„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2021 18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að stjórnvöld hyggist halda sínu striki. Vísir/vilhelm „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. Vonast var til að slík rannsókn myndi tryggja stórum hluta Íslendinga bóluefni við Covid-19 með mun skjótari hætti en áður var gert ráð fyrir. „Við höldum bara ótrauð áfram í okkar verkefni sem er annars vegar að tryggja sóttvarnir, þar sem okkur hefur auðvitað tekist vel, og síðan að halda áfram því verkefni að tryggja bóluefni fyrir alla landsmenn,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Ríkisstjórnin ekki átt beina aðkomu að viðræðunum Mikil eftirvænting var eftir niðurstöðu samningaviðræðna við Pfizer en fulltrúar fyrirtækisins funduðu síðdegis með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Niðurstaða fundarins var sú að ekki væru nógu mörg kórónuveirutilfelli hér til að réttlæta slíka rannsókn. Þórólfur sagði skömmu eftir fundinn í dag að ekki væri enn búið að útiloka neitt en að líkurnar væru mjög litlar. Von er á formlegu svari frá Pfizer á næstu dögum. Að sögn Katrínar hafði ríkisstjórnin enga beina aðkomu að samningaviðræðunum en að ráðherrar hafi stutt sóttvarnalækni og Kára í viðræðum þeirra við fyrirtækið. Faraldurinn sé langhlaup „Ég hafði heyrt í þessum vísindamönnum sem voru á leiðinni á þennan fund og þeir sögðu að það gæti brugðið til beggja vona, þannig að það í sjálfu sér er bara eins og það er,“ segir Katrín. Er þessi niðurstaða vonbrigði? „Þessi faraldur er langhlaup en þetta breytir engu um það að við höldum bara okkar striki áfram. Við höfum sýnt mjög góðan árangur í þessu hingað til og búum núna líklega við einar minnstu sóttarnaráðstafanir í Evrópu. Svo erum við auðvitað á fullu á bólusetningun og erum þá fremur ofarlega hlutfallslega í hópi í Evrópuþjóða svo við munum bara halda áfram á sömu braut.“ Verði búið að bólusetja meirihluta þjóðarinnar um mitt ár Þegar Katrín er beðin um að meta stöðu Íslands eftir þessa niðurstöðu segir hún að töluvert betri upplýsingar liggi nú fyrir um afhendingu bóluefna á fyrsta ársfjórðungi. „Ég hef nú væntingar til þess að þetta muni ganga hraðar á öðrum ársfjórðungi ef marka má áætlanir lyfjafyrirtækjanna. Þannig að ég stend við það sem ég hef áður sagt að ég tel að við verðum komin á þann stað svona um mitt ár að við verðum farin að sjá meirihluta þjóðarinnar bólusetta.“ Aðspurð um það hvort hún vilji láta reyna á það að taka upp viðræður við aðra bóluefnaframleiðendur bendir Katrín á slíkt hafi þegar verði gert. „Það skilaði þessum fundum sem haldnir voru með Pfizer og það er eins og fram hefur komið hverfandi líkur á því svo við verðum bara að sjá hvað setur svo í framhaldinu.“ Greint var frá því fyrir áramót að Þórólfur og Kári hafi um tíma sömuleiðis átt í óformlegum viðræðum við Moderna um framkvæmd álíka rannsóknar. Kári sagði í samtali við fréttastofu skömmu eftir fundinn í dag að hann eigi ekki von á því að taka upp þráðinn með öðrum framleiðendum. Þar myndu sömu röksemdir blasa við og hjá Pfizer, að of fá smit séu til staðar hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16 Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51 Þyrftu alltaf að reyna á hjarðónæmi burtséð frá Pfizer-rannsókn Sóttvarnalæknir segir lyfjafyrirtækið Pfizer ekki hafa gert kröfu um að landamærin verði opnuð í nafni bóluefnarannsóknar og ekki standi til að stefna heilsu þjóðarinnar í hættu. Slakað verði þó á sóttvarnaaðgerðum á landamærunum þegar bólusetningar eru langt komnar 8. febrúar 2021 18:31 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Vonast var til að slík rannsókn myndi tryggja stórum hluta Íslendinga bóluefni við Covid-19 með mun skjótari hætti en áður var gert ráð fyrir. „Við höldum bara ótrauð áfram í okkar verkefni sem er annars vegar að tryggja sóttvarnir, þar sem okkur hefur auðvitað tekist vel, og síðan að halda áfram því verkefni að tryggja bóluefni fyrir alla landsmenn,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Ríkisstjórnin ekki átt beina aðkomu að viðræðunum Mikil eftirvænting var eftir niðurstöðu samningaviðræðna við Pfizer en fulltrúar fyrirtækisins funduðu síðdegis með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Niðurstaða fundarins var sú að ekki væru nógu mörg kórónuveirutilfelli hér til að réttlæta slíka rannsókn. Þórólfur sagði skömmu eftir fundinn í dag að ekki væri enn búið að útiloka neitt en að líkurnar væru mjög litlar. Von er á formlegu svari frá Pfizer á næstu dögum. Að sögn Katrínar hafði ríkisstjórnin enga beina aðkomu að samningaviðræðunum en að ráðherrar hafi stutt sóttvarnalækni og Kára í viðræðum þeirra við fyrirtækið. Faraldurinn sé langhlaup „Ég hafði heyrt í þessum vísindamönnum sem voru á leiðinni á þennan fund og þeir sögðu að það gæti brugðið til beggja vona, þannig að það í sjálfu sér er bara eins og það er,“ segir Katrín. Er þessi niðurstaða vonbrigði? „Þessi faraldur er langhlaup en þetta breytir engu um það að við höldum bara okkar striki áfram. Við höfum sýnt mjög góðan árangur í þessu hingað til og búum núna líklega við einar minnstu sóttarnaráðstafanir í Evrópu. Svo erum við auðvitað á fullu á bólusetningun og erum þá fremur ofarlega hlutfallslega í hópi í Evrópuþjóða svo við munum bara halda áfram á sömu braut.“ Verði búið að bólusetja meirihluta þjóðarinnar um mitt ár Þegar Katrín er beðin um að meta stöðu Íslands eftir þessa niðurstöðu segir hún að töluvert betri upplýsingar liggi nú fyrir um afhendingu bóluefna á fyrsta ársfjórðungi. „Ég hef nú væntingar til þess að þetta muni ganga hraðar á öðrum ársfjórðungi ef marka má áætlanir lyfjafyrirtækjanna. Þannig að ég stend við það sem ég hef áður sagt að ég tel að við verðum komin á þann stað svona um mitt ár að við verðum farin að sjá meirihluta þjóðarinnar bólusetta.“ Aðspurð um það hvort hún vilji láta reyna á það að taka upp viðræður við aðra bóluefnaframleiðendur bendir Katrín á slíkt hafi þegar verði gert. „Það skilaði þessum fundum sem haldnir voru með Pfizer og það er eins og fram hefur komið hverfandi líkur á því svo við verðum bara að sjá hvað setur svo í framhaldinu.“ Greint var frá því fyrir áramót að Þórólfur og Kári hafi um tíma sömuleiðis átt í óformlegum viðræðum við Moderna um framkvæmd álíka rannsóknar. Kári sagði í samtali við fréttastofu skömmu eftir fundinn í dag að hann eigi ekki von á því að taka upp þráðinn með öðrum framleiðendum. Þar myndu sömu röksemdir blasa við og hjá Pfizer, að of fá smit séu til staðar hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16 Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51 Þyrftu alltaf að reyna á hjarðónæmi burtséð frá Pfizer-rannsókn Sóttvarnalæknir segir lyfjafyrirtækið Pfizer ekki hafa gert kröfu um að landamærin verði opnuð í nafni bóluefnarannsóknar og ekki standi til að stefna heilsu þjóðarinnar í hættu. Slakað verði þó á sóttvarnaaðgerðum á landamærunum þegar bólusetningar eru langt komnar 8. febrúar 2021 18:31 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16
Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51
Þyrftu alltaf að reyna á hjarðónæmi burtséð frá Pfizer-rannsókn Sóttvarnalæknir segir lyfjafyrirtækið Pfizer ekki hafa gert kröfu um að landamærin verði opnuð í nafni bóluefnarannsóknar og ekki standi til að stefna heilsu þjóðarinnar í hættu. Slakað verði þó á sóttvarnaaðgerðum á landamærunum þegar bólusetningar eru langt komnar 8. febrúar 2021 18:31