Raunverð íbúða hefur hækkað meira hér en á hinum Norðurlöndunum Eiður Þór Árnason skrifar 11. febrúar 2021 12:55 Meiri sveiflur eru í uppbyggingu íbúða hér á landi en í nágrannalöndunum. Vísir/Vilhelm Raunverð íbúða hefur hækkað meira hér á landi en í nágrannalöndum á síðustu fimm árum. Mælist hækkunin yfir 40% í heildina frá 2015 á Íslandi en er á bilinu 1 til 20% á hinum Norðurlöndunum. Hefur raunverð hækkað minnst í Finnlandi þar sem verð hefur haldist nær óbreytt. Meiri sveiflur einkenna húsnæðismarkaðinn hér á landi samanborið við nágrannaþjóðirnar, hvort sem litið er til verðþróunar eða uppbyggingar íbúða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að hækkunin hér á landi sé nær öll vegna hækkana á seinni hluta árs 2016 og 2017. Síðan þá hafi þróunin verið nokkuð áþekk hér á landi og í löndunum í kringum okkur en þó með undantekningum. Hækki nú hraðar á hinum Norðurlöndunum Nýjustu mælingar um þróunina á árinu 2020 gefa til kynna að verð sé að hækka nokkuð hraðar víða í nágrannalöndunum en hér á landi eftir að heimsfaraldurinn hófst. „12 mánaða hækkun mældist um 5% milli ára í Svíþjóð og Danmörku á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en 4% hér. Sambærilegar mælingar vegna fjórða ársfjórðungs eru einungis fáanlegar fyrir Svíþjóð og Ísland enn sem komið er og mælist hækkunin 3% hér á landi en tæp 9% í Svíþjóð samkvæmt mælingum OECD. Samkvæmt þessu eru vísbendingar um að nágrannalöndin séu sum að finna fyrir meiri spennu á fasteignamarkaði en við búum við hér eftir að faraldurinn hófst,“ segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Eru vaxtalækkanir Seðlabanka Íslands sem bankinn greip til við upphaf faraldursins og leiddu til vaxtahækkana á húsnæðislánum talin vera ein ástæða verðhækkana hér á landi í fyrra. Það sama virðist ekki gilda um verðhækkanir hjá nágrannaþjóðum þar sem stýrivextir voru víða komnir niður í 0% áður en faraldurinn hófst og hafa því ekki verið lækkaðir. Samkomutakmarkanir einnig spilað inn í Að sögn hagfræðideildar Landsbankans er ólíklegt að vaxtabreytingar einar og sér skýri hækkanir á íbúðaverði á seinni hluta 2020, hér eða annars staðar. „Samkomutakmarkanir hafa til að mynda gert neyslumöguleika víða um heim takmarkaða og sparnaður margra því ef til vill ratað inn á fasteignamarkað með tilheyrandi þrýstingi á verðlag.“ Framboð íbúðarhúsnæðis er önnur stærð sem er sögð hafa áhrif á verðlag á markaði og voru verðhækkanir áranna 2016 og 2017 hér á landi meðal annars raktar til skorts á framboði íbúða og þá einna helst ákveðinna tegunda. Meiri sveiflur á Íslandi Að sögn hagfræðideildar Landsbankans sýna tölur að bygging hafi að jafnaði byrjað á fleiri íbúðum á hverja 100 þúsund íbúða á ári samanborið við nágrannalöndin. Hér hafi að meðaltali verið hafin bygging á tæplega 670 íbúðum á hverja 100.000 íbúa á ári frá aldamótum á meðan fjöldinn er á bilinu 350 til 580 í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Sveiflurnar séu þó meiri milli ára á Íslandi en annars staðar. „Tölur um ný verkefni á árinu 2020 liggja ekki fyrir, en samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins fækkar þeim sem eru á fyrstu byggingarstigum. Hagstofan greindi einnig frá því að útgefin byggingarleyfi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs höfðu ekki mælst færri í a.m.k. áratug. Það eru því líkur á að sveiflur í uppbyggingu muni halda áfram hér á landi og vera meiri en hjá nágrannaþjóðum okkar,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Húsnæðismál Verðlag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42 Hægist á fasteignamarkaði og sölutími íbúða aldrei styttri Vísbendingar eru um að aðeins sé tekið að hægjast á fasteignamarkaði eftir mikið líf síðan í sumar en aðeins dró úr fjölda útgefinna kaupsamninga og veltu í nóvember samanborið við mánuðinn á undan. 13. janúar 2021 07:54 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Sjá meira
Hefur raunverð hækkað minnst í Finnlandi þar sem verð hefur haldist nær óbreytt. Meiri sveiflur einkenna húsnæðismarkaðinn hér á landi samanborið við nágrannaþjóðirnar, hvort sem litið er til verðþróunar eða uppbyggingar íbúða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að hækkunin hér á landi sé nær öll vegna hækkana á seinni hluta árs 2016 og 2017. Síðan þá hafi þróunin verið nokkuð áþekk hér á landi og í löndunum í kringum okkur en þó með undantekningum. Hækki nú hraðar á hinum Norðurlöndunum Nýjustu mælingar um þróunina á árinu 2020 gefa til kynna að verð sé að hækka nokkuð hraðar víða í nágrannalöndunum en hér á landi eftir að heimsfaraldurinn hófst. „12 mánaða hækkun mældist um 5% milli ára í Svíþjóð og Danmörku á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en 4% hér. Sambærilegar mælingar vegna fjórða ársfjórðungs eru einungis fáanlegar fyrir Svíþjóð og Ísland enn sem komið er og mælist hækkunin 3% hér á landi en tæp 9% í Svíþjóð samkvæmt mælingum OECD. Samkvæmt þessu eru vísbendingar um að nágrannalöndin séu sum að finna fyrir meiri spennu á fasteignamarkaði en við búum við hér eftir að faraldurinn hófst,“ segir í nýrri Hagsjá Landsbankans. Eru vaxtalækkanir Seðlabanka Íslands sem bankinn greip til við upphaf faraldursins og leiddu til vaxtahækkana á húsnæðislánum talin vera ein ástæða verðhækkana hér á landi í fyrra. Það sama virðist ekki gilda um verðhækkanir hjá nágrannaþjóðum þar sem stýrivextir voru víða komnir niður í 0% áður en faraldurinn hófst og hafa því ekki verið lækkaðir. Samkomutakmarkanir einnig spilað inn í Að sögn hagfræðideildar Landsbankans er ólíklegt að vaxtabreytingar einar og sér skýri hækkanir á íbúðaverði á seinni hluta 2020, hér eða annars staðar. „Samkomutakmarkanir hafa til að mynda gert neyslumöguleika víða um heim takmarkaða og sparnaður margra því ef til vill ratað inn á fasteignamarkað með tilheyrandi þrýstingi á verðlag.“ Framboð íbúðarhúsnæðis er önnur stærð sem er sögð hafa áhrif á verðlag á markaði og voru verðhækkanir áranna 2016 og 2017 hér á landi meðal annars raktar til skorts á framboði íbúða og þá einna helst ákveðinna tegunda. Meiri sveiflur á Íslandi Að sögn hagfræðideildar Landsbankans sýna tölur að bygging hafi að jafnaði byrjað á fleiri íbúðum á hverja 100 þúsund íbúða á ári samanborið við nágrannalöndin. Hér hafi að meðaltali verið hafin bygging á tæplega 670 íbúðum á hverja 100.000 íbúa á ári frá aldamótum á meðan fjöldinn er á bilinu 350 til 580 í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Sveiflurnar séu þó meiri milli ára á Íslandi en annars staðar. „Tölur um ný verkefni á árinu 2020 liggja ekki fyrir, en samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins fækkar þeim sem eru á fyrstu byggingarstigum. Hagstofan greindi einnig frá því að útgefin byggingarleyfi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs höfðu ekki mælst færri í a.m.k. áratug. Það eru því líkur á að sveiflur í uppbyggingu muni halda áfram hér á landi og vera meiri en hjá nágrannaþjóðum okkar,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Húsnæðismál Verðlag Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42 Hægist á fasteignamarkaði og sölutími íbúða aldrei styttri Vísbendingar eru um að aðeins sé tekið að hægjast á fasteignamarkaði eftir mikið líf síðan í sumar en aðeins dró úr fjölda útgefinna kaupsamninga og veltu í nóvember samanborið við mánuðinn á undan. 13. janúar 2021 07:54 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Sjá meira
Íbúðaskortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert. 27. janúar 2021 13:42
Hægist á fasteignamarkaði og sölutími íbúða aldrei styttri Vísbendingar eru um að aðeins sé tekið að hægjast á fasteignamarkaði eftir mikið líf síðan í sumar en aðeins dró úr fjölda útgefinna kaupsamninga og veltu í nóvember samanborið við mánuðinn á undan. 13. janúar 2021 07:54