Lætur ekki undan þrýstingi en ætlar sér formennsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2021 16:55 Helgi Pétursson ætlar sér í formanninn þrátt fyrir engar áskoranir. Fólkið í kringum hann tekur tíðindunum vel. Aðsend Helgi Pétursson, tónlistarmaður og einn forsvígsmanna Gráa hersins, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Landssambandi eldri borgara. Hann segir engan hafa skorað á sig að gefa kost á sér til formennsku. Helgi greinir frá ákvörðun sinni í tilkynningu til fjölmiðla. „Það er algengt í tilkynningum sem þessum að vísað sé til þess að viðkomandi láti undan miklum þrýstingi og stanslausum símhringingum. Um það hefur ekki verið að ræða. Nokkrir vinir mínir og bandamenn í baráttu fyrir betri kjörum eldra fólks, sem ég hef rætt við um þetta af fyrrabragði, hafa hins vegar tekið þessum hugmyndum með velvilja,“ segir Helgi sem margir þekkja úr hljómsveitinni Ríó Tríó. „Þetta skref er í mínum huga framhald af þátttöku í baráttu Gráa hersins fyrir mannsæmandi kjörum eldra fólks, frelsi til atvinnuþátttöku, margvíslegum mannréttindum, viðurkenningu á framlagi eldra fólks til samfélagsins, samhæfðri heilbrigðisþjónustu og þeirri staðreynd að eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf. Fram til sigurs!“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sem lýkur fjögurra ára formennsku í ár, segir að hennar vertíð ljúki lögum samkvæmt í ár. Fjögurra ára hámark er í formannssetu hjá samtökunum. Þórunn hafði ekki frétt af framboði Helga og engin önnur framboð hafi borist. Helgi segir í tilkynningu vonast til að aðalfundur verði haldinn á vormánuðum og Þórunn segir Covid-19 faraldurinn ráða því. Reikna megi með 120 manns á fundinn en auk þess þurfa félögin í landinu, sem eru 55 talsins, líka að halda sína aðalfundi. Um þrjátíu þúsund manns tilheyra samtökunum. Fundurinn í fyrra fór fram 30. júní á Hótel Sögu en tímasetningin var einmitt valin með tilliti til ástandsins í samfélaginu. Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Helgi greinir frá ákvörðun sinni í tilkynningu til fjölmiðla. „Það er algengt í tilkynningum sem þessum að vísað sé til þess að viðkomandi láti undan miklum þrýstingi og stanslausum símhringingum. Um það hefur ekki verið að ræða. Nokkrir vinir mínir og bandamenn í baráttu fyrir betri kjörum eldra fólks, sem ég hef rætt við um þetta af fyrrabragði, hafa hins vegar tekið þessum hugmyndum með velvilja,“ segir Helgi sem margir þekkja úr hljómsveitinni Ríó Tríó. „Þetta skref er í mínum huga framhald af þátttöku í baráttu Gráa hersins fyrir mannsæmandi kjörum eldra fólks, frelsi til atvinnuþátttöku, margvíslegum mannréttindum, viðurkenningu á framlagi eldra fólks til samfélagsins, samhæfðri heilbrigðisþjónustu og þeirri staðreynd að eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf. Fram til sigurs!“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sem lýkur fjögurra ára formennsku í ár, segir að hennar vertíð ljúki lögum samkvæmt í ár. Fjögurra ára hámark er í formannssetu hjá samtökunum. Þórunn hafði ekki frétt af framboði Helga og engin önnur framboð hafi borist. Helgi segir í tilkynningu vonast til að aðalfundur verði haldinn á vormánuðum og Þórunn segir Covid-19 faraldurinn ráða því. Reikna megi með 120 manns á fundinn en auk þess þurfa félögin í landinu, sem eru 55 talsins, líka að halda sína aðalfundi. Um þrjátíu þúsund manns tilheyra samtökunum. Fundurinn í fyrra fór fram 30. júní á Hótel Sögu en tímasetningin var einmitt valin með tilliti til ástandsins í samfélaginu.
Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum