldi eða áreiti á netinu er gott að hjálpa því og styðja í að öðlast færni í að segja frá vanlíðan og slæmri reynslu. Barnaheill hvetja foreldra til að bjóða börnum sínum reglulega til samtals um netöryggi og góð samskipti á netinu. Forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum, á neti sem annars staðar, er samstarfsverkefni margra, en fyrst og fremst foreldra og skóla. Það er gott að gefa sér góðan tíma til að skapa rými fyrir samverustundir þar sem börn finna tækifæri til að tala um það sem á þeim brennur. Foreldrar nefna það stundum í samtölum við Barnaheill að þeim reynist erfitt að fá börnin sín til að tala og segja sér frá lífi sínu. Við hjá Barnaheillum hvetjum foreldra til að sýna forvitni, spyrja opinna og hvetjandi spurninga og hlusta vel á svör barna sinna. Það er ágæt aðferð að spyrja spurninga sem byrja á „hv..“, eins og „hvernig gengur hjá ykkur vinunum/vinkonunum?“, „hvaða leiki ertu að spila þessa dagana?“, „hverja ertu að spjalla við á netinu?“, „hvaða góðu hlutir hafa gerst í dag?, „hvaða erfiðu eða óþægilegir hlutir hafa gerst í dag?“ og álíka spurningar. Gott er að sýna virkan og styðjandi áhuga, hlusta og gera ekki væntingar um tiltekið svar eða ákveðnar upplýsingar, að sýna helst ekki vonbrigði eða gefa þau skilaboð að börnin hafi sagt eitthvað rangt. Vera frekar styðjandi og reiðubúið að aðstoða þau að tjá það sem þau langar að segja frá. Að skapa traust og hefð fyrir samtali í frjálsu flæði, hlusta og gefa tíma og rými fyrir barnið til að trúa foreldrum fyrir því sem skiptir það máli. Þannig aukast líkurnar á að barnið leiti til sinna nánustu þegar eitthvað erfitt kemur fyrir það. Það er alvarlegt mál og ólöglegt að deila nektarmyndum af barni eða öðru ofbeldisefni sem varðar barn á netið, hvort sem maður finnur þær eða fær sendar. Stöndum saman og vinnum gegn útbreiðslu ofbeldis gegn börnum á netinu. Ekki deila áfram. Tilkynntu til Ábendingalínu Barnaheilla. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi fyrirsagnir hafa birst í fjölmiðlum á undanförnum vikum og mánuðum: „Barnaníð á netinu vaxandi vandamál í Covid“, „Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda“ og „Rannsakar peningagreiðslur netníðinga til barna“. Það er því miður ekki nýr sannleikur að börn séu áreitt eða verði fyrir ofbeldi á netinu. Börn sem lenda í slíku upplifa varnarleysi og foreldrar þeirra örvæntingu og ótta við skelfilegar afleiðingar þess, sem er skiljanlegt og ekki að ástæðulausu. En hvað er til ráða? Helst af öllu vilja Barnaheill og væntanlega allir, að komið sé í veg fyrir að börn verði fyrir því að nektarmynd af þeim fari á netið og sé dreift eða að þau verði fyrir annars konar áreiti eða ofbeldi á netinu. Vitanlega er engin töfralausn í boði frekar en við úrlausn annarra flókinna viðfangsefna. En það sem hægt er að gera þegar og ef myndefni sem sýnir ofbeldi gegn börnum fer á netið, svo sem ef nektarmynd af barni hefur farið í dreifingu, er að tilkynna það til Ábendingalínu Barnaheilla. Inni á vefsíðu Barnaheilla, er strokleður efst í hægra horninu. Með því að ýta á það opnast tilkynningarsíða sem er aldursskipt og hentar bæði börnum og fullorðnum. Tilkynningar er hægt að senda nafnlaust ef viðkomandi treystir sér ekki til að koma fram undir nafni. Það er þó alltaf betra að veita meiri upplýsingar en minni um það sem tilkynnt er um. Þannig aukast líkur á að hægt sé að finna ofbeldisefnið, hvort sem er í myndmáli eða texta, og mögulega láta fjarlægja af netinu. Til að draga úr líkum á því að barn verði fyrir ofbeldi eða áreiti á netinu er gott að hjálpa því og styðja í að öðlast færni í að segja frá vanlíðan og slæmri reynslu. Barnaheill hvetja foreldra til að bjóða börnum sínum reglulega til samtals um netöryggi og góð samskipti á netinu. Forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum, á neti sem annars staðar, er samstarfsverkefni margra, en fyrst og fremst foreldra og skóla. Það er gott að gefa sér góðan tíma til að skapa rými fyrir samverustundir þar sem börn finna tækifæri til að tala um það sem á þeim brennur. Foreldrar nefna það stundum í samtölum við Barnaheill að þeim reynist erfitt að fá börnin sín til að tala og segja sér frá lífi sínu. Við hjá Barnaheillum hvetjum foreldra til að sýna forvitni, spyrja opinna og hvetjandi spurninga og hlusta vel á svör barna sinna. Það er ágæt aðferð að spyrja spurninga sem byrja á „hv..“, eins og „hvernig gengur hjá ykkur vinunum/vinkonunum?“, „hvaða leiki ertu að spila þessa dagana?“, „hverja ertu að spjalla við á netinu?“, „hvaða góðu hlutir hafa gerst í dag?, „hvaða erfiðu eða óþægilegir hlutir hafa gerst í dag?“ og álíka spurningar. Gott er að sýna virkan og styðjandi áhuga, hlusta og gera ekki væntingar um tiltekið svar eða ákveðnar upplýsingar, að sýna helst ekki vonbrigði eða gefa þau skilaboð að börnin hafi sagt eitthvað rangt. Vera frekar styðjandi og reiðubúið að aðstoða þau að tjá það sem þau langar að segja frá. Að skapa traust og hefð fyrir samtali í frjálsu flæði, hlusta og gefa tíma og rými fyrir barnið til að trúa foreldrum fyrir því sem skiptir það máli. Þannig aukast líkurnar á að barnið leiti til sinna nánustu þegar eitthvað erfitt kemur fyrir það. Það er alvarlegt mál og ólöglegt að deila nektarmyndum af barni eða öðru ofbeldisefni sem varðar barn á netið, hvort sem maður finnur þær eða fær sendar. Stöndum saman og vinnum gegn útbreiðslu ofbeldis gegn börnum á netinu. Ekki deila áfram. Tilkynntu til Ábendingalínu Barnaheilla. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun