„Af hverju geta fótbolta risarnir ekki fattað þegar þeir eru með góðan hlut í höndunum?“ Svona hefst grein Adam á Daily Mail sem birtist á Daily Mail í gær þar sem hann viðrar sínar skoðanir varðandi „svissnesku aðferðina“ en í fyrirsögninni segir hann einnig: „Ef fótboltinn er ekki gallaður, af hverju er þá UEFA og FIFA að reyna laga hann?“
Fram hefur komið að UEFA íhugi að gera breytingar á Meistaradeildinni frá árinu 2024. Þar mun leikjunum í riðlakeppninni verða fjölgað og þeir verða tíu talsins, í stað sex. Meira álag á leikmennina og Adam er ekki hrifinn:
Absurd 'Swiss model' plans for the Champions League will ruin a brilliant tournament https://t.co/LIKt66vkoa
— MailOnline Sport (@MailSport) February 12, 2021
„Peningarnir tala alltaf hæðst, eins og alltaf. Þessi stækkun er drifinn áfram af gráðugum auglýsingarsamningum, til þess að tryggja Gazprom og Coca Cola inn á svo marga markaði og sjónvarpsáhorfendur og mögulegt er.“
Adam kemur einnig inn á það hversu illa það hefur farið með HM og EM að það hafi verið fjölgað þáttökuþjóðunum.