Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Kolbeinn Tumi Daðason, Eiður Þór Árnason og Birgir Olgeirsson skrifa 9. febrúar 2021 17:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að loknum fundi í dag. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. „Ég myndi segja það að það séu mjög litlar líkur á því að það verði af þessu, það er ekki búið að slá það alveg út af borðinu en það eru svona hverfandi líkur finnst mér,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu rétt eftir fundinn. Hann sagði málin hafa verið rædd á fundinum en að engin samningsdrög liggi fyrir. Hann gat ekki svaraði því hvort eitthvað ákveðið atriði hafi sett strik í reikninginn. Fórnarlömb eigin árangurs Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að ástæðan fyrir áhugaleysi lyfjaframleiðandans sé að tilfelli Covid-19 á Íslandi séu einfaldlega ekki nægjanlega mörg. Hann á ekki von á því að farið verði í viðræður við önnur lyfjafyrirtæki enda myndu sömu röksemdir blasa við, sem erfitt sé að andmæla. „Við erum fórnarlamb eigin árangurs,“ segir Kári. „Ef við hefðum verið með svona tuttugu tilfelli á dag þá hefði þetta gengið.“ Var aldrei í hendi „Ég er búinn að segja það allan tímann, annað hvort gengur þetta eða gengur ekki. Það hefur ekki verið neinn samningur eða samningsdrög á borðinu þrátt fyrir allar þessar sögur. Við vorum bara að ræða málin og við eigum bara eftir að skýra betur frá þessu á næstunni,“ sagði Þórólfur. Vonast var til að svonefnd fjórða fasa rannsókn Pfizer gæti tryggt þorra Íslendinga skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 á næstu misserum. Mikil eftirvænting hefur verið eftir niðurstöðu samningaviðræðna. Fyrst var greint frá því skömmu fyrir jól að Kári og Þórólfur væru í viðræðum við Pfizer og fleiri lyfjaframleiðendur um að slík rannsókn færi fram hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16 Upplýst umræða um Pfizer rannsóknina verði að fara fram Þrír prófessorar og tveir dósentar í heimspeki kalla eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórða fasa rannsókn Pfizer hér á landi. Aðeins þannig geti upplýst samfélagsumræða farið fram sem sé afar mikilvæg í tengslum við rannsókn af slíkri stærðargráðu og raun ber vitni. 9. febrúar 2021 12:32 Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51 Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
„Ég myndi segja það að það séu mjög litlar líkur á því að það verði af þessu, það er ekki búið að slá það alveg út af borðinu en það eru svona hverfandi líkur finnst mér,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu rétt eftir fundinn. Hann sagði málin hafa verið rædd á fundinum en að engin samningsdrög liggi fyrir. Hann gat ekki svaraði því hvort eitthvað ákveðið atriði hafi sett strik í reikninginn. Fórnarlömb eigin árangurs Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að ástæðan fyrir áhugaleysi lyfjaframleiðandans sé að tilfelli Covid-19 á Íslandi séu einfaldlega ekki nægjanlega mörg. Hann á ekki von á því að farið verði í viðræður við önnur lyfjafyrirtæki enda myndu sömu röksemdir blasa við, sem erfitt sé að andmæla. „Við erum fórnarlamb eigin árangurs,“ segir Kári. „Ef við hefðum verið með svona tuttugu tilfelli á dag þá hefði þetta gengið.“ Var aldrei í hendi „Ég er búinn að segja það allan tímann, annað hvort gengur þetta eða gengur ekki. Það hefur ekki verið neinn samningur eða samningsdrög á borðinu þrátt fyrir allar þessar sögur. Við vorum bara að ræða málin og við eigum bara eftir að skýra betur frá þessu á næstunni,“ sagði Þórólfur. Vonast var til að svonefnd fjórða fasa rannsókn Pfizer gæti tryggt þorra Íslendinga skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 á næstu misserum. Mikil eftirvænting hefur verið eftir niðurstöðu samningaviðræðna. Fyrst var greint frá því skömmu fyrir jól að Kári og Þórólfur væru í viðræðum við Pfizer og fleiri lyfjaframleiðendur um að slík rannsókn færi fram hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16 Upplýst umræða um Pfizer rannsóknina verði að fara fram Þrír prófessorar og tveir dósentar í heimspeki kalla eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórða fasa rannsókn Pfizer hér á landi. Aðeins þannig geti upplýst samfélagsumræða farið fram sem sé afar mikilvæg í tengslum við rannsókn af slíkri stærðargráðu og raun ber vitni. 9. febrúar 2021 12:32 Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51 Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16
Upplýst umræða um Pfizer rannsóknina verði að fara fram Þrír prófessorar og tveir dósentar í heimspeki kalla eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórða fasa rannsókn Pfizer hér á landi. Aðeins þannig geti upplýst samfélagsumræða farið fram sem sé afar mikilvæg í tengslum við rannsókn af slíkri stærðargráðu og raun ber vitni. 9. febrúar 2021 12:32
Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51
Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37