Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2021 23:27 Kim Kielsen og Erik Jensen meðan allt lék í lyndi á yfirborðinu innan Siumut-flokksins, stærsta stjórnmálaflokks Grænlands. Myndin var tekin á fótboltaleik í bænum Sisimiut sumarið 2017. Siumut Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. Eftir að einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, sagði skilið við landsstjórnina í gær lýsti Kim Kielsen því yfir að stjórnin myndi sitja áfram sem minnihlutastjórn, þrátt fyrir að hún hafi núna aðeins 11 þingsæti af 31 á grænlenska þinginu. Formaður Demokraterne krafðist kosninga en Kielsen svaraði því til að það væri þingsins að ákveða slíkt. Erik Jensen tók við formennskunni í Siumut-flokknum í lok nóvember. Siumut Fljótlega eftir að Erik Jensen sigraði Kim Kielsen í formannsslag innan Siumut þann 30. nóvember lýsti hann því yfir að hann gerði einnig ráð fyrir að taka við forsæti landsstjórnarinnar. Fyrst reyndi hann um miðjan janúar að fá hina stjórnarflokkanna til að fallast á forsætisráðherraskipti. Þegar það reyndist árangurslaust hóf hann viðræður við forystumenn stjórnarandstöðuflokka um myndun nýrrar stjórnar. Í dag varð svo ljóst að enginn þeirra hafði áhuga á að ganga til stjórnarsamstarfs við Siumut-flokkinn undir stjórn Jensens, að því er fram kemur í Sermitsiaq. Þeir bera því meðal annars við í viðtali við KNR að flokkurinn sé óstjórntækur vegna innanbúðarátaka. Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands þrátt fyrir að hafa verið felldur úr formannssæti Siumut-flokksins.Siumut Hvort Kielsen takist að halda völdum sem leiðtogi Grænlands skýrist betur næstkomandi þriðjudag, þann 16. febrúar, þegar þingið kemur saman að nýju eftir vetrarhlé. Í frétt KNR í dag segir að enginn viti hvað þá muni gerast. Kielsen gæti sjálfur ákveðið að víkja friðsamlega en einnig gæti myndast meirihlutastuðningur við vantrauststillögu, sem þá þýddi kosningar. Kim Kielsen segist hins vegar engan áhuga hafa á að efna núna til þingkosninga. Hann vilji freista þess að halda áfram svo fremi að það sé mögulegt fyrir minnihlutastjórn að vinna störf sín. Grænland Tengdar fréttir Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45 Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10 Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Eftir að einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, sagði skilið við landsstjórnina í gær lýsti Kim Kielsen því yfir að stjórnin myndi sitja áfram sem minnihlutastjórn, þrátt fyrir að hún hafi núna aðeins 11 þingsæti af 31 á grænlenska þinginu. Formaður Demokraterne krafðist kosninga en Kielsen svaraði því til að það væri þingsins að ákveða slíkt. Erik Jensen tók við formennskunni í Siumut-flokknum í lok nóvember. Siumut Fljótlega eftir að Erik Jensen sigraði Kim Kielsen í formannsslag innan Siumut þann 30. nóvember lýsti hann því yfir að hann gerði einnig ráð fyrir að taka við forsæti landsstjórnarinnar. Fyrst reyndi hann um miðjan janúar að fá hina stjórnarflokkanna til að fallast á forsætisráðherraskipti. Þegar það reyndist árangurslaust hóf hann viðræður við forystumenn stjórnarandstöðuflokka um myndun nýrrar stjórnar. Í dag varð svo ljóst að enginn þeirra hafði áhuga á að ganga til stjórnarsamstarfs við Siumut-flokkinn undir stjórn Jensens, að því er fram kemur í Sermitsiaq. Þeir bera því meðal annars við í viðtali við KNR að flokkurinn sé óstjórntækur vegna innanbúðarátaka. Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands þrátt fyrir að hafa verið felldur úr formannssæti Siumut-flokksins.Siumut Hvort Kielsen takist að halda völdum sem leiðtogi Grænlands skýrist betur næstkomandi þriðjudag, þann 16. febrúar, þegar þingið kemur saman að nýju eftir vetrarhlé. Í frétt KNR í dag segir að enginn viti hvað þá muni gerast. Kielsen gæti sjálfur ákveðið að víkja friðsamlega en einnig gæti myndast meirihlutastuðningur við vantrauststillögu, sem þá þýddi kosningar. Kim Kielsen segist hins vegar engan áhuga hafa á að efna núna til þingkosninga. Hann vilji freista þess að halda áfram svo fremi að það sé mögulegt fyrir minnihlutastjórn að vinna störf sín.
Grænland Tengdar fréttir Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45 Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10 Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. 8. febrúar 2021 18:45
Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10
Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14