Finnur Freyr: Maður er bara auðmjúkur að vera í þessari stöðu sem maður er í núna og hlakkar til framhaldsins Árni Jóhannsson skrifar 12. febrúar 2021 22:56 Finnur Freyr var eðlilega sáttur í leikslok. Vísir/Bára Finnur Freyr Stefánsson var sáttur með óvæntan sigur sinna manna á toppliði Keflavíkur í kvöld. Valur vann 13 stiga sigur er Keflvíkingar heimsóttu Hlíðarenda í síðasta leik kvöldsins, lokatölur 85-72. „Er þetta ekki bara ástæðan fyrir því að íþróttir eru skemmtilegar“, sagði sigurreifur þjálfari Valsmanna þegar hann var spurður að því af hverju íþróttir eru svona skrýtnar en Valsmenn höfðu tapað þremur leikjum í röð og Keflvíkingar á toppnum. Valsmenn hinsvegar lögðu Keflvíkinga og það fullkomlega verðskuldað. „Það eru þessar sveiflur og deildin hefur boðið upp á þessar sveiflur í þessu mánaðar hraðmóti og það er eins og það er. Mér fannst við hinsvegar líkari því sem við viljum vera í dag og héldum dampi út allan leikinn í staðinn fyrir að missa orkustigið niður og fókusinn. Strákarnir gerðu bara virkilega vel að halda fókus og leita að lausnum því það er erfitt að spila á móti þessari vörn Keflvíkinga því hún er hreyfanleg og er að gera hluti sem maður býst ekki alltaf við. Mér fannst mínir nýta sína krafta til að leysa það vel.“ Pavel Ermolinskij var algjörlega frábær í kvöld á báðum endum vallarins og Finnur var beðinn um að ræða hans frammistöðu í kvöld. „Það er gríðarlega erfitt að eiga við Mikla og hann náttúrlega vaxinn eins og ég veit ekki hvað og Pavel er ekki vanur því að vera léttari en mennirnir sem hann er að dekka. Hann er töluvert léttari en Milka sem er fyrst og fremst frábær leikmaður. Pavel gerði virkilega vel og las hann vel auk þess sem að strákarnir gerðu mjög vel í að koma í veg fyrir að Keflvíkingar kæmu boltanum inn á hann. Liðsframmistaðan í vörn var svo mjög góð og ég er bara virkilega ánægður með frammistöðuna“, sagði Finnur hálfhlæjandi. Augljóslega himinlifandi. Nú tekur við landsleikjahlé við og menn eru að koma til baka og bandarískur leikmaður á leiðinni inn í hópinn og Finnur var spurður að því hvort hann væri ekki sáttur við að fá þetta hlé á þessum tímapunkti. „Já ég er það og svo er maður að ná fleiri leikmönnum inn. Sinisa Bilic átti góðan leik í fyrsta sinn í langan tíma og það er mjög mikilvægt að fá hann inn í þetta og fleiri. Menn eru svo hvíldinni fegnir því þetta hraðmót hefur hentað liðum misvel og það hefur hentað okkur illa sérstaklega út af ákvörðun okkar að bíða með Bandaríkjamanninn. Núna getum við brosað í kvöld og kannski á morgun en svo þurfum við að einbeita okkur því þetta er rosaleg barátta í þessari deild. Frábærir leikmenn og þjálfararnir að standa sig frábærlega og virkilega gaman að taka þátt í þessu. Maður hefur verið svo heppinn að hafa verið á hinum enda töflunnar og maður er bara auðmjúkur að vera í þessari stöðu sem maður er í núna og hlakkar til framhaldsins.“ Valsmenn hafa verið gagnrýndir undanfarið en þeir hafa ekki náð að tengja saman sigra og var Finnur, að lokum, spurður að því hvort þessi sigur sendi einhver skilaboð inn í deildina. „Þetta snýst meira um okkur sjálfa að við höfum ekki verið að vorkenna okkur sjálfum þó að við höfum lent í hinu og þessu á tímabilinu. Gagnrýnin hefur verið réttmæt, liðið hefur verið að spila illa. Skipulagið hefur verið lélegt og ég hef verið lélegur ásamt fleirum og ég held bara að við höfum verið að sýna okkur sjálfum að það býr miklu meira í okkur en við höfum sýnt. Það er svo verkefni næstu vikna að hrista þetta enn þá betur saman og vera klárir í seinna hraðmótið.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Valur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Keflavík 85-72 | Vængbrotnir Valsarar unnu toppliðið sannfærandi Vængbrotið lið Vals - sem hafði tapað þremur leikjum í röð - pakkaði toppliði Keflavíkur saman að Hlíðarenda í Dominos-deild karla í kvöld. Lokatölur 85-72 og annað tap Keflavíkur á tímabilinu staðreynd. 12. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
„Er þetta ekki bara ástæðan fyrir því að íþróttir eru skemmtilegar“, sagði sigurreifur þjálfari Valsmanna þegar hann var spurður að því af hverju íþróttir eru svona skrýtnar en Valsmenn höfðu tapað þremur leikjum í röð og Keflvíkingar á toppnum. Valsmenn hinsvegar lögðu Keflvíkinga og það fullkomlega verðskuldað. „Það eru þessar sveiflur og deildin hefur boðið upp á þessar sveiflur í þessu mánaðar hraðmóti og það er eins og það er. Mér fannst við hinsvegar líkari því sem við viljum vera í dag og héldum dampi út allan leikinn í staðinn fyrir að missa orkustigið niður og fókusinn. Strákarnir gerðu bara virkilega vel að halda fókus og leita að lausnum því það er erfitt að spila á móti þessari vörn Keflvíkinga því hún er hreyfanleg og er að gera hluti sem maður býst ekki alltaf við. Mér fannst mínir nýta sína krafta til að leysa það vel.“ Pavel Ermolinskij var algjörlega frábær í kvöld á báðum endum vallarins og Finnur var beðinn um að ræða hans frammistöðu í kvöld. „Það er gríðarlega erfitt að eiga við Mikla og hann náttúrlega vaxinn eins og ég veit ekki hvað og Pavel er ekki vanur því að vera léttari en mennirnir sem hann er að dekka. Hann er töluvert léttari en Milka sem er fyrst og fremst frábær leikmaður. Pavel gerði virkilega vel og las hann vel auk þess sem að strákarnir gerðu mjög vel í að koma í veg fyrir að Keflvíkingar kæmu boltanum inn á hann. Liðsframmistaðan í vörn var svo mjög góð og ég er bara virkilega ánægður með frammistöðuna“, sagði Finnur hálfhlæjandi. Augljóslega himinlifandi. Nú tekur við landsleikjahlé við og menn eru að koma til baka og bandarískur leikmaður á leiðinni inn í hópinn og Finnur var spurður að því hvort hann væri ekki sáttur við að fá þetta hlé á þessum tímapunkti. „Já ég er það og svo er maður að ná fleiri leikmönnum inn. Sinisa Bilic átti góðan leik í fyrsta sinn í langan tíma og það er mjög mikilvægt að fá hann inn í þetta og fleiri. Menn eru svo hvíldinni fegnir því þetta hraðmót hefur hentað liðum misvel og það hefur hentað okkur illa sérstaklega út af ákvörðun okkar að bíða með Bandaríkjamanninn. Núna getum við brosað í kvöld og kannski á morgun en svo þurfum við að einbeita okkur því þetta er rosaleg barátta í þessari deild. Frábærir leikmenn og þjálfararnir að standa sig frábærlega og virkilega gaman að taka þátt í þessu. Maður hefur verið svo heppinn að hafa verið á hinum enda töflunnar og maður er bara auðmjúkur að vera í þessari stöðu sem maður er í núna og hlakkar til framhaldsins.“ Valsmenn hafa verið gagnrýndir undanfarið en þeir hafa ekki náð að tengja saman sigra og var Finnur, að lokum, spurður að því hvort þessi sigur sendi einhver skilaboð inn í deildina. „Þetta snýst meira um okkur sjálfa að við höfum ekki verið að vorkenna okkur sjálfum þó að við höfum lent í hinu og þessu á tímabilinu. Gagnrýnin hefur verið réttmæt, liðið hefur verið að spila illa. Skipulagið hefur verið lélegt og ég hef verið lélegur ásamt fleirum og ég held bara að við höfum verið að sýna okkur sjálfum að það býr miklu meira í okkur en við höfum sýnt. Það er svo verkefni næstu vikna að hrista þetta enn þá betur saman og vera klárir í seinna hraðmótið.“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Valur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Keflavík 85-72 | Vængbrotnir Valsarar unnu toppliðið sannfærandi Vængbrotið lið Vals - sem hafði tapað þremur leikjum í röð - pakkaði toppliði Keflavíkur saman að Hlíðarenda í Dominos-deild karla í kvöld. Lokatölur 85-72 og annað tap Keflavíkur á tímabilinu staðreynd. 12. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Keflavík 85-72 | Vængbrotnir Valsarar unnu toppliðið sannfærandi Vængbrotið lið Vals - sem hafði tapað þremur leikjum í röð - pakkaði toppliði Keflavíkur saman að Hlíðarenda í Dominos-deild karla í kvöld. Lokatölur 85-72 og annað tap Keflavíkur á tímabilinu staðreynd. 12. febrúar 2021 22:00