Borche: Allir 50/50 dómar féllu með Njarðvík Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 20:45 Borche var ekki hrifinn af dómgæslunni í kvöld. vísir/daníel Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var mjög ósáttur með stórt tap sinna manna í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Lokatölur 96-80 heimamönnum í vil sem höfðu fyrir leik ekki unnið í þremur leikjum í röð. „Við komum mjög flatir til leiks og vorum með allt annað í huga fyrir leikinn. Ég skil að innkoma Zvonko Buljan í liðið hefur áhrif og breytir einhverju hjá okkur en almennt séð þurfa leikmenn að taka meiri ábyrgð. Leikskipulagið fór í vaskinn og við virkuðum stressaðir í upphafi,“ sagði Borche eftir tapið í kvöld. „Njarðvík komst yfir strax í upphafi og við urðum stressaðir, í staðinn fyrir að róa leikinn niður og halda skipulagi þá fórum við að taka einhver fáránleg skot.“ Ekki beint ánægður með dómgæslu leiksins „Ég kvarta venjulega ekki yfir dómurunum en báðir ungu dómararnir voru, ég veit ekki. Allir 50/50 dómar féllu með Njarðvík. Mögulega þarf ég að horfa aftur á leikinn en ég er ekki ánægður með hvernig þeir dæmdu, tæknivillan á mig var til dæmis ástæðulaus,“ bætti Borche við en tók þó fram að frammistaða dómaranna væri aukaatriði í heildarmynd leiksins. Danero Thomas í villuvandræðum „Það hafði mikil áhrif. Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið, sérstaklega í vörninni, og þegar hann settist á bekkinn þurftum við að breyta ýmsu. Villurnar sem hann fékk voru grunsamlegar, ég þarf að skoða það betur. Það hætti ekki þar heldur hélt það áfram með alla 50/50 boltana. Það var harka gegn Zvonko og stundum dæmdu þeir of seint.“ ÍR liðið skoraði tvær af þremur þriggja stiga körfum sínum á síðustu mínútu leiksins, voru með nýtinguna 1/20 fyrir utan línunna fram að því. „Þetta skiptir auðvitað máli, skottölfræðin okkar var slök. Sumir ungu strákanna, eins og Sigvaldi, hann þarf að einbeita sér betur að vörninni í staðinn fyrir að hugsa um hve mörg stig hann er búinn að skora.“ „Við fáum núna tvær vikur til að undirbúa okkur. Við erum búnir að leika tvo leiki á útivelli í röð núna sem er erfitt. Ég var bjartsýnn fyrir leikinn en það sem gerðist er gert núna. Við fáum núna tíma til að undirbúa okkur fyrir seinni hluta mótsins,“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla ÍR Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
„Við komum mjög flatir til leiks og vorum með allt annað í huga fyrir leikinn. Ég skil að innkoma Zvonko Buljan í liðið hefur áhrif og breytir einhverju hjá okkur en almennt séð þurfa leikmenn að taka meiri ábyrgð. Leikskipulagið fór í vaskinn og við virkuðum stressaðir í upphafi,“ sagði Borche eftir tapið í kvöld. „Njarðvík komst yfir strax í upphafi og við urðum stressaðir, í staðinn fyrir að róa leikinn niður og halda skipulagi þá fórum við að taka einhver fáránleg skot.“ Ekki beint ánægður með dómgæslu leiksins „Ég kvarta venjulega ekki yfir dómurunum en báðir ungu dómararnir voru, ég veit ekki. Allir 50/50 dómar féllu með Njarðvík. Mögulega þarf ég að horfa aftur á leikinn en ég er ekki ánægður með hvernig þeir dæmdu, tæknivillan á mig var til dæmis ástæðulaus,“ bætti Borche við en tók þó fram að frammistaða dómaranna væri aukaatriði í heildarmynd leiksins. Danero Thomas í villuvandræðum „Það hafði mikil áhrif. Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið, sérstaklega í vörninni, og þegar hann settist á bekkinn þurftum við að breyta ýmsu. Villurnar sem hann fékk voru grunsamlegar, ég þarf að skoða það betur. Það hætti ekki þar heldur hélt það áfram með alla 50/50 boltana. Það var harka gegn Zvonko og stundum dæmdu þeir of seint.“ ÍR liðið skoraði tvær af þremur þriggja stiga körfum sínum á síðustu mínútu leiksins, voru með nýtinguna 1/20 fyrir utan línunna fram að því. „Þetta skiptir auðvitað máli, skottölfræðin okkar var slök. Sumir ungu strákanna, eins og Sigvaldi, hann þarf að einbeita sér betur að vörninni í staðinn fyrir að hugsa um hve mörg stig hann er búinn að skora.“ „Við fáum núna tvær vikur til að undirbúa okkur. Við erum búnir að leika tvo leiki á útivelli í röð núna sem er erfitt. Ég var bjartsýnn fyrir leikinn en það sem gerðist er gert núna. Við fáum núna tíma til að undirbúa okkur fyrir seinni hluta mótsins,“ sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla ÍR Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira