Fáum fleiri bóluefnaskammta en gert var ráð fyrir Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 16:44 Evrópusambandið hefur gert viðbótarsamning við Pfizer. Vísir/vilhelm Evrópusambandið og bóluefnisframleiðandinn Pfizer hafa gert með sér viðbótarsamning um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í dag. Þá er von á fleiri skömmtum til ríkja Evrópusambandsins frá AstraZeneca en búist var við. Ísland fær þar með fleiri bóluefnisskammta en áður var gert ráð fyrir. Bent Høie heilbrigðisráðherra Noregs sagði frá því á blaðamannafundi í dag að Evrópusambandið og Pfizer hefðu samið um kaup á 200 milljónum skömmtum af bóluefninu til viðbótar við skammtana sem þegar hefur verið samið um. Þá hefði verið samið um möguleika á kaupum á 100 milljón skömmtum ofan á það. Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs.EPA/Håkon Mosvold Larsen Noregur fái 2,24 milljónir skammta af þessum aukaskömmtum auk kaupréttar á 1,2 milljónum skammta. Høie gerði jafnframt ráð fyrir að af þessum viðbótarskömmtum kæmu 840 þúsund til Noregs strax í apríl, maí og júní. Auk þess hefði AstraZeneca tilkynnt að fyrirtækið gæti aukið framleiðslugetu sína um 50 prósent á sama tímabili. Þannig mætti samtals búast við 2,4 milljónum aukaskömmtum af bóluefni til Noregs miðað við það sem áður var gert ráð fyrir. Richard Bengström yfirmaður bólusetningarmála í Svíþjóð sagði í samtali við SVT í dag að Svíþjóð fái mun fleiri skammta frá AstraZeneca en áður var búist við; um 20 prósent fleiri skammta í mars og á öðrum ársfjórðungi verði skammtarnir 50 prósent fleiri en búist var við. Hann kvaðst vongóður um að búið yrði að bólusetja alla fullorðna Svía í sumar. Vita ekki hvað aukaskammtarnir verða margir Samkvæmt upplýsingum fá heilbrigðisráðuneytinu koma fleiri skammtar af bóluefni til Íslands vegna þessa samnings ESB en áður var gert ráð fyrir. Ekki hafi þó fengist staðfest hversu mikil aukningin verður. Ríkisútvarpið bendir á að Íslendingar fái 6,8 prósent af þeim fjölda skammta sem Norðmenn fá. Samkvæmt því ættu Íslendingar þannig að fá auka 57 þúsund skammta í apríl, maí og júní, sem duga fyrir rúmlega 28 þúsund manns. Alls yrðu aukaskammtarnir 340 þúsund talsins. Fram kemur í yfirliti yfir afhendingaráætlun bóluefna frá heilbrigðisráðuneytinu í gær að samningar Íslands við Pfizer, Moderna og AstraZeneca tryggi bóluefni fyrir 304 þúsund manns. Ekki lágu fyrir staðfestar afhendingaráætlanir til lengri tíma en út mars frá framleiðendunum þremur. Að því sögðu væri þó raunhæft að reikna með að afhending bóluefna aukist til muna strax á öðrum ársfjórðungi, þ.e. á tímabilinu apríl til júní. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. 12. febrúar 2021 10:58 Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. 11. febrúar 2021 15:55 Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. 11. febrúar 2021 14:32 Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. 11. febrúar 2021 12:34 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Bent Høie heilbrigðisráðherra Noregs sagði frá því á blaðamannafundi í dag að Evrópusambandið og Pfizer hefðu samið um kaup á 200 milljónum skömmtum af bóluefninu til viðbótar við skammtana sem þegar hefur verið samið um. Þá hefði verið samið um möguleika á kaupum á 100 milljón skömmtum ofan á það. Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs.EPA/Håkon Mosvold Larsen Noregur fái 2,24 milljónir skammta af þessum aukaskömmtum auk kaupréttar á 1,2 milljónum skammta. Høie gerði jafnframt ráð fyrir að af þessum viðbótarskömmtum kæmu 840 þúsund til Noregs strax í apríl, maí og júní. Auk þess hefði AstraZeneca tilkynnt að fyrirtækið gæti aukið framleiðslugetu sína um 50 prósent á sama tímabili. Þannig mætti samtals búast við 2,4 milljónum aukaskömmtum af bóluefni til Noregs miðað við það sem áður var gert ráð fyrir. Richard Bengström yfirmaður bólusetningarmála í Svíþjóð sagði í samtali við SVT í dag að Svíþjóð fái mun fleiri skammta frá AstraZeneca en áður var búist við; um 20 prósent fleiri skammta í mars og á öðrum ársfjórðungi verði skammtarnir 50 prósent fleiri en búist var við. Hann kvaðst vongóður um að búið yrði að bólusetja alla fullorðna Svía í sumar. Vita ekki hvað aukaskammtarnir verða margir Samkvæmt upplýsingum fá heilbrigðisráðuneytinu koma fleiri skammtar af bóluefni til Íslands vegna þessa samnings ESB en áður var gert ráð fyrir. Ekki hafi þó fengist staðfest hversu mikil aukningin verður. Ríkisútvarpið bendir á að Íslendingar fái 6,8 prósent af þeim fjölda skammta sem Norðmenn fá. Samkvæmt því ættu Íslendingar þannig að fá auka 57 þúsund skammta í apríl, maí og júní, sem duga fyrir rúmlega 28 þúsund manns. Alls yrðu aukaskammtarnir 340 þúsund talsins. Fram kemur í yfirliti yfir afhendingaráætlun bóluefna frá heilbrigðisráðuneytinu í gær að samningar Íslands við Pfizer, Moderna og AstraZeneca tryggi bóluefni fyrir 304 þúsund manns. Ekki lágu fyrir staðfestar afhendingaráætlanir til lengri tíma en út mars frá framleiðendunum þremur. Að því sögðu væri þó raunhæft að reikna með að afhending bóluefna aukist til muna strax á öðrum ársfjórðungi, þ.e. á tímabilinu apríl til júní.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. 12. febrúar 2021 10:58 Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. 11. febrúar 2021 15:55 Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. 11. febrúar 2021 14:32 Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. 11. febrúar 2021 12:34 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. 12. febrúar 2021 10:58
Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. 11. febrúar 2021 15:55
Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. 11. febrúar 2021 14:32
Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. 11. febrúar 2021 12:34