Sjö stærstu útgerðirnar greiddu einn tíunda af samanlögðum rekstrarhagnaði í veiðigjöld Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 21:21 Sjö stærstu útgerðir landsins greiða eigendum sínum margfalt meira í arð en þær greiða í veiðigjöld, sem eru innan við einn tíundi af samanlögðum rekstrarhagnaði fyrirtækjanna. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum eftir að breytingar þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. Þau voru til að mynda um 1,8 milljarði lægri í fyrra en árið á undan. Árið 2019 greiddu 934 útgerðir samtals um 6,6 milljarða í veiðigjöld og af þeim greiddu fimm stærstu útgerðirnar samtals um einn komma þrjá milljarða króna. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum.Stöð 2/Hafsteinn Ársreikningar fyrir síðasta ár eru ekki komnir fram en í ársreikningum sjö stærstu útgerðanna fyrir 2019 kemur fram að Samherji á Íslandi var með tæpa sjö milljarða í rekstrarhagnað og greiddi um helming í arð og um 450 milljónir í veiðigjöld. Brim var með 6 milljarða hagnað, greiddi einn þriðja í arð og 630 milljónir í veiðigjöld. Síldarvinnslan var með 5,7 milljarða í rekstrarhagnað, greiddi 1,3 milljarða í arð og 280 milljónir í veiðigjöld. Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækjanna sjö er um 26,5 milljarða en arðgreiðslur voru um 7,2 milljarða. Veiðigjöldin nema þannig einum tíunda af hagnaði og þriðjungi af arðgreiðslum. Samherji var með mestan rekstrarhagnað íslenskra útgerða árið 2019 samkvæmt ársreikningum.Stöð 2/Hafsteinn Segir hlutfallið vera óeðlilega lágt Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, segir allt benda til að þetta hlutfall hafi lækkað á síðasta ári ef horft sé á þróunina í tekjum útgerðarinnar. Hann telur hlutfallið vera óeðlilega lágt. „Ég held að við verðum að viðurkenna að þetta er mjög lágur aðgöngumiði miðað við þann hagnað sem útgerðin hefur skapað og þetta er hlutfallsega mun minna en útgerðin hefur greitt á undanförnum árum.“ Hvað veldur því að þetta er svona lágt? „Þetta er reiknuð stærð og að hluta til er þetta vegna þess að afkoma ársins 2018 var ekkert sérstaklega góð og það er hún sem er lögð til grundvallar við mat á gjaldinu. Svo þetta gæti átt eftir að breytast á komandi árum en fyrst og fremst þá held ég að þessi aðferð að meta þetta með þessum hætti sé einfaldlega ekki góð,“ segir Daði. Nú eru lagðar til breytingar á stjórnarskránni varðandi auðlindaákvæðið, verður tekið á þessu þar? „Nei, því miður. Það leit nú út fyrir á tímabili að það yrði samstaða um þessar tillögur um breytingar að stjórnarskránni sem forsætisráðherra er að leggja fram en það ákvæði sem hún endaði með gengur ekki lengra en fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða sem hefur skapað þetta ástand sem við erum með í dag. Það var krafa meðal annars Viðreisnar að það yrði sett inn í stjórnarskránna ákvæði um tímabindingu þessara réttinda og ef að það hefði verið þarna inni hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði. Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum eftir að breytingar þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður. Þau voru til að mynda um 1,8 milljarði lægri í fyrra en árið á undan. Árið 2019 greiddu 934 útgerðir samtals um 6,6 milljarða í veiðigjöld og af þeim greiddu fimm stærstu útgerðirnar samtals um einn komma þrjá milljarða króna. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað talsvert á síðustu þremur árum.Stöð 2/Hafsteinn Ársreikningar fyrir síðasta ár eru ekki komnir fram en í ársreikningum sjö stærstu útgerðanna fyrir 2019 kemur fram að Samherji á Íslandi var með tæpa sjö milljarða í rekstrarhagnað og greiddi um helming í arð og um 450 milljónir í veiðigjöld. Brim var með 6 milljarða hagnað, greiddi einn þriðja í arð og 630 milljónir í veiðigjöld. Síldarvinnslan var með 5,7 milljarða í rekstrarhagnað, greiddi 1,3 milljarða í arð og 280 milljónir í veiðigjöld. Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækjanna sjö er um 26,5 milljarða en arðgreiðslur voru um 7,2 milljarða. Veiðigjöldin nema þannig einum tíunda af hagnaði og þriðjungi af arðgreiðslum. Samherji var með mestan rekstrarhagnað íslenskra útgerða árið 2019 samkvæmt ársreikningum.Stöð 2/Hafsteinn Segir hlutfallið vera óeðlilega lágt Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði, segir allt benda til að þetta hlutfall hafi lækkað á síðasta ári ef horft sé á þróunina í tekjum útgerðarinnar. Hann telur hlutfallið vera óeðlilega lágt. „Ég held að við verðum að viðurkenna að þetta er mjög lágur aðgöngumiði miðað við þann hagnað sem útgerðin hefur skapað og þetta er hlutfallsega mun minna en útgerðin hefur greitt á undanförnum árum.“ Hvað veldur því að þetta er svona lágt? „Þetta er reiknuð stærð og að hluta til er þetta vegna þess að afkoma ársins 2018 var ekkert sérstaklega góð og það er hún sem er lögð til grundvallar við mat á gjaldinu. Svo þetta gæti átt eftir að breytast á komandi árum en fyrst og fremst þá held ég að þessi aðferð að meta þetta með þessum hætti sé einfaldlega ekki góð,“ segir Daði. Nú eru lagðar til breytingar á stjórnarskránni varðandi auðlindaákvæðið, verður tekið á þessu þar? „Nei, því miður. Það leit nú út fyrir á tímabili að það yrði samstaða um þessar tillögur um breytingar að stjórnarskránni sem forsætisráðherra er að leggja fram en það ákvæði sem hún endaði með gengur ekki lengra en fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða sem hefur skapað þetta ástand sem við erum með í dag. Það var krafa meðal annars Viðreisnar að það yrði sett inn í stjórnarskránna ákvæði um tímabindingu þessara réttinda og ef að það hefði verið þarna inni hefði verið mögulegt að taka upp annars konar gjaldtöku sem við vitum út frá reynslu nágrannalandanna að gefi betri raun heldur en þessi gerir,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði.
Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira