„Hefði klárlega horft til Cloé ef hún hefði fengið möguleika á að spila“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2021 13:31 Cloé Lacasse skoraði grimmt fyrir ÍBV á árunum 2015-19. Þorsteinn Halldórsson þarf að bíða fram í apríl með að stýra íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn. Hann hefði kosið að vinna með liðinu í þessum mánuði en segir að það hafi verið rétt ákvörðun að fara ekki á æfingamótið í Frakklandi. Þorsteinn var ráðinn landsliðsþjálfari í síðasta mánuði og fyrsta verkefni hans með íslenska liðið átti að vera æfingamót í Frakklandi 17.-23. febrúar. Þar átti Ísland að mæta Frakklandi, Sviss og Noregi. Norðmenn drógu sig seinna úr keppni vegna ferðatakmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Í kjölfarið tók KSÍ ákvörðun um að senda íslenska liðið ekki til Frakklands. „Við hefðum viljað hitta þennan hóp, taka leiki og æfingar og byrja með látum. En þetta er bara niðurstaðan og það er ekkert við því að gera,“ sagði Þorsteinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í gær. „Svo gátum við heldur ekki valið leikmenn frá öllum löndum. Noregur og Bretland voru út úr myndinni. Þetta var skrítið ástand en við töldum að þetta væri rétt ákvörðun fyrir okkur.“ Áætlað er að næstu leikir Íslands, og þeir fyrstu undir stjórn Þorsteins, verði vináttuleikir 5.-13. apríl. Útséð er með að Cloé Lacasse, leikmaður Benfica, fái leikheimild með íslenska landsliðinu. Cloé lék með ÍBV hér á landi og fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tæpum tveimur árum. Hún fær hins vegar ekki leikheimild frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, þar sem hún var ekki nógu lengi hér á landi. „Ég hefði klárlega horft til hennar ef hún hefði fengið möguleika á að spila en það er útilokað eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn um Cloé sem hefur raðað inn mörkum fyrir Benfica síðan hún kom til liðsins 2019. „Hún hefði þurft að taka eitt ár í viðbót hér á Íslandi og þá hefði það gengið. Þú þarft að búa fimm ár samfleytt í landi til að öðlast keppnisrétt og hún var hérna í fjögur ár og fjóra mánuði eða svo.“ Cloé, sem er frá Kanada, lék með ÍBV á árunum 2015-19 og skoraði 54 mörk í 79 deildarleikjum með liðinu. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2018. EM 2021 í Englandi Sportpakkinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Þorsteinn var ráðinn landsliðsþjálfari í síðasta mánuði og fyrsta verkefni hans með íslenska liðið átti að vera æfingamót í Frakklandi 17.-23. febrúar. Þar átti Ísland að mæta Frakklandi, Sviss og Noregi. Norðmenn drógu sig seinna úr keppni vegna ferðatakmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Í kjölfarið tók KSÍ ákvörðun um að senda íslenska liðið ekki til Frakklands. „Við hefðum viljað hitta þennan hóp, taka leiki og æfingar og byrja með látum. En þetta er bara niðurstaðan og það er ekkert við því að gera,“ sagði Þorsteinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í gær. „Svo gátum við heldur ekki valið leikmenn frá öllum löndum. Noregur og Bretland voru út úr myndinni. Þetta var skrítið ástand en við töldum að þetta væri rétt ákvörðun fyrir okkur.“ Áætlað er að næstu leikir Íslands, og þeir fyrstu undir stjórn Þorsteins, verði vináttuleikir 5.-13. apríl. Útséð er með að Cloé Lacasse, leikmaður Benfica, fái leikheimild með íslenska landsliðinu. Cloé lék með ÍBV hér á landi og fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tæpum tveimur árum. Hún fær hins vegar ekki leikheimild frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, þar sem hún var ekki nógu lengi hér á landi. „Ég hefði klárlega horft til hennar ef hún hefði fengið möguleika á að spila en það er útilokað eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn um Cloé sem hefur raðað inn mörkum fyrir Benfica síðan hún kom til liðsins 2019. „Hún hefði þurft að taka eitt ár í viðbót hér á Íslandi og þá hefði það gengið. Þú þarft að búa fimm ár samfleytt í landi til að öðlast keppnisrétt og hún var hérna í fjögur ár og fjóra mánuði eða svo.“ Cloé, sem er frá Kanada, lék með ÍBV á árunum 2015-19 og skoraði 54 mörk í 79 deildarleikjum með liðinu. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2018.
EM 2021 í Englandi Sportpakkinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira