Ísafjarðarbær á eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2021 12:02 Ísafjarðarbær á í dag 27 íbúðir í húsnæði Hlífar sem sést aftan við sjúkrahúsið á þessari mynd. Stöð 2/Egill Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir óeðlilegt að bærinn eigi hlutfallslega fleiri félagslegar íbúðir en önnur bæjarfélög en bærinn stefni að því að selja hundrað íbúðir í eigu bæjarins sem og íbúðir fyrir aldraða til óhagnaðardrifinna félaga. Afraksturinn yrði meðal annars notaður til að auka framboð á húsnæði fyrir aldraða. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynda meirihluta í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson oddviti Sjálfstæðismanna og formaður bæjarráðs segir að við sameiningu sveitarfélaga í Ísafjarðarbæ hafi bærinn átt 190 íbúðir sem smátt og smátt hafi fækkað niður í eitt hundrað. Nú eigi bærinn eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa í bænum. Um tuttugu prósent þeirra megi skilgreina sem félagslegar íbúðir. Daníel segir áform um sölu þessarra íbúða ekki á skjön við stefnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um uppbyggingu almennra íbúða á betri kjörum til þeirra lægst launuðu. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs segir sölu íbúða í eigu bæjarins geta skapað hátt á þrjá milljarða í tekjur fyrir bæinn. Þær tekjur yrðu meðal annars nýttar til að fjölga leiguíbúðum fyrir aldraða.Stöð 2/Baldur „Þar erum við í raun og veru að horfa til þess að taka á okkur sama hlutverk og ríkið er að gera. Að bjóða þeim sem eru í íbúðunum í dag að kaupa þær af okkur. Annað hvort með hlutdeildarláni frá bænum eða þá að bærinn fjármagni það sem upp á vanti. Þannig að þeir íbúar sem eru í þeim væru kannski að eignast íbúðirnar fyrir minni mánaðrlegar greiðslu en þeir eru að greiða okkur í leigu í dag,“ segir Daníel. Svipað sé upp á teningnum varðandi þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Í dag eigi bærinn 27 íbúðir af sjötíu og tveimur fyrir eldri borgara í húsi Hlífar. „Varðandi íbúðirnar fyrir eldri borgara er hugmyndin að finna einhvern kaupanda sem hefur þessi markmið sem þú lýstir áðan. Þannig að það verði virkur leigumarkaður fyrir eldri borgara í þessu húsi,“ segir Daníel. Stefnt sé að því að selja til óhagnaðardrifinna félaga. Nú sé lögð meiri áhersla á heimaþjónustu og síðan taki hjúkrunarheimilin við. Formaður bæjarráðs segir Ísafjarðarbæ eiga fleiri íbúðir miðað við höfðatölu en nokkurt annað sveitarfélag. Létta þurfi á rekstri bæjarins og auka svigrúm til fjárfestinga.Stöð 2/Egill Málið sé hins vegar allt á frumstigi og óvíst hvort slíkir kaupendur finnist en málið verði tekið fyrir í bæjarstjórn í næstu viku. Áfram yrði stefnt að því að ákveðin fjöldi almennra íbúða yrði innan félagslegra íbúðakerfsins annað hvort með eignarhaldi bæjarins eða leigusamningum. „Það er alla vega ekki æskilegt í mínum huga að það sé einhver að kaupa sem ætli annað hvort að segja leigunni upp eða hækka leiguna umtalsvert,“ segir formaður bæjarráðs. Þessar hugmyndir séu ekki eingöngu drifnar af fjármögnun á nýju knattspyrnuhúsi sem kosti um 600 milljóir króna, sömu upphæð og bærinn hafi til fjárfestinga á hverju ári að jafnaði. Heldur til að minnka umfang rekstrar bæjarins. Sala eigna gæti fært bænum hátt á þriðja milljarð króna. „Það er engin ástæða fyrir Ísafjarðarbæ að eiga miklu, miklu fleiri félagslegar íbúðir en nokkuð annað sveitarfélag eftir höfðatölu. Þannig að verkefnið er í raun og veru kannski bara að straumlínulaga aðeins hjá okkur reksturinn til að geta sótt fram,“ segir Daníel Jakobsson. Ísafjarðarbær Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynda meirihluta í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson oddviti Sjálfstæðismanna og formaður bæjarráðs segir að við sameiningu sveitarfélaga í Ísafjarðarbæ hafi bærinn átt 190 íbúðir sem smátt og smátt hafi fækkað niður í eitt hundrað. Nú eigi bærinn eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa í bænum. Um tuttugu prósent þeirra megi skilgreina sem félagslegar íbúðir. Daníel segir áform um sölu þessarra íbúða ekki á skjön við stefnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um uppbyggingu almennra íbúða á betri kjörum til þeirra lægst launuðu. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs segir sölu íbúða í eigu bæjarins geta skapað hátt á þrjá milljarða í tekjur fyrir bæinn. Þær tekjur yrðu meðal annars nýttar til að fjölga leiguíbúðum fyrir aldraða.Stöð 2/Baldur „Þar erum við í raun og veru að horfa til þess að taka á okkur sama hlutverk og ríkið er að gera. Að bjóða þeim sem eru í íbúðunum í dag að kaupa þær af okkur. Annað hvort með hlutdeildarláni frá bænum eða þá að bærinn fjármagni það sem upp á vanti. Þannig að þeir íbúar sem eru í þeim væru kannski að eignast íbúðirnar fyrir minni mánaðrlegar greiðslu en þeir eru að greiða okkur í leigu í dag,“ segir Daníel. Svipað sé upp á teningnum varðandi þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Í dag eigi bærinn 27 íbúðir af sjötíu og tveimur fyrir eldri borgara í húsi Hlífar. „Varðandi íbúðirnar fyrir eldri borgara er hugmyndin að finna einhvern kaupanda sem hefur þessi markmið sem þú lýstir áðan. Þannig að það verði virkur leigumarkaður fyrir eldri borgara í þessu húsi,“ segir Daníel. Stefnt sé að því að selja til óhagnaðardrifinna félaga. Nú sé lögð meiri áhersla á heimaþjónustu og síðan taki hjúkrunarheimilin við. Formaður bæjarráðs segir Ísafjarðarbæ eiga fleiri íbúðir miðað við höfðatölu en nokkurt annað sveitarfélag. Létta þurfi á rekstri bæjarins og auka svigrúm til fjárfestinga.Stöð 2/Egill Málið sé hins vegar allt á frumstigi og óvíst hvort slíkir kaupendur finnist en málið verði tekið fyrir í bæjarstjórn í næstu viku. Áfram yrði stefnt að því að ákveðin fjöldi almennra íbúða yrði innan félagslegra íbúðakerfsins annað hvort með eignarhaldi bæjarins eða leigusamningum. „Það er alla vega ekki æskilegt í mínum huga að það sé einhver að kaupa sem ætli annað hvort að segja leigunni upp eða hækka leiguna umtalsvert,“ segir formaður bæjarráðs. Þessar hugmyndir séu ekki eingöngu drifnar af fjármögnun á nýju knattspyrnuhúsi sem kosti um 600 milljóir króna, sömu upphæð og bærinn hafi til fjárfestinga á hverju ári að jafnaði. Heldur til að minnka umfang rekstrar bæjarins. Sala eigna gæti fært bænum hátt á þriðja milljarð króna. „Það er engin ástæða fyrir Ísafjarðarbæ að eiga miklu, miklu fleiri félagslegar íbúðir en nokkuð annað sveitarfélag eftir höfðatölu. Þannig að verkefnið er í raun og veru kannski bara að straumlínulaga aðeins hjá okkur reksturinn til að geta sótt fram,“ segir Daníel Jakobsson.
Ísafjarðarbær Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira