Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. febrúar 2021 12:23 Ný kirkja og Sæmundarstofa verður byggð á Rangárvöllum. Oddafélagið fer fyrir verkefninu en Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra er formaðru Oddafélagsins. Aðsend Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. Oddi á Rangárvöllum er sögufrægur staður. Þar bjuggu Oddaverjar, ein merkasta ætt þjóðveldisaldar. Þeirra á meðal voru Sæmundur fróði, lærðasti maður á landinu um sína daga og Snorri Sturluson svo einhverjir séu nefndir. Oddafélagið, sem eru samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs á Odda ætla sér í miklar framkvæmdir á staðnum því það stendur til að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu þar sem verður fjölnotasalur fyrir sýningar, viðburði, móttökur, fyrirlestra, ráðstefnur og einkasamkomur. Friðrik Erlingsson, rithöfundur var nýlega ráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins. „Þetta er ansi merkilegt félag og margir félagar eru merkilegir og hafa verið í gegnum tíðina og skilað frábæru starfi. Og núna frá því að fornleifauppgröfturinn hófst 2018 hefur komið aukin kraftur í starfi félagsins og meiri athygli á Odda í kjölfarið,“ segir Friðrik og bætir við. „Stærsta verkefnið, sem er í framtíðinni hjá okkur og við stefnum að er að reisa Sæmundarstofu í Odda, ásamt nýrri Oddakirkju, sem væri þá líka tónlistarhús í héraði.“ Friðrik er nú þegar farin að undirbúa Oddahátíð, sem verður haldin um Þingmaríumessu, eða laugardaginn 3. júlí í sumar. Í undirbúningi er glæsileg hátíð þar sem Sinfóníuhljómsveit Suðurlands mun koma fram í fyrsta sinn á almennum tónleikum ásamt Karlakór Rangæinga, en þar verður m.a. frumflutt nýtt lag við kvæði séra Matthíasar Jochumssonar „Á Gammabrekku.“ Friðrik segir að Sæmundi Fróða hafi verið margt til lista lagt og að hann hafi verið mögnuð persóna. „Já, hann hefur verið nefndur fyrsti íslenski rithöfundurinn þar sem er vitað að hann skráði Noregskonunga tal, sem er fyrsta ritverk, sem við vitum um að hafi verið skrifað á Íslandi.“ Friðrik Erlingsson, nýráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins á Rangárvöllum. Friðrik hefur setið í stjórn Oddafélagsins síðan árið 2017. Hann þekkir vel til verkefna félagsins, hefur skrifað greinar um sögu Oddastaðar og hélt á síðasta sumri vel sóttan fyrirlestur í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð um „Fingraför Sæmundar fróða.“Aðsend Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Íslensk fræði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Oddi á Rangárvöllum er sögufrægur staður. Þar bjuggu Oddaverjar, ein merkasta ætt þjóðveldisaldar. Þeirra á meðal voru Sæmundur fróði, lærðasti maður á landinu um sína daga og Snorri Sturluson svo einhverjir séu nefndir. Oddafélagið, sem eru samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs á Odda ætla sér í miklar framkvæmdir á staðnum því það stendur til að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu þar sem verður fjölnotasalur fyrir sýningar, viðburði, móttökur, fyrirlestra, ráðstefnur og einkasamkomur. Friðrik Erlingsson, rithöfundur var nýlega ráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins. „Þetta er ansi merkilegt félag og margir félagar eru merkilegir og hafa verið í gegnum tíðina og skilað frábæru starfi. Og núna frá því að fornleifauppgröfturinn hófst 2018 hefur komið aukin kraftur í starfi félagsins og meiri athygli á Odda í kjölfarið,“ segir Friðrik og bætir við. „Stærsta verkefnið, sem er í framtíðinni hjá okkur og við stefnum að er að reisa Sæmundarstofu í Odda, ásamt nýrri Oddakirkju, sem væri þá líka tónlistarhús í héraði.“ Friðrik er nú þegar farin að undirbúa Oddahátíð, sem verður haldin um Þingmaríumessu, eða laugardaginn 3. júlí í sumar. Í undirbúningi er glæsileg hátíð þar sem Sinfóníuhljómsveit Suðurlands mun koma fram í fyrsta sinn á almennum tónleikum ásamt Karlakór Rangæinga, en þar verður m.a. frumflutt nýtt lag við kvæði séra Matthíasar Jochumssonar „Á Gammabrekku.“ Friðrik segir að Sæmundi Fróða hafi verið margt til lista lagt og að hann hafi verið mögnuð persóna. „Já, hann hefur verið nefndur fyrsti íslenski rithöfundurinn þar sem er vitað að hann skráði Noregskonunga tal, sem er fyrsta ritverk, sem við vitum um að hafi verið skrifað á Íslandi.“ Friðrik Erlingsson, nýráðinn verkefnisstjóri Oddafélagsins á Rangárvöllum. Friðrik hefur setið í stjórn Oddafélagsins síðan árið 2017. Hann þekkir vel til verkefna félagsins, hefur skrifað greinar um sögu Oddastaðar og hélt á síðasta sumri vel sóttan fyrirlestur í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljótshlíð um „Fingraför Sæmundar fróða.“Aðsend
Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Íslensk fræði Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent