Ráðherra segir tilefni til að skoða tilslakanir Lillý Valgerður Pétursdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2021 15:39 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir baráttuna við kórónuveiruna ganga vel og tilefni til að skoða hvort tímabært sé að slaka á sóttvarnaraðgerðum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur tilefni til að skoða hvort hægt sé að létta á samkomutakmörkunum á næstunni. Sjö hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðastliðna viku en allir hafa verið í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur mögulega tilefni til að slaka á samkomutakmörkunum en núverandi reglur gilda til 3. mars. Hann hefur þó enn ekki sent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað vegna þessa. „Okkur hefur gengið mjög vel og það er núna komnir allnokkrir dagar þar sem eru engin smit utan sóttkvíar. Þannig það gefur tilefni til þess að skoða það við getum hraðað eða hert á afléttingu hér innanlands,“ segir Svandís. Svandís vill ekkert gefa upp um það hvar sé verið að hugsa um að slaka á. „Við í raun og veru erum bara að horfa á þetta í heild eins og við höfum alltaf gert og það er ánægjulegt að við skulum enn þá vera græn á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu og það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir okkur sjálf að sjá það að okkar aðgerðir hafa skilað árangri og þær eru náttúrulega fyrst og fremst þjóðinni sjálfri um að þakka.“ Á von á tillögum um hertar reglur á landamærum Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og tengdust þeir allir. Að sögn Þórólfs var um að ræða einstakling sem greindist með Covid-19 á landamærum, fór í einangrun en tókst samt að smita sitt nánasta fólk. Svandís á von á tillögum frá Þórólfi á næstunni um hertar reglur á landamærum „Það eru þessar hugmyndir sem að hafa komið fram sem að lúta að því að fara fram á neikvætt covid-próf á landamærum við komum og hugmyndum sem lúta að því að nýta sóttvarnarhús. Núna höfum við lagaheimildir til þess að gera það sem að voru kannski alveg öruggar áður en við samþykktum breytingar á sóttvarnalögum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. 11. febrúar 2021 11:29 Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. 12. febrúar 2021 10:58 Nýkominn til landsins og smitaði sitt nánasta Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjögur smit sem komu upp á heimili innanlands í gær séu áminning um að faraldurinn sé ekki búinn. Hættan á að smit berist hingað til lands í gegnum landamærin sé enn fyrir hendi. 12. febrúar 2021 12:16 Neyðarstigi aflétt í fyrsta sinn í fjóra mánuði Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október 2020 þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 12. febrúar 2021 13:44 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sjö hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðastliðna viku en allir hafa verið í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur mögulega tilefni til að slaka á samkomutakmörkunum en núverandi reglur gilda til 3. mars. Hann hefur þó enn ekki sent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað vegna þessa. „Okkur hefur gengið mjög vel og það er núna komnir allnokkrir dagar þar sem eru engin smit utan sóttkvíar. Þannig það gefur tilefni til þess að skoða það við getum hraðað eða hert á afléttingu hér innanlands,“ segir Svandís. Svandís vill ekkert gefa upp um það hvar sé verið að hugsa um að slaka á. „Við í raun og veru erum bara að horfa á þetta í heild eins og við höfum alltaf gert og það er ánægjulegt að við skulum enn þá vera græn á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu og það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir okkur sjálf að sjá það að okkar aðgerðir hafa skilað árangri og þær eru náttúrulega fyrst og fremst þjóðinni sjálfri um að þakka.“ Á von á tillögum um hertar reglur á landamærum Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og tengdust þeir allir. Að sögn Þórólfs var um að ræða einstakling sem greindist með Covid-19 á landamærum, fór í einangrun en tókst samt að smita sitt nánasta fólk. Svandís á von á tillögum frá Þórólfi á næstunni um hertar reglur á landamærum „Það eru þessar hugmyndir sem að hafa komið fram sem að lúta að því að fara fram á neikvætt covid-próf á landamærum við komum og hugmyndum sem lúta að því að nýta sóttvarnarhús. Núna höfum við lagaheimildir til þess að gera það sem að voru kannski alveg öruggar áður en við samþykktum breytingar á sóttvarnalögum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. 11. febrúar 2021 11:29 Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. 12. febrúar 2021 10:58 Nýkominn til landsins og smitaði sitt nánasta Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjögur smit sem komu upp á heimili innanlands í gær séu áminning um að faraldurinn sé ekki búinn. Hættan á að smit berist hingað til lands í gegnum landamærin sé enn fyrir hendi. 12. febrúar 2021 12:16 Neyðarstigi aflétt í fyrsta sinn í fjóra mánuði Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október 2020 þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 12. febrúar 2021 13:44 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. 11. febrúar 2021 11:29
Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. 12. febrúar 2021 10:58
Nýkominn til landsins og smitaði sitt nánasta Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjögur smit sem komu upp á heimili innanlands í gær séu áminning um að faraldurinn sé ekki búinn. Hættan á að smit berist hingað til lands í gegnum landamærin sé enn fyrir hendi. 12. febrúar 2021 12:16
Neyðarstigi aflétt í fyrsta sinn í fjóra mánuði Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa almannavarnastig úr neyðarstigi niður á hættustig vegna kórónuveirufaraldursins. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október 2020 þegar þriðja bylgja faraldursins hófst og smitum tók að fjölga verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 12. febrúar 2021 13:44