Íslandsmeistararnir hefja mótið fyrir hádegi Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2021 09:01 Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa misst sannkallaðar kanónur úr sínu liði í vetur og mæta því með mikið breytt lið til leiks í Lengjubikarnum í dag. vísir/hulda Það verða Íslandsmeistarar á ferð í Lengjubikar karla og kvenna í fótbolta í dag nú þegar boltinn er farinn að rúlla í þessu síðasta undirbúningsmóti áður en Íslandsmótið hefst í vor. Keppni í Lengjubikar kvenna hefst fyrir hádegi í dag þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Stjörnunni í Fífunni kl. 10.30. Þess má geta að leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikar hefja tímabilið með nýjan þjálfara í brúnni eftir að Þorsteinn Halldórsson tók við landsliðinu. Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrir nú liðinu sem hefur misst þungavigtarleikmenn á borð við Sveindísi Jane Jónsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur, Karólínu Leu dóttur Vilhjálms, og Sonný Láru Þráinsdóttur. Breiðablik vann Lengjubikarinn árið 2019 en ekki tókst að ljúka keppninni í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Leikið er í tveimur riðlum og komast tvö efstu liðin upp úr hvorum riðli. Leikir helgarinnar í A-deild kvenna: Laugardagur: 10.30 Breiðablik - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 12.00 Keflavík - Selfoss 13.00 Fylkir - FH Sunnudagur: 14.00 KR - Þróttur R. 14.00 Valur - ÍBV 15.00 Þór/KA - Tindastóll Keppni í A-deild Lengjubikar karla hófst í gær og hún heldur áfram með sjö leikjum í dag. Þar ber hæst viðureign KA og Íslandsmeistara Vals sem sýnd er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl. 15. KA-menn hafa verið að bæta við sig mannskap en Daníel Hafsteinsson og Belgarnir Jonathan Hendrickx og Sebastiaan Brebels þurfa að bíða í nokkra daga í viðbót til að fá félagaskipti sín í gegn. Hið sama gildir um Skagamennina Arnór Smárason og Tryggva Hrafn Haraldsson sem komnir eru til Vals. Valur og KA eru í riðli með HK og Grindavík sem mætast kl. 11.30, og Aftureldingu og Víkingi Ó. sem mættust í gær. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í 8-liða úrslit en leikið er í fjórum riðlum í A-deild karla. Leikir dagsins í A-deild karla: 11.00 FH - Kórdrengir 11.30 HK - Grindavík 12.00 ÍA - Selfoss 12.00 Stjarnan - Vestri 14.00 Grótta - Keflavík 14.30 Fram - Þór 15.00 KA – Valur (Stöð 2 Sport 3) Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira
Keppni í Lengjubikar kvenna hefst fyrir hádegi í dag þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Stjörnunni í Fífunni kl. 10.30. Þess má geta að leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikar hefja tímabilið með nýjan þjálfara í brúnni eftir að Þorsteinn Halldórsson tók við landsliðinu. Vilhjálmur Kári Haraldsson stýrir nú liðinu sem hefur misst þungavigtarleikmenn á borð við Sveindísi Jane Jónsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur, Karólínu Leu dóttur Vilhjálms, og Sonný Láru Þráinsdóttur. Breiðablik vann Lengjubikarinn árið 2019 en ekki tókst að ljúka keppninni í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Leikið er í tveimur riðlum og komast tvö efstu liðin upp úr hvorum riðli. Leikir helgarinnar í A-deild kvenna: Laugardagur: 10.30 Breiðablik - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 12.00 Keflavík - Selfoss 13.00 Fylkir - FH Sunnudagur: 14.00 KR - Þróttur R. 14.00 Valur - ÍBV 15.00 Þór/KA - Tindastóll Keppni í A-deild Lengjubikar karla hófst í gær og hún heldur áfram með sjö leikjum í dag. Þar ber hæst viðureign KA og Íslandsmeistara Vals sem sýnd er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl. 15. KA-menn hafa verið að bæta við sig mannskap en Daníel Hafsteinsson og Belgarnir Jonathan Hendrickx og Sebastiaan Brebels þurfa að bíða í nokkra daga í viðbót til að fá félagaskipti sín í gegn. Hið sama gildir um Skagamennina Arnór Smárason og Tryggva Hrafn Haraldsson sem komnir eru til Vals. Valur og KA eru í riðli með HK og Grindavík sem mætast kl. 11.30, og Aftureldingu og Víkingi Ó. sem mættust í gær. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í 8-liða úrslit en leikið er í fjórum riðlum í A-deild karla. Leikir dagsins í A-deild karla: 11.00 FH - Kórdrengir 11.30 HK - Grindavík 12.00 ÍA - Selfoss 12.00 Stjarnan - Vestri 14.00 Grótta - Keflavík 14.30 Fram - Þór 15.00 KA – Valur (Stöð 2 Sport 3)
Laugardagur: 10.30 Breiðablik - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 12.00 Keflavík - Selfoss 13.00 Fylkir - FH Sunnudagur: 14.00 KR - Þróttur R. 14.00 Valur - ÍBV 15.00 Þór/KA - Tindastóll
11.00 FH - Kórdrengir 11.30 HK - Grindavík 12.00 ÍA - Selfoss 12.00 Stjarnan - Vestri 14.00 Grótta - Keflavík 14.30 Fram - Þór 15.00 KA – Valur (Stöð 2 Sport 3)
Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Sjá meira