„Fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum“ hafi tjáð sig um kjaftasögu Eiður Þór Árnason og Birgir Olgeirsson skrifa 9. febrúar 2021 22:15 Fjölmargar sögusagnir hafa verið uppi um samningaviðræður Íslendinga við Pfizer. Voru flestar þeirra á þá leið að búið væri að ganga frá samkomulagi við lyfjaframleiðandann og tryggja Íslendingum fleiri hundruð þúsund skammta af bóluefni við Covid-19 sem væri væntanlegt á allra næstu vikum. Síðdegis í dag kom svo í ljós að litlar líkur væru á því að Pfizer myndi ráðast í rannsóknarverkefni hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem var auk Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í forsvari fyrir Íslendinga í viðræðunum segist hafa haft gaman af mörgum þessara sögusagna en að eitt hafi staðið upp úr. „Mér fannst hins vegar fyndnast og fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum fór að tjá sig um þessa tilraun í Fréttablaðinu í morgun. Var að tjá heimspekilegar vangaveltur um kjaftasögu. Mér finnst það vera svolítið met og finnst að þessi menn eigi skilið einhvers konar medalíu fyrir þetta,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hefðu fengið næg tækifæri til að tjá sig um verkefnið Vísar hann þar til greinar þriggja prófessora og tveggja dósenta í heimspeki sem var titluð „Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland“. Þar kölluðu heimspekingarnir eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórðu fasa rannsókn Pfizer og kölluðu eftir upplýstri umræðu um verkefnið. „Á okkur leita í fyrsta lagi spurningar um vísindalegt gildi og hnattræna gagnsemi rannsóknarinnar. Er líklegt að hér verði aflað þekkingar sem muni hafa þýðingarmikið yfirfærslugildi fyrir þjóðir sem búa flestar við aðstæður sem eru gerólíkar okkar?“ sagði meðal annars í greininni sem vakti nokkra athygli. Kári bendir á að ef rannsóknin yrði að veruleika þyrfti hún meðal annars að fara fyrir Vísindasiðanefnd og Persónuvernd. „Þannig að þessi hópur heimspekinga hefði haft næg tækifæri til þess að tjá sig ef það hefði verið ráðist í þessa rannsókn en þeim fannst skynsamlegra að tjá sig um þetta á formi kjaftasögu því það er yfirleitt það sem Heimspekistofnun Háskóla Íslands fjallar um, það eru kjaftasögur,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37 Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem var auk Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í forsvari fyrir Íslendinga í viðræðunum segist hafa haft gaman af mörgum þessara sögusagna en að eitt hafi staðið upp úr. „Mér fannst hins vegar fyndnast og fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum fór að tjá sig um þessa tilraun í Fréttablaðinu í morgun. Var að tjá heimspekilegar vangaveltur um kjaftasögu. Mér finnst það vera svolítið met og finnst að þessi menn eigi skilið einhvers konar medalíu fyrir þetta,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hefðu fengið næg tækifæri til að tjá sig um verkefnið Vísar hann þar til greinar þriggja prófessora og tveggja dósenta í heimspeki sem var titluð „Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland“. Þar kölluðu heimspekingarnir eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórðu fasa rannsókn Pfizer og kölluðu eftir upplýstri umræðu um verkefnið. „Á okkur leita í fyrsta lagi spurningar um vísindalegt gildi og hnattræna gagnsemi rannsóknarinnar. Er líklegt að hér verði aflað þekkingar sem muni hafa þýðingarmikið yfirfærslugildi fyrir þjóðir sem búa flestar við aðstæður sem eru gerólíkar okkar?“ sagði meðal annars í greininni sem vakti nokkra athygli. Kári bendir á að ef rannsóknin yrði að veruleika þyrfti hún meðal annars að fara fyrir Vísindasiðanefnd og Persónuvernd. „Þannig að þessi hópur heimspekinga hefði haft næg tækifæri til þess að tjá sig ef það hefði verið ráðist í þessa rannsókn en þeim fannst skynsamlegra að tjá sig um þetta á formi kjaftasögu því það er yfirleitt það sem Heimspekistofnun Háskóla Íslands fjallar um, það eru kjaftasögur,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37 Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37
Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07