Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 11. febrúar 2021 22:30 Jørgen Niclasen, fjármála- og samgönguráðherra Færeyja, tók fyrstu skóflustungu með vinnuvél. Kringvarpið Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að skömmu fyrir síðustu jól fögnuðu Færeyingar opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna; 11,2 kílómetra langra neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar. Samgöngu- og fjármálaráðherrann Jørgen Niclasen lýsti þeim sem mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna þegar hann skar á borðana. Á sama tíma voru Færeyingar að grafa tvenn önnur göng, Sandeyjargöngin, 10,8 kílómetra löng, einnig undir sjó, sem og Hvalbiargöngin á Suðurey, 2,5 kílómetra löng. Nýjasta jarðgangaverkefnið nefnist Göngin Norður um Fjall og fellst í gerð tvennra ganga, Árnafjarðar- og Hvannasundsganga.Kringvarpið Og núna eru þeir að byrja á tvennum göngum til viðbótar, Árnarfjarðargöngum og Hvannasundsgöngum, norðan Klakksvíkur. Samtals verða þau 4,2 kílómetrar á lengd og eiga bæði að vera tilbúin eftir fjögur ár. Og frændur okkar eru ekkert að tvínóna við hlutina. Í byrjun vikunnar var samgönguráðherrann Jørgen aftur mættur til að flytja hátíðarræðu. Hann settist svo upp í gröfu til að hefja formlega þetta nýjasta jarðgangaverkefni en saman nefnast þau Göngin Norður um Fjall. Þau leysa ef tvenn eldri göng frá árunum 1965 til 1967, sem eru einbreið og barn síns tíma. Viðstaddir klappa fyrir byrjun verksins. Vegna kórónufaraldursins var aðeins fámennum hópi gesta boðið að vera við athöfnina.Kringvarpið Göngin tengja næst stærsta bæ Færeyja, Klakksvík á Borðey, við byggðir í Árnafirði, Norðdepli, Hvannasundi og á Viðey en þangað liggja svo enn ein göngin til Viðareiðis. Þetta þýðir að Færeyingar grafa núna fern jarðgöng samtímis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðgangagerð Íslendinga og Færeyinga var borin saman í frétt fyrir átta árum og þar útskýrði Jørgen Niclasen, þá einnig fjármálaráðherra, hversvegna Færeyingar hefðu borað jarðgöng fyrir fimmtán manna byggð í Gásadal: Færeyjar Samgöngur Tengdar fréttir Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga. 15. apríl 2019 10:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að skömmu fyrir síðustu jól fögnuðu Færeyingar opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna; 11,2 kílómetra langra neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar. Samgöngu- og fjármálaráðherrann Jørgen Niclasen lýsti þeim sem mestu samgöngubyltingu í sögu eyjanna þegar hann skar á borðana. Á sama tíma voru Færeyingar að grafa tvenn önnur göng, Sandeyjargöngin, 10,8 kílómetra löng, einnig undir sjó, sem og Hvalbiargöngin á Suðurey, 2,5 kílómetra löng. Nýjasta jarðgangaverkefnið nefnist Göngin Norður um Fjall og fellst í gerð tvennra ganga, Árnafjarðar- og Hvannasundsganga.Kringvarpið Og núna eru þeir að byrja á tvennum göngum til viðbótar, Árnarfjarðargöngum og Hvannasundsgöngum, norðan Klakksvíkur. Samtals verða þau 4,2 kílómetrar á lengd og eiga bæði að vera tilbúin eftir fjögur ár. Og frændur okkar eru ekkert að tvínóna við hlutina. Í byrjun vikunnar var samgönguráðherrann Jørgen aftur mættur til að flytja hátíðarræðu. Hann settist svo upp í gröfu til að hefja formlega þetta nýjasta jarðgangaverkefni en saman nefnast þau Göngin Norður um Fjall. Þau leysa ef tvenn eldri göng frá árunum 1965 til 1967, sem eru einbreið og barn síns tíma. Viðstaddir klappa fyrir byrjun verksins. Vegna kórónufaraldursins var aðeins fámennum hópi gesta boðið að vera við athöfnina.Kringvarpið Göngin tengja næst stærsta bæ Færeyja, Klakksvík á Borðey, við byggðir í Árnafirði, Norðdepli, Hvannasundi og á Viðey en þangað liggja svo enn ein göngin til Viðareiðis. Þetta þýðir að Færeyingar grafa núna fern jarðgöng samtímis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Jarðgangagerð Íslendinga og Færeyinga var borin saman í frétt fyrir átta árum og þar útskýrði Jørgen Niclasen, þá einnig fjármálaráðherra, hversvegna Færeyingar hefðu borað jarðgöng fyrir fimmtán manna byggð í Gásadal:
Færeyjar Samgöngur Tengdar fréttir Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga. 15. apríl 2019 10:30 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21
Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga. 15. apríl 2019 10:30