Fimmtán ára vera Ramos hjá Real er senn á enda. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og samningaviðræðurnar hafa ekki skilað tilætluðum árangri.
Spænski blaðamaðurinn Siro Lopez sagði í samtali við Mundo Deportivo að Ramos hefði hafnað tveggja ára samningi Real en hann átti að taka á sig tíu prósent launalækkun.
Ramos hafnaði einnig einungis eins árs samningi með sömu launum og hann er á í dag en hann er ekki talinn vilja eins árs samning.
Nú segja fréttir frá Spáni að Real ætli ekki að bjóða varnarmanninum nýjan samning en hann er nú á meiðslalistanum eftir aðgerð á hné sem hann varð fyrir í leiknum gegn Athletic Bilbao þann 14. janúar.
Líkur eru á að hann snúi aftur í apríl en allt útlit er fyrir að það verði hans síðustu leikir fyrir félagið. David Alaba, miðvörður Bayern Munchen, gæti verið arftaki Ramos hjá félaginu.
Real Madrid 'give up on Sergio Ramos after he rejected TWO contract offers', with captain set to leave on a free transfer https://t.co/Fli14kZWTC
— MailOnline Sport (@MailSport) February 10, 2021

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.